Fálkinn - 04.10.1930, Qupperneq 3
F A L K I N N
3
_ B
Biðjið kaupmann yðar um{
Hoimblaðs-spilj
^=Greinilegar myndir.^-j
— Haldgott efni,—==— j
vsraa&nn.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
AÖalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa i Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
BlaðiÖ kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglfjsingaverö: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Menn gleyma því, að alt sem best
er unnið á andlegu sviði, er unnið
fyrir framtíðina. Um mörg stórskáld
er því t. d. svo varið, að enginn fer
fyrir alvöru að dáðst að verkum
þeirra fyr en löngu eftir að þeir eru
dauðir. Og þeir bestu —■ oft úr hor.
Ef heimurinn stæði í stað kæmi
þetta ekki fyrir. Þá gæti samtíðinni
jafnan verið vorkunnarlaust að meta
gildi hvers og eins. En af því að
heimurinn er altaf að breytast, eru
það aldre^ nema fá mannleg augu
sem sjá, í hvaða átt breytingin stefn-
ir, eða á að stefna. Hefði Snorri
farið með handrit á fund Englakon-
ungs — og setjum nú svo, að hann
hefði átt góðum ráðgjöfum í þeim
efnum á að skipa — þá hefði hann
áreiðanlega fengið þvert nei við öll
um skáldastyrk eða handritasölu,
nema því aðeins, að eitthvað hefði
verið gott sagt um kónginn sjálfan.
Og svo er það enn í dag. Við sjá-
um ekki framtíðina fyrir og getum
ekki reiknað hana út. Við erum
dæmalaust hyggin eftir á — eins og
fólk hefir altaf verið.
En við erum fífl, þegar við erum
að tala um, að „troða peningum i
þessi skáld og listamenn“. Og eink-
anlega má það sannast á íslendingum,
sem eigum tilveru okkar að þakka
skáldum og listamönnum.
Öll þjóðin viðurkennir, að við eig-
um tilveru okkar á tuttugustu öld því
að þakka, að við eigum bókmentir,
sem hvorttveggja í senn hafa bjarg-
að aðalþjóðareinkenni voru, tung-
unni, og varðveitt hjá öðrum þjóð-
um viðurkenning fyrir því, að við
megum heita sjálfstæð þjóð. Og mikið
er um hvorttveggja vert, því hvor-
Ugt getur án annars verið, svo að
smáþjóð megi koma gagn af.---
Nú verða fæstir feitir af skálda-
styrknum, sem „troðið er í þá og vís-
indamannastjettin íslenska er síst
betur haldin nú, en þegar hún alt
til skemsta var „í brauði“ danskra
áhugamanna eða stofnana í sama
landi. Höfum við fengið sjálfstæði, til
þess að króa þá menn, sem til vis-
inda og lista eru fallnir, inni í rjett
eða nátthaga þröngsýninnar og svelta
þá þar? Eða höfum við verið menn
til þess að skilja að íslenskt þjóð-
erni hefir hingað til aðeins lifað á
þeim mönnum — til langframa — sem
iðka listir og vísindi?
Um víða veröld.
---X----
Hvað var það, sem skeði í
herbergi nr. 66?
1 mörg ár hefir ekki verið um neitt
eins mikið talað eins og mál það sem
nýlega hefir verið fyrir ensku dóm-
stólunum. Það er um einkennilegan
eldsvoða, sem átti sjer stað á Metro-
pole hótelinu í Margate í október i
fyrra.
28 ára gamall maður nokkur, Sid-
ney Fox að nafni, og móðir hans 63
ára gömul komu um miðjan október
í fyrra á hótelið. Hann fjekk herbergi
nr. 67 og hún fjekk herbergi nr. 66.
Það voru dyr á milli herbergjanna.
Þau höfðu lítinn farangur meðferð-
is, áttu bágt með að borga reikninga
sína, svo fólkið á hótelinu þóttist vita
að þau mæðgin myndu vera í pen-
ingavandræðum.
Að kveldi hins 23. október klukkan
23 kom upp eldur á herbergi frúar-
innar. Sonurinn var þá háttaður,
hann reyndi að komast inn i her-
bergi hennar þegar hann fann reykj-
arlyktina, en það var árangurslaust.
Gamla konan brann til ólífis og var
grafin, eftir að læknisskoðun hafði
farið fram á líkinu.
Seinna fór þó að kvisast eitthvað
um það, að ekki myndi hafa verið
alt með feldu um dauðdagann. Það
kom sem sje í ljós að sonurinn hafði
tryggt móður sína gegn slysum fyrir
54,000 krónur. Hann var tekinn fast-
ur, líkið var grafið upp aftur og at-
hugað nánar og kom þá í ljós að
gamla konan hafði verið kyrkt, en
hafði ekki kafnað af reyknum. Það
voru ýmsir lilutir í herberginu, sem
hún bjó í, sem virtust benda í þá átt,
að þar hefði verið kveikt í. Það fanst
auk þess tóm bensínflaska í herbergi
sonarins og var hann kærður fyrir
móðurmorð.
Fyrir rjettinum er Sidney Fox
hinn prúðasti, og enginn skyldi halda
að hann hefði svo ljótt morð á sam-
viskunni.
Einstöku sinnum hafa tilfinning-
arnar yfirbugað hann, tárin hafa
streymt niður eftir kinnum hans og
hann hefir hrópað og kallað fram
yfir dómsalinn að hann væri saklaus
af þvi að hafa myrl móður sína.
Það hafði verið gerð eftirmynd af
hótelherberginu og notað í rjettinum,
og leifarnar af sviðnu gólfteppinu
voru breiddar á dómaraborðið svo
allir gætu sjeð það.
Ákærandinn var mjög harðorður.
— Maður þessi er sekur. Ásamt
móður sinni, sem bæði var orðin
gömul og næstum því afllaus, hefir
hann flutt frá einu hótelinu á annað.
Hann hefir komið fyrirætlunum sín-
um mjög sniðuglega fyrir. Alt myndi
hafa hepnast honum hefði hann ekki
gleymt smámunum, sem því betur,
flestir morðingjar gleyma.
í erfðaskrá móðurinnar stóð að
eldri sonurinn skyldi erfa farthing
(2 aura), það sem eftir var af eign-
unum gekk til yngri sonarins, Sidney
Fox. Frú Fox var líftrygð fyrir 3000
sterlingspund. Tryggingin gekk að-
eins út á dauða af slysförum, og oft
hafði sonurinn endurnýjað skírtein-
ið daglega. Ein tryggingin hafði fallið
í gjalddaga 23. október klukkan 24,
en klukkutíma áður dó móðirin. Áður
en morðið var framið hafði Fox
spurst fyrir um það hjá líftrygging-
arfjelögunum hvað eiginlega væri
skilið við það að deyja af slysförum.
Hvort það væru slysfarir ef móðir
hans druknaði i baðkerinu og hvort
það væru slysfarir ef hún borðaði
eitraðan mat, svo að hún dæi af því.
Alt bendir til þess að sonurinn sje
valdur að dauða móðurinnar. Og hafi
hann i raun og veru framið morðið,
er hann einhver sá kaldrifjaðasti og
slungnasti bófi, sem nokkru sinni
hefir staðið fyrir rjetti. Ef hann er
saklaus virðast öll ill öfl hafa sam-
einast um að eyðileggja líf hans.
GIFT OG SKILIN f SÍMA
Mr. John Blackwell er maður nefnd-
ur. Hann vinnur hjá líftryggingar-
félagi einu í New York og hefir haft
svo miklum störfum að gegna, að
hann bókstaflega hefir ekki mátt vera
að litast um eftir konu í heimsborg-
inni. Dag nokkurn sat hann á veit-
ingahúsi einu og las i blaði, sem gef-
ið var út í Suðurríkjunum. Af til-
viljun var honum litið á auglýsingu,
sem þar stóð. Er þar getið um á
venjulegan hátt að ung stúlka, sem
eigi heima í litlum bæ, 2000 mílur
frá New York óski að kynnast, með
giftingu fyrir augum, ungum og lag-
legum manni.
Mr. Blackwell svaraði auglýsing-
unni, ljet mynd innan í brjefið og
kvaðst' helst kjósa að vígslan færi
fram í síma því hann hefði ekki tíma
til að taka sjer langa ferð á hendur.
Þegar unga stúlkan hafði aflað sjer
upplýsinga um mr. Blackwell, — og
þær vowí náttúrlega allar honum í
vil — skrifaði hún honum aftur ját-
andi. Vígslan fór fram á þann þátt
að þrjú talsimatæki voru tengd sam-
an; Mr. Blackwells, ungu stúlkunnar
og prestsins, sem var frændi brúð-
urinnar. Ameriska hjónabandslög-
gjöfin er mjög teygjanleg og hjóna-
bandið var úrskurðað að vera lög-
legt. Það höfðu auk þess verið vitni
viðstödd.
En það komu aðrir erfiðleikar til
sögunnar. Ungi maðurinn símaði til
konu sinnar að hann mundi koma
einhvern næstu daga og sækja hana
og fara með hana til New York. Þau
komu sjer saman um að hittast á
matsölustað, þar átti brúðurin að bíða
hans með foreldrum sínUm. Til þess
að hún gæti þekt hann átti brúðgum-
inn að næla svolitilli murtugrein í
hnappagatið.
Nú kemur mr. Blackwell til bæjar*
ins og heldur til veitingahússins til
að hitta brúði sína. En í sama bili og
hann er að stíga yfir þrepskjöldinn
dettur honum alt í einu í hug að það
væri nú ef til vill betra að stinga ú
sig murtugreininni til vonar og vara.
Gerir hann það og gengur svo inn í
gildaskálann. Hann þekti strax konu
sína, en útlit hennar var þannig að
hann snjeri við aftur i skyndi og
flýtti sjer burtu. Hann tók sjer siðan
far ineð fyrstu járnbrautarlest, sem
gekk til New York. Þegar heim kom
hringdi hann til konu sinnar og stakk
upp á því að þau skildu. Unga stúlk-
an fjelst strax á það — sagan segir
ekki hvort hún hefir þekt Blackwell
eða ekki — og þau voru aftur skilin
i síma og voru hinir sömu viðstaddir,
nema i stað prestsins var nú dómari.
Sagan er nokkuð ósennileg, en am-
erísku blöðin segja hana svona.
-----x-----
FJÖRUTÍU OG ÞRJÁR YÍGSLUR
Á DAG.
í Ameríku hefir fólk ennþá gaman
af að horfa á hjónavígslur þó hjóna-
böndin þar sjeu ekki vön að verða
svo langgæf. í kirkju einni i New
York voru nýlega gefin saman 43
„pör“ á dag. Áður var metið 39.
Fólk af öllum þjóðflokkum og af
ýmsum litum þyrpist í „Church of
the Transfiguration“, sem altaf geng-
ur undir nafninu „litla kirkjan á
horninu".
15 af þessum vigslum voru mjög
viðhafnar miklar, því að það er nú
einu sinni tíska að láta „pússa“ sig í
kirkju þessari, sem liggur á East 29.
Street, en það verður alt að ganga
sem hraðast því það er altaf fult af
fólki, sem biður fyrir utan. þegar
aðal-kirkjan er full og mjög mikið
að gera er stundum notað litla skrúð-
húsið og vígt á báðum stöðum.
——x------