Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 13

Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 13
F A T. K T N N 13 Harðviðarhurðir (origonpine) með birkiviðarspjöldum frá „Donarturen Werk“ er nýjasta, fallegasta og besta liurðagerðin. „Donarturen“-hurðir gisna ekki, og fleiri kostir fram yfir aðrar hurðir, eru auðsæir, livort heldur á að mála þær, bæsa eða „lakkera“. — Karmar, listar og góðar skrár, ásamt öllu tillieyrandi, fæst með liurðun- um eftir óskum. DONAR-TUREN-WERK G. m. B. H. Aðalumboðsmaður Jón Loftsson, Austurstræti 14. Sími 1291. ■ IIIIVIIIIimimiliailMBimilllllKBHIIIIIllllllllHIHIIHMBIMHMH SELVA er þ t ottadnftið sem allsíaðar ryflur sjer til ráms. Kangmenn og Kaupfélög pantiJ þaS hjá umhoJsmönnum verksmiljnnnar Carl Sæmnndsson & Co. Pósthússtræ i 13 — Stmi 379 ■iiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiimiii ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. yfir hina dimmu tinda Orthobenes-fjallsins. Loksins var hann orðinn einn! Nóttin hvíldi yfir full af ljúfri þrá, og gaukurinn var þegar farinn að syngja sorgarsöngva sína í hinum einmana dal. Ó, álíka hryggt var hjarta Anania, hann heyrði það stynja og kvarta í óendanlegri einveru. Hversvegna liafði hann logið? Og hvers- vegna hafði þessi kjánalegi smali þagað þegar hann sagði honum liið mikla leyndar- mál? Skyldi hann þá ekki livað það var að elska, hvað takmarkalaus og vonlaus ást var? En hversvegna hafði liann sjálfur gert svo lítið úr sjer að fara að ljúga? En sú skömm! Honum fanst hann hafa baktalað Margher- itu, svo vesall og litilfjörlegur fanst honum liann vera sjálfur, og hann fann að sama löngunin til að gera sig til og skrökva, sem kveld eitt fyrir löngu siðan, hafði komið honum til að segja Zuanne að hann hefði rekist á ræningja í fjallinu, hafði nú aftur rekið hann út í það að fara að tala um hina vonlausu ást sína. Hann grúfði heitar kinnarnar í köldum höndunum, leit á hið hrygga andlit mánans og skalf. Honum kom í lnig kalt og tungs- sldnsbjart vetrarkveld, skömmin og með- vitundin um það að hafa stolið hundrað lír- um, andlit Marglieritu, sem lýsti í myrkr- inu eins og tunglið um nótt. Ef til vill átti ást hans rót sina að rekja til þess kvelds, en fyrst nú að mörgum árum hðnum braust hún fram eins og uppspretta, sem skyndi- lega sprengir yfirborð jarðarinnar. Þessar samlíkingar — við ljósið í myrkr- inu og uppsprettuna, sem hrýst fram — komu ösjálfrált í hug honum, og hann gladd- ist yfir liinu skáldlega hugmyndaflugi sinu, en gat ekki hrundið frá sjer skömminni og samviskubitinu, sem kvaldi hann. „Ó, hvað jeg er huglaus“ hugsaði hann með sjer, „jeg er svo huglaus að jeg fer að ljúga. Jeg get stundað nám og orðið málafærslumaður, en í andlegum skilningi verð jeg altaf sonur fallinnar konu..“ Hann stóð lengi við gluggann, sorgþrung- inn söngur nálgaðist og færðist aftur fjær, langt langt burtu, og hann vakti aftur i sálu unglingsins minningarnar um hina viltu átt- haga, um eldrauð sólsetur, og aðrar mynd- ir frá bernskudögunum. Draumar, reikandi og fölir eins og tungl- skinið, stigu upp í sálu hans. Hann hugsaði sjer að hann aftur væri kominn til Fonni, liann hefði aldrei gengið í skóla, hann hefði aldrei lært að skammast sín fyrir afstöðu sina í þjóðfjelaginu, liann vann, hann smal- aði, hann var barnalegur eins og Zuanne. Og alt í einu fanst honum hann standa við veginn um sumarkveld og sjá Margheritu ganga fram hjá — liún var líka fátæk og rekin í útlegð í þessari háfjalla fátækt — hún var klædd aðskornum vaðmálskjól og bar krukku á liöfði sjer á sama hátt og kon- ur Austurlanda. Hann kallaði á hana með nafni, hún sneri sjer við og leit til hans með aftanskinið á kinnum sjer og brosti lokkandi til hans. — Hvert ferð þú fagra stúlka? spurði hann. — Jeg geng út að brunninum. — Má jeg fara með þjer? — Komdu bara, Anania. Hann geklc með henni. Þau gengu saman niður að brunninum, eftir veginum, sem lá hált uppi yfir hinum hreiða dal, á bolni hans var nóttin farin að breiða sig yfir, meðan purpurarauður liimininn fölnaði og skuggarnir f jellu eins og blæja yfir alla hluti. Margherita setti krukkuna undir silfurlit- aða hunu hinnar freyðandi uppsprettu, og niðurinn í vatninu skifti um liljcm, vár ekki lengur einmanalegur, en glaður eins og það að falla niður i krúsina væri tilhreyting á hinum eilífa einræningshætti. Pilturinn og stúlkan settust á stein við uppsprettuna og töluðu um ástir. Krúsin varð full, vatnið rann út af og þagði nokkur augnablik, eins- og það væri að hlusta á elskendurna tvo. og sjá nú fölnaði himininn, og blæja skugg- anna breiddi sig einnig yfir fjallstindana, einmitt þegar Anania óskaði þess svo inni- lega. Hann vafði hana örmum. Margherita hvíldi liöfuð sitt við öxl honum, liann kysti liana...... Um þetta bil, þcgar Anania var varla méira en seytján ára, átti hann enga vini, og með skólabræðrum sínum álti hann litla samleið, því hann var tortrygginn og upp- stökkur. Hann var altaf að húast við að ein- hver mundi nú núa lionum um nasir móð- erni hans, og dag nokkurn þegar hann af tilviljun lieyrði á tal tveggja nemendanna: „Myndir þú gera það?“ „Ef jeg væriThans sporum myndi jeg ekki vilja vera hjá föð- urnum — hjelt liann að verið væri að tala um sig. Hann hætti að lieilsa hinum ríku fjelögum sínum, sem höfðu farið með þessi orð, en inst i hjarta sjer var hann á sama máli og þeir. „Já“, hugsaði liann, „hversvegna held jeg áfram að vera hjá þessum lítilf jörlega manni, sem hefir vjelað móður mina og leitt hana inn á veg hins illa? Jeg hvorki elska hann cða hata, en jeg fyrirlít hann heldur ekki eins mikið og jeg ætti að gera. Hann er ekki vondur og ekki eins frámunalega lítil- mótlegur og nágrannar okkar annars eru, vegna hinna harnslegu drauma sinna um fjársjóði og undursamlega hluti, vegna virð- ingar sinnar og nærgætni, sem liann sýnir gömlu konunni sinni, vegna hinnar óbifan- legu trygðar, sem hann her til fjölskyldu padrónsins liefi jeg samúð með honum oft og tíðum, og jeg er leiður yfir því, vegna þess að jeg vildi og ætti að fyrirlita liann. Hvers virði er liann mjer? Hefi jeg beðið um að fæðast? Jeg ætti að fara frá honum, nú þegar jeg er orðinn svo viti borinn._" En mikil velvild og trúnaður batt liann við zia Tatana. Henni liepnaðist ekki að gera hann að því, scm hún hafði vonast eftir, fróm um og hlýðnum dreng, en þó að hann væri eins og liann var, guðlaus, liatursmaður presta og konungsvalds, sjervitur og ráðrík- ur, þótti hcnni samt vænt um hann, því hún var viss um það að þrátt fyrir galla þá sem á lionum voru myndi hann verða mikill mað- ur. Hann hló.og gerði gaman að henni, fjekk liana lil að dansa og sagði henni alt sem skeði i hænum. Á hverjum morgni færði hún hon- um kaffi í rúmið og sagði honum hvernig veðrið var, á hverjum sunnudegi lofaði hún að gefa honum peninga ef hann færi til kirkju. — Nei, jeg er syfjaður var hann vanur að segja, jeg las svo lengi í gærkveldi. — Þá fcrðu seinna. Hann lofaði engu, en zia Tatana gaf lionum að minsta kosti pen- ingana. Allaf gcrðist upp aftur og aftur það sama í kringum hann; runnarnir scndu út ilm sinn og blöðin fuku inn í lierhergi hans, vindur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.