Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 11.10.1930, Blaðsíða 14
 14 fAlkinn mm Blýantar, ÓSinn og Rollo, skrúfaðir, frá 0.75. Teiknigerðir 1.50—60.00. Teiknibretti. Teikniblek. Höfuðliníalar, horn, celluloid og tré. Hringlar. Gráðubogar. Teiknipappír og blokkir. Rissfjaðrir. Pennar, Pennasköft, Pennastokkar og Veski. Skrifbækur með allsk. strik- un og óstrikaðar. Reikniliefti 0.15, 0.25. Forskriftabækur M. Hansens og H. Hjörvars. CONKLINS lindarpennar og blýantar, All American 8.00, sjerstakl. lientugir fyrir skólafólk. im Skólatöskur, hand- og bak. Skjalatöskur úr leðri 8.50. Bakpokar 3.00. V. B. K. Verslunarskóla bækur cg á- höld, t. d. Reglustikur með máli. Rissfjaðrir. Rautt blek. ' 4 kom innan dalinn með andtak hins vilta sardinska vors, biflugurnar suðuðu i mollu- legu loftinu, og altaf heyrðust annað slagið kveinin í Rebecku. Anania kom í kynnisför í öll húsin í ná- grenninu, einkum tafði liann á sunnudögum hjá liinum og þessum og varpaði ljóma um sig í liinum vesælu hreysum með bláu fallegu fötunum sínum, rauða hálsklútnum og háa kraganum, en undir honum bar hann keðj- una frá Oh og verndargripinn. Daginn eftir tunglskinsdrauminn fór An- ania með Zuanne út í bæ strax og hann kom frá yfirheyrslunum, með þeim ásetningi að bjóða honum upp á glas af anisett. — Hver veit hvenær við hitumst aftur! sagði hirðirinn. Hvenær kemur þú að heim- sækja okkur? Komdu á píslarvottshátiðina! — Það get jeg ekki. Jeg hefi svo mikið að lesa; í vor á jeg að taka fullnaðarpróf. — Og hvert ferðu þá? Yfir á meginlandið? — Já, svaraði Anania ákafur. Jeg fer til Rómaborgar. — Það eru víst mörg klaustur í Róm og yfir hundrað kirkjur, ekki satt? — Ó, jú, jú, miklu fleiri en hundrað. — 1 gærkveldi sagði pabbi þinn, að þegar hann hefði verið hermaður .... — Þarft þú nú ekki að fara að fara í her- þjónustu? greip Anania fram í, hann hafði ekki tekið eftir svip Zuannes. — Það verður bróðir minn að gera. Jeg .. Hann þagnaði. Þeir gengu inn í drykkju- skálann. Við drykkjarborðið sat falleg hý- dökk stúhca. Hún var skítug og ógreidd og stór flugnahópur sveimaði um höfuð henni. — Góðan daginn Agata, hvernig hefurðu sofið í nótt? Hún steig á fætur og snjeri sjer að Anania kunnugleg í bragði. — Hvað þóknast þjer, herra monthrókur? — Hvað vilt þú? sagði Anania við Zuanne. — Sama og þú, sagði smalinn vandræða- lega. Stúlkan hermdi eftir Zuanne rödd hans og látbragði. — „sama og þú“ .. Og hvað vilt þú þá lambið mitt? Hún horfði ófeimin á Anania, og hann horfði á hana aftur. Þegar alt kom til alls var hann ekki neitt heilagur; en hann tók eftir því að Zuanne roðnaði og leit niður, og þegar þeir gengu út spurði liann hálf hikandi: — Er hún líka kærastan þín? — Því þá það? spurði Anania hálf byrstur og hálft í gamni. Af því að liún leit á mig? Segðu mjer eiginlega til hvers hefir maður augu? Þú ætlar þjer ef til vill að verða munkur? — Já, svaraði hinn blátt áfram. — Jæja, góði vertu það þá, sagði Anania hlægjandi. Nú skulum við fara og skoða kirkjugarðinn, þá komumst við í gott skap. — Þangað liggur leið okkar allra, mælti Zuanne alvarlega. Á heimleiðinni mættu þeir skólabróður Anania, hávöxnum unglingi, sem farinn var að fá skegg af því að nudda andlitið og raka sig. — Atonzu, jeg er einmitt á leiðinni til þín. Skólastjórinn er að spyrja eftir þjer, sagði fjelaginn og tók fast í Anania. — Jeg? Egypsk kona ef til vill? Það gjöri jeg ekki, sagði Anania með miklum yfirlæt- issvip. — Hvernig eigum við þá að fara að? Þú ert sá eini, sem passar í þetta hlutverk. Er það ekki satt að hann lítur alveg út eins og stúlka? Líttu á hann, kallaði langi strákur- inn til Zuanne. — Þú ert fallegur, sagði smalinn hálf- stamandi. Anania hneigði sig og tók ofan hattinn. — Þakka þjer fyrir, í sama máta! — O, jæja þú skalt nú ekki gera þig svo mikið til af því, hvað fallegur þú ert, sagði langi strákurinn. Komdu nú með mjer til skólastjórans. — Seinna, en kvenhlutverk leik jeg ekki, það segi jeg þjer satt! — Hversvegna átlú að leika stúlku? spurði Zuanne undrandi. — Það er í gamanleik, skilurðu, sem á að leika í góðgerðarskyni — til að hjálpa fátæk- um námsmönnum. — Jeg er fátækur, þið ættuð að leika til ágóða fyrir mig finst mjer, sagði Anania. — Þú fátækur! Heyra til þín! Farðu til fj... þú ert ríkastur okkar allra! — Hvað meinarðu með því? spurði Anania ógnandi, liann hafði grun um að félagi lians ætti við námsstyrk signor Carboni. — Þú ert fallegur, þú ert dúx, þú verður rannsóknardómari og allar stúlkur keppast um þig eins og þú værir konfektinoli. Þessi setning, sem Nanna altaf var að tönglast á, kom Anania til að hlægja og hann varð rólegri, en hann sat við sinn keip og tók ekld þátt í leiksýningunni. Og hann iðr- aði þess ekki, því sem áhorfandi gat hann setið á öðrum bekk beint fyrir aftan guð- föður sinn, sem nú var orðinn sindaco (borgarstjóri) í Nuoro. Við hlið föður síns sat Margherita, rauðklædd með hvitan liatt, og þar skein af lienni eins og eldi. Riddaraliðsforinginn, elsti maður ráðsins og skólastjórinn við latínuskólann sátu á fremsta bekk ásamt borgarstjóranum og dóttur hans. Margherita virtist þó ekki vera ánægð með þenna fjelagsskap, sem hún var í, þvi hún var altaf að líta við og lita með yfirlætissvip til skólapiltanna. Leikurinn var frá krossferðartímunum og gerðist í hrörlegri höll með mörgum siná- turnum. I sölunum sáust aðeins eitt lítið kringlótt borð og nokkrir stólar. Hin trúa Emmenegilda, lítill skólapiltur, sem búið var að lita í framan með rauðuni silkipappir, var kominn í hvítan morgunkjól af signora Carboni. Hann sat í miðjum sal með krosslagða fætur og saumaði út mittis- band handa Goffredo, riddara í fjarlægu landi, sem var sem var álíka trygðartröll og hún. — Nú stingur hún sig í fingurinn, hvíslaði Anania og laut fram svo Margherita skyldi heyra það. Hún laut einnig fram og bar vasaklútinn að munni sjer til að bæla niður í sjer ýskrið. Riddaraliðsforinginn, sem sat við hlið henni, snjeri höfðinu hægt við og gaf skóla- piltinum illgirnislegt hornauga. En Anania fann til svo mikillar gleði, liann hafði svo mikla löngun til að hlægja og segja Marghe- ritu frá allri þeirri ánægju, sem nærvera hennar veitti honum. I öðrum þætti vildi Manfredo greifi, faðir Ermengildu þvínga dótlur sína til að gleyma Goffredo og ganga að eiga Castelfiorito barón „Faðir minn“, mælti jómfrúin og stóð á fætur svo gleitt að htt var siðlegt fyrir slíka

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.