Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 3
fAlkixn 3 Hjónin Þórunn og Davíð Sch. Thorsteinsson læknir áttu af mæli á sunudaginn var. Varð frúin sjötug en læknirinn 75 ára. VIKUBLAD MED MYNDUM Itilsljóriir: Vilh. Finscn og Skúli Skúlasnn. 1'rainkuu‘iiiilaHtj.: Svavar lljaltcsted AAtihkrifslnfa: llanknstra-li ’A. Itcykjnvik. Sími 2210 Dpin virkn iltiKti kl. 10—12 og 1—7 Skrifstufa i Oxlo: Anton Sclijöthsgade 14. Itliiftið kcmur t'it hvcrn lnngnrilng Xskriflnrvcrð cr kr. 1.70 ú mntitiöi. kr. 5.U0 á ársfjiSrðungi ng 2U kr. árg Lrlcndis 24 kr. Allar ðskriftir greiðist fyrirfram Auglýsininwerð: 20 aiira millimeler nerhcrtsprent. Hankastræti 3. Skraddaraþankar. íslendingar eru söngelskir menn. Þeir halda enn upp á tvísönginn sinn, þrátt fyrir það, að meiri hluti þjóð- arinnar er farinn að dansa útlenda tiskudansa og raula lögin eftir dans- inn. Og Reykvikingarnir — tísku- broddur þjóðarinnar — gera húsfyll- ir þegar rimnakveðskapur er í boði. Fyrir fimtíu árum rjeðist nýbakað- ur guðfræðiskandídat i það að sigla, út í veröld til þess að mentast i músík. Hefði hann farið til alþingis, sem þá var varla búið að fá fjár- veitingavald, og beðið um styrk, hefðu allir þingmenn hlegið að hon- um. Hann átti því láni að fagna, að foreldrar hans gátu styrkt il»ann til utanfarar og því komst hann þá leið, sem hann vildi. Ef hann hefði lot- ið vilja fjárveitingavaldsins, hvort heldur það hefði verið á íslandi eða Danmörku, mundi hann hafa orðið prestur í útkjálkahjeraði, og senni- lega orðið poki, því að hugur hans var annarsstaðar en i prestskapnum. En hann fjekk það sem hann vildi. Hann fjekk að læra þá list sem hug- ur hans stefndi til, og hann varð mikilmenni i list sinni. Ættjörð hans var þess ekki um komin, að veita honum þá aðbúð, sem henni bar, og þvi ilengdist hann erlendis. Úr útlegðinni kom frá honum lag, sem allir Islendingar kunna. Það var gjöf til fósturjarðarinnar. Hann hjelt áfram að yrkja í tónum, og þeir tón- ar gerðu mörg íslensk góðkvæði lang- lifari cn ella mundi. En hann orkti jafnframt við ensk kvæði, og þá stundum ekki verri tónsmíðar en við islensku ljóðin. Svo kom hann heim á gamals aldri. Honum var farinn að fúna fótur og skapandi þróttur listamannsins var farinn að dvína. Hann langaði til að fara ekki aftur. Fjárveitingavaldið veitti honum æfilöng heiðurslaun, en hið íslenska ríki tónlistarinnar gat ekki veitt honum þá aðbúð, sem hann gasti unað við. í þeim heimi var alt annað hvort of ungt eða of gamalt. Hann fór aftur, vann til síð- ustu stundar og hnje örendur við hljóðfæri sitt — i framandi landi. En hann hvarf i islenska mold, og þar hvíla bein hans. Hefði hann lifað þrjátíu árum áður, mundu þeir sem lifa hann harma jafn sárt að höfundur þjóðsöngs íslendinga væri grafinn i útlendum reit, — og þeir harma nú, að „listaskáldið góða“, Jónas Hallgrímsson, er jarðaður í gröf sem varla finst nema af kunn- ugum, úti við Eyrarsund, á Assistent- kirkjugarðinum í Kaupmannahöfn. Árni Thorsteinson tónskáld verður sextugur 15. októbcr. Stærsta loftsMp heimsins ferst. Aðfaranótt siðastliðins sunnudags varð eitt af stærstu og hryllilegustu flugslysum, sem sögur fara af. Enska loftskipið R. 101, sem jafnframt var nýjasta loftfar í heimi og hið stærsta, hafði lagt upp i fyrstu ferð sína til Indlands og átti að koma við aðeins á einum stað á leiðinni, i Egypta- landi. En þegar það var komið suður undir París bilaði skipið, stakst á endann niður á hæð eina og brann til kaldra kola. Fórust þar 40 manns á svipstundu, en 8 komust af, sumir mjög skemdir, svo að þeim er ekki hugað lif. Einn þessara átta var lát- inn þegar síðast frjettist. Ellefu far- þegar voru á skipinu, en hitt var skipshöfnin. Meðal farþeganna voru flugmálaráðherra Bretlands og for- stjóri flugferðanna í Bretlandi og fórust þeir báðir. Likin voru mörg lítið brunnin og höfðu flestir af far- þegunum auðsjáanlega dáið af köfnun. Eklci ber mönnum fyllilega saman um hvort sprengingin í skipinu hafi orðið áður eða í sama bili og skipið stakst til jarðar, en vitanlega á slys- ið orsök sina i einhverri bilun á skipinu sjálfu. Er þetta slys afar mik- ill hnekkir loftskipasmíðum Breta og verður sennilega til þess að þeir hætta að smíða loftskip af þessari gerð. Fyrir nokkrum árum mistu þeir skip með mjög likum hætti; höfðu Ame- ríkumenn keypt það og voru um- boðsmenn kaupenda að fara reynslu- för með því, er sprengingin varð i skipinu og það steyptist niður i Humberfljótið, rjett hjá Hull. Fór- ust þar um 40 manns. R. 100 og R. 101 voru nýjustu skip Breta og var hið fyrnefnda ætlað til áætlunarferða milli Englands og Canada og hefir þegar farið hina fyrstu ferð sina, en hið síðara átti að verða i ferðum til Indlands. Tækist þessar ferðir vel átti að byggja þrjú skip til, fyrir hvora leiðina, ea nú verður eflaust horfið frá þvi, cftir þetta geigvænlega slys. Skip þessi voru að stærð 185.000 rúmmetrar, en stærð loftskipa er miðuð við rúmtak loftbelgsins. Var rúmtak þessara skipa þannig 60.000 rúmmetrum meira en „Graf Zeppe- lins“ sem er 125.000 rúmmetrar og burðarmagnið að sama skapi meira. Enda var ekki farið i launkofa með það, að þessi skip ættu að sýna al- heimi, að Bretar gæti smíðað loft- skip ekki síður en Þjóðverjar. F.n með þcssum atburði hafa Bretar beð- ið stórkostlegan ósigur i samkeppn- inni. Líklegt er að sprengingin eigi rót sína að rekja til hreyflanna. Þeir voru af nýrri gerð og brendu hrá- olíu en ekki bensíni, og átti þetta að tryggja minni brunahættu og ó- dýrari rekstur. Slysið mikla virðist vera dauðadómur yfir þessari tegund loftskipa. Hjer birtist mynd af R. 101 og má sjá, að lögunin er talsvert ólík og „Zeppelin“. Ensku R-in eru tiltölu- lega gildari, eins og venja er til um loftskip af hinni svokölluðu „hálf- stífu“ gerð. Zeppelinskipin eru al- stíf, grind úr stáli og aluminium hygð utan um loftbelgina. Á annari inyndinn er sýndur þverskurður af farþegarýminu, en að neðan matsalur- ini,. Er þar frá öllu gengið eins og á fullkomnustu skipum og ekkert til þess sparað að gera þægindi sem mest.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.