Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Þrátt fyrir allar afvopnunarráðagerð- ir og friðarfundi halda þjóðirnar stærri sem smærri áfram að verja stór- fje til hers og flola og hjá sumum þeirra hefir aldrei verið varið meira fje til hernaðarþarfa en einmitt nú. Heræfingar eru haldnar á sjó og landi og enginn skyldi halda, að stjórnendur ríkjanna væri orðnir afhuga stríði, þegar litið er á það, hve mikil alúð er lögð við þær. Frakkar hafa að þessu sinni látið aðal-heræfingar sínar fara fram við landamæri Ítalíu og Þýska- lands og hefir vakið nokkurn kurr hjá þessum þjóðum. Hjer á myndinni til vinstri sjest herdeild Alpaliðs Fraklca á göngu í smáibæ suður í Alpafjöllum. Alpaliðssveitirnar eru eftirlætisgoð þjóðanna, sem þær eiga, einkum Frakka og Itala. Veljast þangað bestu íþróttamennirnir, þvi að hvergi reynir eins mikið á þol og hjá þeim, sem þurfa að klifra í fjöllum. Þessir liðs- menn þurfa einnig að kunna á skíðum. árlega þing sitt í Moskva. Átti að Bolsjevikar hafa í sumar haldið hið á-rlega þing sitt í Moskva. Átti að halda þing þetta í maímánuði en það dróst af ýmsum ástæðum, m. a. af því, að Stalin átti í vor í stímabraki við ýmsa menn innan flokksins og vildi útkljá deilumálin áður en þingið kæmi saman. Hjer er að neðan mynd af ýms- um aðalmönnum í þinginu. í miðju sjest Stglin sjálfur, blíður og brosandi og ánægður yfir úrslitum þingsins, en til hægri handar honum Blucher, sem nú er hermálaráðherra Rússa og Iiag- anovits. Hefir ráðsþingið í Moskva al- drei verið fjölmennara en í þetta sinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.