Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N Hjer í blaðinu hafa áður verið birtar myndir af veitinga- og samkvæmissölum gistihússins Borg, er teknir voru til notkunar í vor. Hinsvegar hefir blað- ið eigi birt áður myndir af þeim hluta gistihúss- ins, sem færri þekkja en veitingasalina, nefnilega af gistiherbergjunum. Veitingasalirnir og allur frá- ga.ngur á þeim hefir verið rómað, en eigi er síður ástæða til að dáðst að því, hve gistiherbergin eru fullkomin og smekklega úr garði gerð og hve hús- gögnin eru falleg og vönduð. Herbergin eru flest fyrir einn eða tvo. Fylgja sjerstök baðherbergi sumum þeirra, þannig að innangengt er úr gistiher- berginu í baðklefann en aulc þess eru almenn bað- herbergi á hverjum gangi í gistihúsinu, til afnota handa þeim, sem eigi hafa sjerstakt baðherbergi. Herbergin eru nokkuð mismunandi að stærð, eftir því hvar þau eru í húsinu;eru herbergin frá götunni yfirleitt minni svo og herbergin á efstu hæð húss- ins, en fyrir framan þau eru svalir og af þeim hið fegursta útsýni yfir bæinn. Hvergi er þó útsýni jafn gott og af turnþakinu, enda er það í um 30 metra hæð yfir götu — Það mun mega fullyrða, að enginn bær á stærð við Reykjavík eigi jafn full- lcomið gisliliús og Hotel Borg er, nema ef til vill baðstaðir úti í löndum, sem aðeins eru til vegna ferðamanna og hafa allar sínar tekjur af þeim. En ferðamanna og hafa allar sínar tekjur f þeim. En þrátt fyrir þetta er verði á gistiherbergjum hótels- ins svo í hóf stilt að það nemur í íslenskum krón- um eigi meiru en verði á meðal gistihúsum norð- urlanda í mynt þeirra landa, sem þó er um fimt- ungi verðhærri. Heitt og kalt vatn er á hverju ein- asta herbergi, Ijósmerki i stað hringinga, svo að óþægindi eru engin af bjölluklið. Iiúsgögnin öll úr vönduðum viði og bæði þægileg og smekkleg og rúmfatnaður mjög vandaður. Tvöfaldar hurðir eru á öllum herbergjum og klæðaskápar bygðir inn i veggina, korkfóður allstaðar á veggjum, svo að ekki verður vart við hljóð frá nábúunum eða utan af göngunum. — Það var fyrsta verk gistihússins að hýsa hina göfugu gesti er landið bauð heim á Alþingishátíðina. Ljetu þeir í Ijós furðu sína á því, að svo fullkomið gistihús skyldi vera til hjer á landi og hafa ýmsir þeirra minst með þakklæti á gistihúsið í skrifum sínum um ferðina, þ. á m. enski fulltrúinn, þingmaðurinn R. J. Davies, sem segir að Borg hafi veitt öll þau þægindi, sem hægt sje að krefjast af gistihúsi og að fara verði í mildu stærri bæi erlendis en Reykjavík er, til þess að hafa þar upp á eins góðum gisti- húsum. Furðar hann sig á áræði eigandans, að þora að ráðast i að byggja eins stórt og full- komið gistihús og hjer er um að ræða. Á myndunum er hjer fylgja sjest efst mót- tökusalur gesia, en þaðan ganga stigar og lyft- ur upp á gangana til herbergjanna. Næst sjest eins manns herbergi með baði og neðsta mynd- in sýnir tveggja manna stofu. Alls eru í gistihúsinu 16 eins manns herbergi og 25 tveggja manna, svo að 66 gestir geta verið þar samtímis án þess að þrengt sje að. 1 kjallara aðalhúsins er vistageymsla og m. a. fullkomið íshús, miðstöð hússins og loftræst- ingarumbúnaður en í bakhúsi þvottahús, eld- hús og framreiðsluklefar, norðan við sam- kvæmissalina. — Alls er starfsfólk gistihússins og veilingasalanna 72, að meðtöldum hljóm- leikurunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.