Fálkinn - 25.10.1930, Page 7
F A I. K T X X
7
“Manstu bátinn . . . ?«
Saga eftir Elisabeth Spender.
Morris, einn af tjjónunum hjá Nil-
gerris vnr óvenju’ega utan við sig i
dag, og fleiri en einn af gestunum —
en þeir voru flestir útlendingar —
þóttust hafa ástœðu til að kvarta yfir
honum. Hann gleymdi hinu og þessu,
stundum var það skeið, stundum
brauðið og augu hans voru oftast þar,
sem þau ekki áttu að vera, nefnilega
við dyrnar. Sumir heimagestirnir
þóttust vita hverju hann væri að
góna eftir .... forrika Rúmenanum,
sem altaf sat við sama borðið og
sem Morris gekk ávalt um beina fyr-
ir Mr. Lakhovsky gaf rausnarlegt
þjórfje, en þar fyrir þurfti Morris
ekki að vanrækja hina gestina, fanst
þeim.
Loksins sást Rúmeninn i dyrunum,
en aldrei þessu vant var hann ekki
einn. Með honum var ung og lagleg
stúlka, augsjáanlega ensk og mátti sjá
á Lakhovsky að hann var upp með
sjer yfir föruneytinu. En jafnframt
var einkennilegt að sjá hver áhrif
þetta hafði á Morris, hann varð eins
og ræfill á svipinn og því likast, sem
hann væri í vafa um hvort hann ætti
að bíða við borðið eða flýja af
hólmi. Svo felmtraður varð hann
að hann var rjett búinn að velta um
blómaglasi með rósum i.
Lakhovsky kinkaði kolli til hans:
— Jæja, Morris. Þá er jeg kominn.
Sjáðu nú um að við fáum besta mið-
degisverðinn, sem Nilgerris hefir í
boði. Og þjer, ungfrú Frayne, hvað
má jeg svo bjóða yður? Hann sneri
sjer að ungfrúnni.
Það var eins og rafmagnsstraumur
færi um Morris. Hann hrökk við og
leit undan. En það var of seint. Hún
hafði sjeð hann og nú reis hún til
liálfs upp úr stólnum.
— Nei, en .... en Maurice. Ert það
ekki þú?
Spurningin var svo skýr, að ekki
varð komist hjá að svara.
— Jú, sagði hann i hálfum hljóðr
um, — það er Maurice, þvi miðurl
— Og þjónn hjer á Nilgerris?
— Já, þjónn .... Já, þvi miður.
— En .... hjelt hún áfram .... en
hætti svo og sneri sjer að Lakhovsky,
sem horfði með furðusvip á þetta.
— Mr.......mr. Maurice er gamall
kunningi minn, ættgöfugur maður, og
jcg skil ekki ....
Hún blóðroðnaði og sama gerði
þjónninn og varð hinn vandræðaleg-
asti. Hún sneri sjer aftur að honum.
— Maurice, hvislaði hún um ieið
og hann laut niður að borðinu til þess
að lagfœra eitthvað á borðinu, — get
jeg ckki orðið þjer að liði?
En hann svaraði með þvi að lita á
armbandsúrið sitt og hvarf síðan i
áttina til eldhússins.
— Aldrei hefi jeg vitað neitt jafn
skrítið, mælti liún við mötunaut sinn.
— Fyrir tveimur árum var hann rík-
ur liðsforingi, einkasonur föður síns,
og i dag ....
Mr. Lakhovsky svaraði stuttur i
spuna. — Svona gengur það stund-
um, sagði hann og leit alt í kringum
um sig, — þetta kemur stundum fyrir
á bestu heimilum.
Nú var Morris koininn aftur að
borðinu.
•— Vera, hvislaði hann meðan hann
var að reiða fram matinn, ■— viltu
gera mjer mikinn greiða, vegna gam-
allar vináttu okkar? Heima hjá mjer
er manneskja, sem bíður eftir mjer
i áríðandi erindi. Meira get jeg ekki
sagt, en þetta getur varðað l.f og
heiðnr einnar manneskju. Viltu
bregða þjer frá hálftima og skreppa
þangað ....
Nú var hann kominn til Lakhovsky
og gerði þögull skyldu sina.
Vera Frayne var alveg forviða.
Hvað átti þetta að þýða: Hún gnut
augunum til Maurice. Hann var föl-
ur og tekinn, gjörólíkur hinum fríða
Maurice Leahy.
Vikapiltur kom með boð um, að
einhver vildi tala við Lakhovsky í
simanum frammi. Og nú kom Morris
aftur til Veru. Hann lagði brjef á
borðið hjá henni og hún leit á áskrift-
ina: Ungfrú Brigdet Leahy, Portway
Mansions, Grunison ■ Street IV.
Hún horfði spyrjandi á Maurice:
— Þú vilt, Maurice .......?
— Að þú náir þjer í bil og farir
með brjefið á þennan stað. Þú gerir
mjer ómetanlegan greiða með þvi.-
Meira get jeg ekki sagt þjer nú. Það
gengur fljótt. Tuttugu minútur fram
og aftur. Lakhovsky bíður áreiðan-
lega á meðan.
Nú settist Lakhovsky aftur við
borðið: — Það var skritið, mælti
hann, — þegar jeg kom i símann
svaraði enginn. Sambandið víst slitið.
Nú, hann hringir þá aftur.
Aldrei hafði jafn fljót framleiðsla
sjest á Nilgerris eins og hjá Morris
i þetta sinn. Hinir gestirnir fundu á-
stæðu til að kvarta yfir, að þeir væru
hafðir útundan. Og þeir höfðu glápt
á Morris og tekið eftir, að liann leit
oftar á klukkuna, en góðu hófi gegndi.
Eins sáu þeir að honum ijetti er
stúlkan stóð upp og fór með brjefið
i liendinni.
— Má bera yður kaffi, herra?
— Nei, ckki strax, Morris. Við bið-
um eftir ungfrúnni. — Gefið þjer
mjer glas af portvíni á meðan.
Morris gerði þetta, en flýtti sjer nú
ekki eins mikið og áður.
Vera Frayne var hugsandi á leið-
inni í bilnum. Hugsanir hennar
dvöldu við tveggja ára gamlar minn-
ingar: um á og litinn bát. Hún sat
aftur i en Maurice undir árum. Dag-
inn eftir átti liann að fara i ferðalag,
fara á sama hátt og hann hafði komið
og hann hafði spurt hana hvort hún
mundi koma þarna næsta sumar aft-
ur. Hún liafði sagt að hún vonaði
það .... og hann hafði gripið hönd
hennar, en í sama bili hafði einhver
kallað og svo .... ja, sagan varð ekki
lengri. Hann hafði fprið og næsta
sumar var alt orðið breytt. Faðir
hennar liafði dáið um veturinn, fjöl-
skyldan hafði dreifst og sjálf hafði
hún fengið um nóg annað að hugsa
en um sumarleyfi og tennisleik.
Hún gat sjer til hvernig Maurice
hafði farnast. Kaupsýslufyrirtækin
voru völt eftir striðið og hann hafði
auðsjáanlega fengið að kenna á þvi
úr þvi að hann hafði orðið að taka
sjer þjónustustöðu. Nú mundi hann
eiga heima í fátæklegum húsakynn-
um, búa með systur sinni. Og nú var
hún á leið þangað. Hversvegna? Það
var gáta, sem bráðum yrði ráðin. Lík-
lega lá systir hans veik, og kannske
var það eitthvað ennþá verra. Hún
var hjálparþurfi.
Hvað gat hún hjálpað? Ekki neitt.
Að minsta kosli ekki mikið. En
Maurice .... Hún reyndi að hætta
að liugsa um hann en það tókst ekki.
Þvi ennþá var það hann, ungi mað-
urinn i bátnum, sem hún elskaði. Já
það var satt. Neistinn sem hafði verið
að því kominn að slokkna var aftur
orðinn að logn.
Bíllinn staðnæmdist snögolega fyr-
ir utan stórt og reisulegt hús. Hún
leit á númerið yfir dyrunum. Jú, það
var rjetta númerið. Hún steig út,
borgaði bilinn og gekk inn í marmara-
klætt fordyri, sem bnr með sjer nð
það væri veístætt fólk, scm þarna
bjó. En hann Maurice þá, jijónninn?
Hún gekk að dyravarðarherberg-
inu: — Býr ungfrú Leahy hjer?
— Já, á þriðju hæð. Gerið þjer svo
vel, þarná er lyftan.
Hún fór upp á þriðju hæð og stað-
næmdist við breiða eikarhurð. Á
dyraspjaldinu stóð: Maurice Leahy.
Það var ekki um að villast. Hún
liringdi og snyrtileg herbergisþerna
kom út.
— Er ungfrú Leahy heima?
— Já, gerið þjer svo vel. Þessa leið-
ina. Henni var vísað inn i skrautlega
stofu og á svipslundu kom ung stúlka
á aldur við hana inn.
— Jeg er Bridget Leahy. Hvað get
jeg ......
Vera Frayne settist, mjög vand-
ræðalega. — Ja, sannast að segja veit
það Ckki. Jeg heiti Vera Frayne
og bróðir yðar, sem jeg hitti áðan
á .... Nigerris, bað mig að færa yð-
ur þetta brjef. Hann Ijet á sjer skilja
að .......
Birdget hló glaðlega og sagði:
—Ó, eruð þjer Vera Frayne, sem
liann bróðir minn hefir svo oft talað
um? Ef lijer vissuð hvað hann hefir
reynt til að ná i heimilisfang yðar. Og
jeg líka. Við höfum spurt alla kunn-
ingja okkar. En þjer hafið verið týnd
.... eins og jörðin liefði gleypt yður.
Vera Frayne mintist nú Nilgerris
og Lakhovsky, sem sat þar og beið.
Hún skildi ekkert í neinu ennþá. Og
hversvegna var Maurice þjónn á veit-
ingaliúsi en systir lians lifði við alls-
nægtir. Hún skildi ekkert í þessu:
— .Teg er lirædd um, ungfrú Leahy,
mælti hún kuldalega, að jeg hafi gert
yður ónæði að óþörfu og að Maurice
sje að gera að gamni sinu. Nú ætla
jeg aðeins að aflienda yður brjefið og
fara svo.
Bridget tók í hönd hennar: — Ver-
ið þjer ekki gramar við hann, jeg
bið yður þess. Hann hefir áreiðan-
lega einhverja ástæðu. Við skUlum
sjá hvað í brjefinu stendur.
Hún braut upp brjefið og las það
og rjetti síðan Veru Frayne. Þar stóð
ekkert nema þetta: — Þú verður að
halda ungfrú Frayne þangað til jeg
kem. Og orðið verður var undirstrik-
að.
En Vera firtist við þetta. Hvernig
gat nokkur maður boðið sjer, að kom-
ast þannig að orði uin hana? Eins
og hún væri viljalaust verkfæri. Nei,
hún varð að flýta sjer aftur til Nil-
gerris. Og hvað skyldi Lakhovsky
liugsa, er hún var svona lengi i burtu?
Það gæti haft alvarlegar afleiðingar
fyrir liana.
Hún stóð upp og gekk fram að dyr-
unum. En Bridget varð fyrri til og
varnaði henni útgöngu.
— Nei, sagði hún hlæjandi en þó
ákveðin, — þjer megið ekki fara.
Maurice kcmur von bráðar. Og hafi
hann ekki fullgilda skýrngu á þessu
öllu þá er jeg ekki systir hans. Jeg
skil, að yður finnist þetta undarlegt,
alt saman, ekki sist, að liann skuli
vera orðinn þjónn hjá Nilgerris. Mig
rennir grun i hvernig á þvi muni
standa, en jeg vil ekkert segja. Við
skulum láta hann segja frá þvi sjálf-
an.
f sama bili var hurðinni lokið upp
og nú stóð Maurice í stofunni — enn-
þá í þjónustufötunum. Hann hló fyrst,
en er hann sá hvað Vera var alvarleg
þá þagnaði hann og andlitið varð
biðjandi. Hann tók stól og settist á
hann, hjá stúlkunum báðum.
— Vera, sagði hann. — Vera, getur
þú fyrirgefið mjer. Og þú Bridget, út-
vegaðu okkur eitthvað að drckka.
Eins fljótt og þú getur.
Hann hló og hún skildi hvað hann
átti við.
Þau voru ein i stofunni og hann
tók í hönd hennar. — Eina spurningu
enn, Vera, og svo skal skýringin
koma. Hversvegna varst þú með Lak-
hovsky i dag? Reiðstu mjer ekki, en
svaraðu mjer — svaraðu mjcr.
Hún dró að sjer höndina. — Hann
er húsbóndi minn, Maurice. Jeg er
liraðritari hans og vjelritari og i dag
bauð hann mjer að borða með sjer.
— Já, þennan miðdegisverð, sem
jeg truflaði. Hann ypti öxlum. —
Jæja, hvað sem því liður, hefir
Lakhovsky nú verið tekinn fastur. Já,
tekinn fastur. Við höfðum allar sann-
anir, hann var umkringdur og klukk-
an hálf átta kom lögreglan. Jeg hafði
haft gætur á honum í fjórar vikur
þangað til jeg náði honum i gildruna.
En eitt fyrst. Jeg er ekki þjónn, held-
ur er jeg í leynilögreglunni. Þú get-
ur nærri hvernig mjer varð við þeg-
ar jeg sá þig með honum hjá Nilger-
ris. Þig, sem jeg hefi leitað að í tvö ár.
Manstu bátinn .... Vera?
— Þú sendir mig þá burt, Maurice,
til þess að ....
— Til þess að ekki skyldi skuggi af
grun falla á þig.
— Og Lakhovsky, Maurice?
— Lakhovsky er ekki Rúmeni held-
ur er hann Rússi. Hann hefir kom-
ist yflr ýms skjöl, sem við lijeldum
að væri vel geymd. Við fundum þau
saumuð i vestið hans. Hann hafði
hugsað sjer að fara á morgun. — En
—Vera, nú skulum við ekki hugsa
meira um þetta. hjelt hann áfram.
Jcg var að spyrja þig áðan: Manstu
bátinn ....?
Hún kinkaði kolli.
— Þú manst að jeg ætlaði að fara
að spyrja þig að dálitlu. Það líða tVö
ár frá því jeg byrjaði setnnguna og
þangað til jeg enda hana. Má jeg
ljúka við setninguna ....
Tveimur mínútum siðar opnaði
hann dyrnar að næsta herbergi.
— Bridget! kallaði hann. — Ef þú
átt eitthvað freyðandi og gott til þess
að gefa okkur að drekka, þá verð-
urðu að koma með það. Jeg ætla að
kynna þig unnustunni minni.
Eftir árs leit er sagt að ítalska
skipinu „Artiglio" hafi tekist að
finna enska eimskipið „Egypt“ sem
sökk fyrir níu árum skamt frá Frakk-
landsströnd við Brest og hafði 8
miljónir dollara i gulli innanborðs.
Skipið er um 30 sjómílur undan
Pointe du Raz, ekki nerna kílómet-
cr frá þeim stað sem sænski skip-
stjórinn Hedback þóttist hafa fund-
ið það árið 1926. Skipið liggur á
miklu dýpi en á hörðum sandbotni.
Eru talin mikil vandkvæði á að kaf-
arar geti náð gullinu, en ítalirnir
gera sjer samt bestu vonir, enda eru
á þessu skipi þaulvanir kafarar, sem
oft hafa náð fjársjóðum úr sokknum
skipum, eftir að aðrir hafa gengið
frá.
VIÐSKIFTIN VIÐ
HERBERTSPRENT
BANKASTRÆTI 3
REYKJAVlK
iBP
PRENTSTO FA,
HEFTISTOFA - PAPPlRSSALA