Fálkinn


Fálkinn - 04.10.1930, Page 9

Fálkinn - 04.10.1930, Page 9
F A L K I N N 9 Myndin t. v. er af Helenu, fyrr- um konu Carols, sem nú er orð- inn konungur í Rúmeníu. Hafði hann verið sviftur ríkiserfðum, en sonur hans Michael, gerður konungur, en nú hefir hann verið settur af. Hjer s Michael hjá móður sinni, sem skildi við Carol fyrir nokkrum árum vegna ótrúmensku hans í hjónabandinu. Myndin t. h. er tekin í Berlín og sjest þar í miðju konungur- inn i írak, sem verið hefir ferð í Evrópu í sumar. Hann er klæddur sem Evrópumaður, að öðru leyti en höfuðfalinu. hefir farið inn í hóp „demonstrantanna“ og skilið hópinn að Síð- hefir farið inn í hóp „demonstranna“ og skilið hópinn að. Síð- an voru forsprakkarnir tíndir úr og fluttir burt með valdi. Myndin til hægri er af ráðhúsinu í Iiaupmannahöfn, sem varð 25 ára gamalt í síðasla mánuði. Þykir ráðhúsið ein af fegurstu byggingum á Norðurlöndum. Martin Nyrop teiknaði það og sá um byggingu þess. Á neðstu myndinni t. h. sjest franski læknirinn Calmette, sá sem fyrir nokkrum árum fann blóðvatn til varnar berklaveilci. Hafa vísindamenn deilt mjög um gagnsemi þess og fyrir skömmu kom vatn á þeirra myllu þar sem var barnadauðinn í Lubeck. Dóu þar um 70 börn, sem bólusett höfðu verið. En síðar kom í Ijós, að þetta var ekki Calmette að kenna heldur stöð þeirri, sem framleiddi bóluefnið.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.