Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1930, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.11.1930, Blaðsíða 6
F A I. R 1 N N að hafa fengið leyfi Lord May- ors og sömuleiðis ekki herlið und- ir vopnum. En þegar árið er hðið er öh dýrðin úti, þá verður þessi mikli maður óbreyttur borgari í London. Júðasogur Levy fer að finna Bloch að máli og segir við hann: „Þú veist að ég ætla að gipta dóttur mina á morgun og hef skúldbundið mig til að láta hana hafa hundrað þúsund krönur i heimanmund“?“ „Jú—jú, heyrt hef jeg að tarna“. „Já, en heyrðu, Bloch, jeg hef ekki nema 50 þús. Þú getur nú víst ekki lánað mjer þessar 50 þús. sem mig vantar?“ Bloch klórar sjer í höfði og„ seg- ir síðan. „Nei, því er nú verr, jeg get það ekki. — Það var einn af gjald- dögunum í gær og jeg varð að reita atlt í bankann til þess að geta staðið í skilum, og er því alveg sk. .blankur. En jeg skal gefa þjer gott ráð“. — „Nú, hvað er það?“ — „Þegar þú kemur til lögmannsins og heimtaður verður af þjer heimanmundurinn, þá skaltu draga upp þessi 50 þús., sem þú hefir, og raða þeim fyrir framan spegilinn. Þú skilur: 50 þús. kr. á borð inu og 50 þús. kr. i speglinum, það verða 100 þús. kr.“ — „Já, mjer var að detta þetta í hug, en til allrar hölvunar hefi jeg ekki nema þessar 50 þúsundir i speglinum". ----------------x---- Blum óg Weil eru bankastjórar, en halda báðir sömu vinkonuna, bara til þess að spara. Svo kemur það nú á daginn að þessi vinkona þeirra verð- ur vanfær. Þeir kunningjarnir halda nú margar og miklar ráðstefnur út úr faðerninu og meðlaginu og eiga erfitt með að komast að fastri nið- urstöðu. Loks koma þeir sjer saman um að biða þar til vinkona þeirra verði Ijettari, og kosta báðir, hvor að hálfu, uppeldi þessa sameignar barns sins. Eina nótt lemur Blum kunningja sinn upp úr fasta svefni, og segir honum þau tíðindi að nú sje Helena vinkona þeirra lögst á gólf, — Hann verði að koma strax, því ljósan segi að hún muni bráðum verða ljettari. Weil klæðist og þeir fara báðir heim að húsi Helenu vinkonu, en þegar þar kemur aftekur Blum með öllu að fara inn, segist ekki þola að heyra hljóðin. „ Far þú inn eínn, Weil, og jeg verð á gangi hjerna fyr- ir utan, en láttu mig svo vita þegar allt er yfirstaðið". — Það varð úr að Weil fer einn inn. Eftir nokkra stund kemur hann út aftur og segir: „Ja, hjerna Blum! Aldrei hef jeg nú vitað annað eins! Hún átti tvíbura — tvo drengi!“ „Nú það er einmitt ágætt, þá kost- ar hvor sinn“, segir Blum. „Ja-ah — segir þá Weil, og læst alt í einu verða svo sorgmæddur. — „Minn var nú einmitt að skilja við, rjett i þessu!“ ---x---- Sunnudagshugleiðing, frh. af bls. 5. sambandi við orkustöðina miklu, er vjer köllum Guð. Bænastund- in er tíminn sem fer til þess að fylla eða lilaða orkugeymir sál- arinnar andlega kraftinum, sem nauðsynlegur er til að starfa, til ljóss, hita og vinnu. Lítil bæn, lítil hugsun, lítill vilji, lítill kraftur, tómleiki, myrk ur, kuldi og getuleysi. Biðjið mik- ið. Bænin er starfræksla orkubn- ar mestu. Bæn er ekki miðalda prestatal. Bæn er stærsta við- fangsefni framtíðar-vísindanna. „Biðjið án afláts“. Það er: Verið í rjettu liugarástandi. Nýi Lord Mayorinn er settur inn i embættið. Skrúðganga í Strand. Old Dailey að utan. Þarna koma öldurmenn allra hinna gömlu iðn-gilda, fulltrúar ýmsra stofnana horgarinnar, svo sem brunaliðs, vatnsveitu, götu- hreinsarar og því um líkt. En jafnframt eru þarna í förinni sýningar ýmsra ríkishluta og ný- lenda; er þessum sýningum kom- ið fyrir á gríðarstórum vögnum og er mikil samkepni meðal lýð- rikjanna um að hafa fegursta sýninguna. Ennfremur eru sýnd- ar merkustu nýjungar í uppgötv- unum og aðrar framfarir sem gerst hafa á árinu. Glæsilegar eru og liðdeildir frá her og flota og flugliði, svo og herdeildir í göml- um búningum o. fl. Þegar þessi hersing hefir hald- ið um aðalgöturnar með bumbu- slælti og hljóðfæraleik er loks Guildhall. Þar eru veislu- og móttökusalir borgarstjórans. lagt af stað til embættisbústaðar borgarstjórans, Mansion House. Þar fer hin eiginlega innsetning borgarstjórans fram og þar eru teknir af honum embættiseiðarn- ir. En að því loknu er lialdið til Guildhall, sem er hinn opinberi veislustaður bæjarins og sest þar að snæðingi. Þar safnast saman allir mestu valdamenn ríkisins m. a. öll rikisstjórnin og þar held- ur forsætisráðherrann að jafnaði stórpólitíska ræðu og skýrir frá stefnu sinni á komandi tíð. Fylgj- ast heimsblöðin jafnan vel með því, sem forsætisráðherrann seg- ir í Guildhall-ræðunni. Lord Mayor er voldugur mað- ur. Hann er konungur í ríki sínu, í City. Jafnvel ekki Bretakonung- ur má koma inn í City án þess Ein af skgldum borgarstjórans er að setia rjett einu .sinni á ári í „The cénlral criminal court", sem venju- lega er kallaður „Old Dailey". Hjer sjest fundurinn í rjettinum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.