Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 7
F A I, K I N N 7 M o n g i I e t. Smásaga eftir Guy de Maupassant. Á skrifstofunni töldu menn Mongi- let vera einstakan sauð. Hann var gamall og meinlaus skrifari, sem hafði aðeins einu sinni á æfinni komið út fyrir París. Þetta var i lok júlí og á sunnudög- um vorum við hinir vanir að fara út fyrir borgina til þess að flatmaga okkur á einhverri grasflötinni eða lauga okkur. Annaðhvort til Asmi- éres, Argenteuil, Cliatou, Bougival, Maisons eða Poissy — hver staður hafði sína áhangendur og það var si- feld deila um það liver væri bestur þessara staða, sem allir skrifstofu- menn í Paris elska. — Þið eruð bjólfar, allir saman, sagði Mongilet gamli, — fara út í sveit, ekki nema það þól — Hreifið þjer yður þá aldrei neitt, Mongilet? spurðum við. — Jú, vitanlega. En jeg fer með almenningsvagninum. Þegar jeg hefi snætt góðan morgunverð í veitinga- kjallaranum mínum legg jeg upp með uppdrátt af borginni og ökuáætlanir upp á vasann. Svo klifra jeg upp á þakið á almenningsvagninum, spenni upp sólhlífina og þýt á stað. Ójú, jeg sje sitt af liverju á þess konar ferða- lagi, meira en þið, piltarl Jeg fer altaf nýja og nýja leið. Þetta er al- veg eins og jeg væri á siglingu kring- um hnöttinn, svo mismunandi er fólkið í borginni. Jeg þekki París bet- ur en nokkur annar. Og það er ekki óskemtilegt að gægjast inn um glugg- ana og sjá hvað gerist bak við glugga- tjöldin um leið og vagninn fer hjá. Það er liægt að geta sjer til um heim- ilisbraginn þegar maður sjer reiðan húsbónda vera að jagast. Og maður getur hlegið sig máttlausan af af sjá rakarann, sem býtur frá gestinum sem hann hefir nuddað sápunni á, til þess að góna út á götuna. Maður deplar augunum að gamni sínu inn um gluggann lijá saumastúlkunum, — ekki má maður vera að staðnæmast. Nei, það er margt skrítið á svona ferðalagi. Ferð i ahnenningsvagni er gaman- leikur, góður gamanleikur — leikur úr daglega lífinu. Það veit sá sem alt veit, að jeg vil ekki hafa skifti á þess- um ferðum og sveitaferðunum ykkar. Ónei! — Jæja, Mongilet, en reynið nú samt að koma með okkur einu sinni. Ónei, karl minn. Jeg hefi einu sinni á æfinni farið í svoleiðis ferð, það eru 20 ár siðan og heldur skal jeg drepast en gera það aftur. — Segið okkur frá því, Mongilet! — Með ánægju. Hlustið þið nú á. Þið þektuð víst hann Boivin, sem einu sinni var bókhaldari, — við kölluðum hann Boileau? — Já, já! — Við vorum á sömu skrifstofunni. Hann átti hús úti i Colombes, garm- urinn, og var altaf að bjóða mjer heim til sín á sunnudögum. — Komdu, Maculotte (hann kallaði mig Maculotte í gamni), þá skulum við fá skemtilegan dag, sem jeg er lifandi maður. Jeg var sá bjálfi að láta telja mig á þetta og einn morguninn fór jeg með lestinni kl. 8. Jeg steig af í eins konar sveitaþorpi, þar sem ekkert skrítið var að sjá var að sjá og loks rakst jeg á mjóan stíg með steingirð- ingu á báðar hendur; neðst í þess- um rangala staðnæmdist jég við trje- grind og var jórnklukka við hliðið. Jeg liringdi en lengi varð jeg að bíða. Loks var opnað. Og hver stóð i hliðinu? Jeg áttaði mig ekki strax á því. Var það kvenmaður eða var það api? Ljótt og skítugt var það, hvað sem öðru leið, vafið i gamlar tætlur, — geigvænlegt. Það var með hæsnamoð í hárinu og líkast því að það væri til með að gleypa mig hráan. — Að hverju leitið þjer? spurði hún. — Að herra Boivin., — Hvað viljið þjer herra Boivin? Svei mjer ef mjer leið vel þarna. Pilsvargurinn stóð þarna og einblíndi á mig rannsóknaraugum. — Jeg .... hann .... á von á mjer, stamaði jeg. — Það eruð kannske þjer, sem hann hefir hoðið í morgunverð? Þá svaraði jeg skjálfandi: Já. Hún sneri sjer við og kallaði hrana- lega upp í gluggann: — Boivin, hjerna er hann kominn þessi pjakkur þinn! Þetta var þá kona kunningja míns. Að vörmu spori kom Boivin fram í dyrnar á hrörlegum smáskúr með kölkuðum veggjum og sinkþaki. Hann var í hvitum skítugum Ijerefts- buxum og með skítugan panamahatt. Hann tók innilega í hendina á mjer og gekk á undan mjer um það sem hann kallaði garðinn sinn, svolítinn ferhyrndan reit sem við komum á eftir að við höfðum farið eftir mjó- um rangala. Var há steingirðing um- hverfis „garðinn" á alla vegu og hann var á stærð við mátulega stóran vasa- klút. Alt i kring voru liús, svo há að sólin gat með naumindum komist nið- ur í garðinn rjett um hádegið. Og niðri í þessum gíg voru nokkur stjúpmóðurblóm, nellikur, lavendlar og fáeinar rósir, sem börðust við að fá loft. Og heitt var þarna eins og í bakstursofni, svo var heitum stein- görðunum og húsunum í kring fyrir að þakka. — Trje á jeg engin, sagði Boivin, en steingarðarnir koma í staðinn, þeir skýla betur en nokkur skógur. Og svo tók hann í jakkalafið mitt og hvíslaði: — Viltu gera mjer greiða? Þú hefir sjeð hana. Hún getur verið skæð, lasm. Þegar jeg sagði henni að jeg hefði boðið þjer heim þá ljet hún mig hafa hrein föt, en komi nokkur blettur á þau, þá er úti um mig. Þessvegna reiði jeg mig á að þú vökvir blómin fyrir mig. Jeg sagði já. Fór úr jakkanum, bretti upp skyrtuermunum og rjeðist á einskonar dælu, sem hvein og sog- aði eins og tæringarveikur aumingi og þó kom ekki nema örmjó vatns- buna úr henni. Jeg var tíu mínútur að fylla garðkönnuna og svitnaði eins og þófari. Boivin elti mig um garðinn. — Svolítið hjerna, svolitið þarna, þökk fyrir, já svona. Kannske ofurlitið hjerna. Garðkannan lak svo að jeg varð votari en blómin. Buxnaskálmarnar mínar urðu rennandi blautar og for- ugar. Og jeg byrjaði á nýjan leik minst tuttugu sinnum og varð renn- blautur við hverja atrennu, minst tuttugu sinnum stóð jeg kófsveittur við dæluna og bljes í takt við hana. Og í hvert skifti, sem jeg var að gef- ast upp herti Boivin á mjer. — Bara eina garðkönnu enn, þá allra síðustú! í þakklætisskyni fyrir hjálpina rjetti hann að mjer rós, stóra rós. En hún var ekki fyr komin í hnappa- gatið en blöðin duttu öll af henni og eftir sat grænn hnappur, harður eins og steinn. Jeg varð hissa en sagði ekki orð. Nú lieyrðum við frú Boivin hrópa í fjarlægð: — Nú verðið þið að koma undir eins. Hvað á jeg að bíða lengi eftir ykkur? Og svo fórum við inn í „húsið“. — Væri skuggi í garðinum þá var þó alla jafna húsið í sólbakstrinum. Hitinn i gufubaði kemst ekki í hálf- kvisti við hitann i borðstofunni hans kunningja mins. Þar stóðu þrír smá- diskar og þrír óhreinir tingaflar á gulmáluðu furuborði. Á miðju borð- inu stóð leirfat með soðnu kjöti og kartöflum. Við byrjuðum. Je" rak augun í flösku, fulla af rauðlituðu vatni. — Heyrðu gæskan mín! kallaði Boi- vin, ætlarðu ekki að gefa okkur al- mennilegt vín í dag? Við svona ein- stakt tækifæri? En hún gaut til hans nístandi aug- um: — Vín handa ykkur? Máske til þess að þið getið drukkið ykkur blindfulla báðir tveir og sitið hjer rausandi yfir mjer í allan dag! Ó- nei, jeg held nú siður. Hann þagði. Eftir kjötgumsið kom hún inn með annað kartöflufat en nú fylgdu nokkrir bitar af fleski með. Við tókum að jeta án þess að segja eitt einasta orð og þegar við vorum búnir sagði hún: — Ja, nú er ekki meira að bjóða. Nú skuluð þið reyna að hypja ykk- ur á stað. Boivin starði forviða á hana: — En dúfan, dúfan, sem þú varst að reita i morgun? En þá sletti hún lúkunum á mjaðmirnar: Nú, eruð þið ekki saddir, ha? Heldur þú Boivin, að maður láti jeta sig út húsganginn þó einliver sláni komi hjer. Má jeg spyrja: hvað á jeg þá að borða i kvöld ef jeg læt ykkur slafra í ykk- ur dúfunni? Við stóðum upp. — Bíddu andartak, hvíslaði Boi- vin að mjer. Svo hvarf hann fram í eldhúsið til konunnar en jeg heyrði á eftirfarandi samtal: — Þú getur víst ekki gefið mjer 20 aura, elskan mín? — Hvað ætlar þú að gera við 20 aura? — Þáð er ekki gott að vita hvað komið getur fyrir. Það er altaf gott að hafa peninga á sjer. Þá grenjaði hún af ásettu ráði svo liátt að það heyrðist um alt: — Nei, fyr má nú rota en dauðrota. Úr því að þessi drjóli hefir jetið hjá þjer, þá er hann fjandann ekkert ofgóður til þess að borga fyrir þig eftir á! Boivin kom inn aftur. Jeg vildi gjarnan sýna kurteisi og beygði mig því djúpt fyrir húsfreyjunni og stam- aði: — Hjartans þakkir. . frú. . fyr- ir ástúðlegar viðtökur.... — Ojæja, jæja, svaraði hún, en ef þjer komið með hann fullan heim aftur þá er mjer að mæta. Við fórum. Leiðin lá yfir flöt, sem var gróð- urlaus eins og hefluð fjöl. Jeg ætl- aði að slíta upp blóm á vegarbrún- inni en skrækti upp af sársauka. Mig logsveið í hendiúa. Blómið er vist kallað brenninetla. Og alstaðar var þessi ilmandi forarlykt, svo að mjer lá við uppköstum. — Bíddu hægur, sagði Boivin, við erum rjett komnir niður að ánni. Og innan stundar vorum við á ár- bakkanum. Þar var þefurinn af ýldu og rotnu valni svo óþolandi og sól- in sveið og brendi, svo að mig kendi til langt inn í heila. Jeg sagði við Boivin að við yrðum að reyna að komast einliversstaðar undir þak og hann fór með mig inn i skemmu eina eða einskonar krá fyrir ferju- menn. Þar var troðfult inni. — Það er ekki sjerlega vistlegt hjer inn'i, en maturinn er ekki sem verstur, sagði Boivin. Jeg var orðinn soltinn og bað um eggjaköku. En glópurinn hann Boi- vin var orðin ruglaður i hausnum undir eins og hann hafði druklcið tvö glös. Mjer skildist fljótt hvers- vegna konan hans var aðsjál við hann. Þarna sat hann og talaði tóma vit- leysu um stund, en þá stóð hann upp og ætlaði að fara að sýna afl- raunir; síðan gerðist hann sáttasemj- ari milli tveggja manna sem voru eins fullir og hann og höfðu farið að fljúgast á. Við hefðum áreiðan- lega báðir verið barðir til óbóta, ef veitingamaðurinn hefði ekki geng- ið á milli. Jeg dró hann loks út blindfullan, og setti hann bak við runn. Sjálfur lagðist jeg dauðþreyttur við liliðina á honum. Jeg hlýt að hafa sofnað. Og lengi hef jeg sofið, þvi það var dimin nótt liegar jeg vaknaði. Boi- vin hraut. Jeg hristi hann. Hann reis upp við dogg, en fullur var hann enn, þó að ekki væri hann eins og þegar hann sofnaði. Svo dröttuðumst við af stað upp yfir flötina í kolsvarta myrkri. Boi- vin sagðist rata og hann ljet mig krækja ýmist til hægri eða vinstri. Við sáum livorki himin nje jörð og viltumst út í einskonar skóg, sem náði okkur i nef en ekki lengra. Hvergi var Ijós að sjá, hvert sem litið var. Þarna flæktumst við í eina tvo tíma, baðandi út öngunum og máttlausir í hnjánum en miðaði ekki áfram þvi að við gengum í hring og komum jafnan aftur þangað, sem við höfðum farið frá. Eftir nokkra hríð datt Boivin kylli- flatur og reif sig í framan á staur. Hann sat kyr þar sem hann var kom- inn og fór að öskra og grenja svo að kvað við í fjarlægð. Hjálp, hjálp! hrópaði jeg og kveikti á eldspítu, bæði til þess að leiðbeina þeim, sem til hjálpar kæmu og til þess að hug- hreysta sjálfan mig. Loks heyrði bóndi einn til okkar og kom hlaupandi. Jeg fylgdi Boivin heim. En í sömu svifum og jeg hafði komið honum fyrir i dyrunum var þeirn hrundið upp og þar stóð konan hans með ljós i hendi. Mjer fanst ískalt vatn renna niður eftir bakinu á mjer. Hún mun liafa beðið eftir manni sínum frá þvi að fór að dimma. Og þegar hún sá hann grenjaði hún upþ og rjeðist á mig eins og mannýgt naut. — Já, vissi jeg ekki! öskraði hún úrþvættið yðar að koma heim með hann blindfulian. — — — En þið megið trúa, að jeg lók til fótanna og þaut beint á járnbrautarstöðina og hentist inn í náðhúsið í vagninum og læsti, þvi að mjer datt ekki annað í hug en að hún elti mig, og það var hálf- tími þangað til lestin átti að fara. Jæja, nú vitið þið piltar, hvers- vegna jeg hefi aldrei gift mig — og hversvegna jeg fer aldrei út úr París. SKELJAR eftir Sigubjörn Sveinsson. Þegar Bernskan kom út fyrir um 20 árum, vakti hún strax almenna at- hygli og náði vinsældum um land alt. Það var eittlivað barnslega saklaust og laðandi við frásögnina, sem olli því að börnunum þótti sjerstaklega vænt um þessa bók, höfðu meiri mætur á henni en öðruin bókum. Það var til þess tekið, hversu snildarlega liöfundinum tókst að setja sig i spor barnanna og lýsa hlutunum frá þeirra sjónarmiði. Sú gáfa er fáum ljeð, eins og sjest ljósast af þvi, live margar barnabækur eru lítt við barnahæfi og illa fallnar til þes að sinna því hlutverki, sem þeim er ætlað. Þessi nýja bók Sigurbjarnar, Skelj- ar er með öllum þeim sömu ein- kennum og kostum sem hinar fyrri bækur hans, og líkleg til þess að ná svipuðum vinsældum. í henni eru bæði sögur og Jjóð. Virðist hún eink- ar hentug til lestrar börnum sem lok- ið hafa við stafrófskverið. Bætir hún því úr brýnum skorti, því að allra helst hefir verið skortur á bókum við hæfi barna á þvi reki. Bókin er prýdd myndum eftir Tryggva Magn- ússon málara, letrið stórt og skýrt og allur frágangur hinn snyrtilegasti. Þó er hún ódýr, kostar aðeins kr. 1.50.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.