Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 10

Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 10
10 F A I. K I N N VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði Brasso ber sem gull af eiri af öðrum f æ g i 1 e g i . Fæst alstaðar. er annálað um allan heim fyrir gæði. SOLINPILLUR eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær liafa engin skaðleg áhrif á líkamann, en góð og styrkjandi álirif á meltingarfærin.—Sólinpillur hreinsa skaðleg efni úr hlóð- inu. Sólinpillur lækna van- liðan er stafar af óregluleg- um hægðum og hægðaleysi. Notkunarfyrirsögn fylgir liverri dós. Verð aðeins kr. 1.25. — Fæst hjá hjeraðslæknum og öllum lyfjabúðum. Líftryggið yður þar scm kjörin eru best. Úr ársrcikningi Lífsábyrgðarfjel. Thule h.f. 1929: Árstckjur .... kr. 4.621.189.52 Þaraf lillilulhafa — 30.000.00 (Illuthafar fá aldrci liærri upp- hæð, skv. samþyklum fjclagsins). Lagt i sjóði fjcl. kr. 320.272.00 Til hinna trygðu — 4.264.917.52 (yfir 92% af öllum ágóða fjel.). Ágóðahluti hinna Irygðu úlborg- asl árlega að 5 tryggingarárum liðnum, og er ekki hærri 1929 en önnur ár. Lífsábyrgðarhlutafjelagið T II U L E . Aðalumboðsmaður fyrir ísland: A . V. TULINIUS, Eimskipafjclagshúsinii, 2. hæð. Simi 254. Símn.: TULIN. Umboðsmcnn óskast allsslaðar, þar sem ckki cru umboðsmcnn í nagrcnninu. Best er ad auglýsa I Fálkanum HvenfrelslshreyfiDBin i Kina. í Kína er unnið geysilega að því að bæta kjör konunnar og gera líf henn- ar frjalsara. En til þess að það verði hægt verða lifnaðarhættir fjölskyld- unnar að breytast gersamlega. Ennþá er það yfirmaður fjölskyldunnar, sem hefir algjört vald yfir allri fjölskyld- unni. Enn þann dag i dag eru kon- urnar keyptar. Konan fær í engu ráð- ið hver maður hennar verður. Tak- mark hjónabandsins er aðeins við- hald ættarinnar. Konan verður að geta af sjer son, þvi synirnir einir geta fært ættina fram. Gjöri hún það hefir hún unnið hluverk það sem hún var borin til. En sje hún svo óhepp- in að eignast stúlku, getur maður hennar rekið hana frá sjer heim til foreldranna aftur og þar á hún ekki sjö dagana sæla. Þúsundir og aftur þúsundir kínverskra kvenna eiga nú við slik kjör að búa. Verslun á ung- um stúlkum stendur ineð fullum blóma eins og áður. Verkamannadætur eru seldar á gleðihúsin án þess að farið sje nokkuð í launkofa með það. Það er nokkuð skrítið, en satt engu að síður, að umbótahreifingin hefir byrjað á fótunum. í yfir þúsund ár hefir konan orðið að þjást af því hve fótum hennar hefir verið misþyrmt. Bækluðu fæturnar gerðu konuna ó- hæfa til að ganga að flestallri vinnu og varð hún að gera sjer að góðu að vera leikfang mannsins. Fyrir 20 árum síðan voru ennþá 20 miljó'nir af þessum aumingja stúlk- um, sem ekki gátu gengið en urðu að veltast áfram. Á síðustu árum hefir talan stórum minkað. Þetta er aðal árangurinn, sem hingað til hefir náðst í frelsisbaráttunni og nær einn- ig til hinna fátækari stjetta. Stutta hárið og pilsin eru smátt og smátt að leggja undir sig bæina. Til sveita er gamli búningurinn ennþá notaður. HÁRIÐ. Snoðkollurinn er að hverfa úr sög- unni. Og sje það ennþá einhver, sem gengur með drengjakoll ætti hún að minsta kosti að láta hárið vaxa svo það nái jafnlangt og hárvöxturinn í hnakkanum, helst einum eða tveim sentimetrum neðar. Nú er um að gera að höfuðið sýnist ekki alt of stórt og liðirnir eiga helst að vera eins eðli- legir eins og hægt er, engar „skarp- ar bylgjur“ eða reglulegar „bylgjur“ lengur. Framhárið er venjulega haft sljett með einum lið niður á ennið, og svo verður að bursta hárið svo það sje reglulega vel gljáandi. ----x---- PÚÐUR OG KÖLNARVATN. Það vitlausasta sem hægt er að gera er að púðra sig oft á dag án þess að þurka fyrst af andlitinu skitna púðr- ið, sein situr niðri i húðinni.. Á þenn- an hátt verður andlitið grámyglulegt og húðin ljót. Það er best að púðra sig dálítið á morgnana og sje nauðsynlegt að fara yfir andlitið seinna að deginum, þá sjáið um að liafa ineð ykkur svolitla kölnarvatnsflösku, sem þið getið hreinsað liúðina með. Verið ekki altaf að púðra ykkur, því það lítur bara út eins og þið sjeuð skítugar. ----x--- Eftir stríðið er ekki óvanalegt að sjá stúlku, sem vinnur að verslunar- störfum. Áður liöfðu þær ekki annað starf en að rækta silkiorma og vefa. Frelishreyfingin er í rauninni ekki alveg ný. Árið 1907 þegar Tsi drotn- ing sat að völdum, var fyrsta konan hálshöggvin í Kina. Það var Kín- verska kenslukonan Tsin Din (auð- legð haustsins). Hún var dóttir meiri liattar embættismanns. Hún var bylt- ingasinnuð og barðist á móti ríkis- stjórn og venjum. Jun Jan Sun tók hugmyndir hennar sjer til fyrirmynd- ar. I dag er í Kanton einni saman 500 verkakonur sem eru fjelagsbundnir meðlimir i verkamannafjelagi. Þó að tala þessi sje ekki há eftir því sem gerist í Evrópu þá hefir hún mikla þýðingu, þegar liugsað er um hina geysimiklu erfiðleika, sem við er að stríða i Kína. Fyrsta fyrirtækið, sem tók konur í þjónustu sína var myndastofa í Shanghai. Nokkrir bankar fóru síð- an að dæmi þessu og svo komu fleiri fyrirtæki á eftir. 1 dag eru margar konur skrifarar og bókhaldarar í verslunum, jafnvel í búðum eru stúlk- urnar farnar að fá aðgang. Kanton gengur þar á undan. 1920 hófu kin- verskar konur verslun, gengur hún yel og urðu þær fljótlega að auka hana. Jafnvel á blaðamannasviðinu eru konurnar að ryðja sjer braut. Fyrir nokkrum mánuðum var ung stúlka, sem stundar nám við Colum- bía-liáskólan í Ameríku, gerð að poli- tískum frjettaritara fyrir „Iiuo Min News“ og „China Weekly“. Fyrir kvenrjettingalireifingunni standa nú tvær konur, sem eru vef- arar báðar; Liu Tsang Lang og Men Tsji Tsjung og berjast þær af alefli fyrir frelsi hinna kínversku systra sinna. AÐ HREINSA FÍLABEIN. Fílabein er mikið notað nú á tím- um í spennur, perlur o. fl„ en það er ekki hægt að hreisa það með vatni. Best er að blanda dálitlum sítrónu- safa i vínarkalk þangað til úr er orð- inn lögur, þá er hluturinn smurður með honum og svo nuddaður vel á eftir með mjúku skinni. Á þennan hátt má hreinsa hnifa- sköft og bursta og sje farið varlega má einnig hreisna „tangentana“ á pianóinu á þennan hátt. Það er gott fyrir fílabein að vera í sól og vindi. Þessvegna er ágætt að leggja fílabeinsmuni sína í glugga- kistuna og láta sólina skína á þá og píanóið verður að standa opið svo „tangentarnir“ gulni ekki, líka þegar sólin skín inn í stofuna. ----x----- GOTT RÁÐ Það er nauðsynlegt að geta hreins- að regnhlífarnar annað slagið, en það verður að gera það mjög varlega. Best er að fara þannig að því. Regnhlífin er fyrst vætt öll og siðan þvegin rösklega með linum bursta upp úr sápuvatni. Regnhlifin er auðvitað spennt út á meðan og þvegin einn reitur i senn ofan frá skafti og niður eftir. Á eftir er öll sápa vandlega skoluð af henni. Hún Vandlátar húsfreyjur kaupa Laufás- smjörlíkið. Alíslenskt fyrirtæki. Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi bctri nje áreiöanlegri vióskifti. Lcitiö uyplýsingn hjá nœsta umboósmanni. „Sirius“ súkkulaði or kakó- duft vclja allir smckkmenn. 5 Gætið vörumerkisins. þarf að geta þornað fljótt, ef vill má núa hana dálítið með þurrum klúti svo hún þorni fyr. ------x------

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.