Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 5

Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 5
F A L K T N N 5 Sunnudags hugleiðing. Eflir Pjelur Sigurðsson. Niðurl. „Myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum“. Mvrkr- ið er: liatur, stríð, siðspilling, glæpir, rangsleitni í viðskiftum og alt óheilnæmið í fjelagslífi þjóðanna. Sundurliðað er and- lega myrlcrið þetta: „Því að mennirnir munu verða sjergóðir, fjegjarnir, raupsamir, lirokafullir, lastmælendur, for- eldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, ó- haldinorðir, rógberandi, bindind- islausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, sviksamir, fram- hleypnir, ofmetnaðarfullir, elsk- andi munaðarlíf meira en Guð, og liafa á sjer yfirskyn guð- hræðslunnar“. 2. Tím. 3, 2—5. Þetta er myrkrið, sem „grúfir yfir jörðinni“. Myrkrið er and- stætt ljósinu og Ijósið samþýðist ekki myrkrið. Til þess að geta skinið sem „himinljós í heimin- um“, verður þú að vera andstæð- ur öllu þessu ljóta, sem hjer var talið upp. Sjálfselska er myrkrið, elska til náungans er ljósið; fje- girndin er myrkrið, gjafmildi er ljósið; raup er myrkrið, auðmýkt er Ijósið; hroki er myrkrið, lítil- læti er ljósið; lastmæli er myrkr- ið, falleg og göfug orð eru ljósið; óhlýðni er myrkrið, hlýðni og undirgefni er Ijósið; kærleiks- leysi er myrkrið, kærleikurinn er ljósið; ósannindi og svilcsemi er myrkrið, orðheldni og sann- sögii er ljósið; rógburður er myrkrið, að tala vel um aðra er ljósið; bindindisleysi og grimd er myrkrið, bindindissemi og miskunnsemi er ljósið; elska til heimsins er myrkrið, elska til hins góða er ljósið; sviksemi, prettir, framhleypni, ofmctnaður og elska til munaðarlífsins er myrkrið, en trúfesti, hógværð, stilling og elska lil Guðs er ljós- ið; yfirskin guðhræðslunnar er myrkrið, en kraftur guðhræðsl- unnar er ljósið. Þetta er nú orðin þreytandi upptalning, kæri lesari. Það er lika þreytandi að láta, þó ekki sje nema klæðslcera, mæla sig. En með þessum yfirgripsmikla mælikvarða, sem hjer fer á und- an, getur þú rannsakað og próf- að þig sjálfan og sjeð, hvort þú lifir í myrkrinu og ert myrkrið, eða, livort þú ert „brennandi og skínandi Iampi“ — „ljós heims- ins“. Trjeð þekkist á ávöxtunum og ljósið skilur sig frá myrkrinu. Sá drottinn, sem uppvekur hina dauðu, kallar: „Stattu upp, sldn þú“. Ekkert er indælla en að skína fyrir drottinn sinn, að færa öðrum Ijós lífsins og birtu sann- leikans. „Vakna þú ,sem sefur, og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þjer.“ Þeir, sem ganga hjer í ljósi Krists og lýsa þannig öðrum, leiða marga til f ’ Lægri dýrin. Sundurnöguð Irjúgrein eftir Suður- Ameriska skordýrategnnd. Það tek- ur skordýrið aðeins fárra tíma vinnu að naga greinina sundur. rjettlætis. Þeir „munu skína eins og ljómi himinlivelfingarinnar, eins og stjörnur himins um aldur og æfi“. Ó, þú eilífa lífsins ljós! Skín þú í allri þinni dýrð inn í fylgsni sálar minnar og gerðu mig að Tordýfill að Ijósi heimsins. , verki. Hann vellir á uudan sjer kögli, sem er mörg hunUf- uð sinnum þyngri en liann sjálfur. „Maðurinn er mælikvarði allra hluta“. Þannig mæltu hinir fornu grísku heimspekingar og enn í dag gildir þessi setning, þegar vjer viljum gefa til kynna, livort einhver hlutur sje stór eða lítill eða hvort einhver skepna sje veik eða sterk, vitur eða heimsk. Vjer tölum um hið geysimikla afl fílsins og berum það þá ósjálf- rátt saman við vora eigin krafta, og vjer tölum um smæð skor- dýranna af því að við berum þau saman við vora eigin líkams- stærð. En nú skulum við reyna að leysa oss undan áhrifum setning- arinnar: „Maðurinn er mæh- kvarði allra liluta“ og hugsa oss í staðinn t. d.: „Tordýfillinn er mælikvarði allra hluta“ og sjá, hvað sú breyting hefir í för með sjer. Neðsta myndin sýnir tordýfil, sem er að velta stórum kögli af mykju yfir veginn til þess að koma honum fyrir utan á vegar brúninni. Frá sjónarmiði manns- ins er köggullinn lítill og vegur 404 gr., en þegar vjer gætum að því, að tordýfillinn er aðeins 17 mm. langur og vegur sjálfur J/2 gr., þá sjáum vjer, hvílíka feikn- ar krafta þessi litla skepna þefir í samanburði við stærð sína, að geta flutt úr stað hlut, scm er 808 sinnum þyngri en likams- þungi liennar sjálfrar. Hugsum oss, ef maðurinn væri tiltölulega • svona sterkur. Fjölvíða annarsstaðar sjáum vjer Iík dæmi hjá skordýrunum um framúrskarandi aflraunir í samanburði við likamsstærð þeirra. Á einni myndinni getur að lita verk tveggja skordýra, sem eiga heima i Suður-Ameriku. Á fáum tímum liafa þessar fárra cm. löngu bjöllur nagað í sundur greinina, sem er iy2 cm. í þver- mál. Verkið fremja þær með efri skoltunum, sem eru afar kröft- ugir. Tilgangurinn með því að naga greinina i sundur er sá, að kvendýrið gæti orpið eggjum sínum í greinina, þegar hún er nöguð í sundur og dottin til jarð- ar. En sjálft á trjeð, sem eftir stendur, að veita lifrunum nær- ingu, er þær koma úr eggjunum. En það eru fleiri dýr en slcor- dýrin sem liafa alveg óeðlilega mikla krafta. Þannig er það t. d. alkunnugt, að lokunarvöðvi skel- fiskanna er afskaplega sterkur. Þannig lítur geitungurinn út í smásjá. Skelfiskur ktemmir skeljunum utan um fótinn á vað- fugli og heldur lionum föstum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.