Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1930, Side 12

Fálkinn - 11.10.1930, Side 12
12 P A li K ! N N Skrítlur. X- Barnfóstran sem áöur fyr seldi súkkulaði í Bíó. — Jeg hlýt að hafa meitt mig stór- kostlega; mjer sortnar fyrir augum. — Mundu nú að halda spjaldinu vel upp, Doddi minn, svo að jeg sjái hvar þú ert. — Þjónn, jeg bað um hálfan skamt af súpu með eggi. Ilvar er eggið? — Það er í hinum helmingnum af súpuskamtinum, herra minn! Adam- son. 113 Maðurinn (sem fer með konunni sinni í hattabúðina): Þennan hatl máttu ómögulega taka góða. Þú hefir aldrei sjeð nokkurn mann m eð annað eins afskræmi á höfðinul — Heyrið þjer læknir, getið þjer ekki útvegað mjer eitthvert meðal við hrotum. Konan mín hrýtur svo herfilega, að mjer kemur ekki dúr á auga alla nóttina. —' Það er ekki annar vandi, en að segja henni að hafa munninn aftur. — Nú, þá er þetta með öðrum orð- um ólæknandi. Hún samkjaftar aldrei. — Jeg vil giftast dóttur yðar .... — Nú, viljið þjer það. Og hvað segir hún við því. — Já, hún sagði, að jeg skykli spyrja yður fyrst, svona að gamni. — Þykir þjer skelfing vænt um mig, mamma? — Já. Það þykir mjer. •— Heldurðu að þú vildir þá ekki giftast dyraverðinum í Bíó, svo að jcg fái að komast þar inn fyrir ekki neitt. — Get jeg fengið mig rakaðan hjer. En jeg ætla að taka fram, að jeg vil ekki neitt vellyktandi, enga feiti, ekk- ert hárlyf, heitan dúk eða nudd, held- ur bara að láta taka af mjer skegg- broddana. — Já, jeg skil......En hafið þjer nokkuð á móti, að jeg sápi yður inn áður en jeg raka? — Þau lifðu saman í sælu og friði þangað til þeim varð sundurorða í fyrsta sinn. — Og hvenær var það? — Þegar þau voru á leiðinni úr kirkjunni, frá giftingunni. ----x--- — Var það vörubillinn eða far- þegabíllinn, sem ók yfir yður. — Jeg held sannast að segja að það hafi verið bifhjólið, þvi að það var fljótast að komast í hvarf.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.