Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 01.11.1930, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Umskiftingarnir. Hans Brun gekk sjer til hress- ingar nákvæmlega á sama tíma dag eftir dag, var jafnan þokka- lega til fara og altaf einn. Hann heilsaði sporvagnstjóranum jafn- an kurteislega, sömuleiðis lög- regluþjóninunt á horninu og af- greiðslufólkinu í búðunum. Og væri gestgjafinn eða starfsfólkið á gistihúsinu spurt hvað því fyndist um hann þá var svárið altaf þetta: — Við kunnum vel við hann. Hann kvartar aldrei yfir neinu! Og það er ekki lítils virði, að geta sagt það um mann, sem hef- ir verið heilt ár á sama gistihús- inu, þar sem oft er skift um starfsfólk. Hans Brun kvartaði aldrei, hann var aldrei óánægður. Á hverjum degi gekk hann upp í brekkurnar fyrir ofan bæinn. Hann elskaði þessa leið upp í skóginn, bæði að vorinu til þegar ungbjörkin var komin i ljós- grænu fötin sín og eins á haust- in þegar þornað laufið lá gull- rautt á akrinum. En svo var það að Elisa Hel- mer kom á gistihúsið. Hún fjekk lítið matborð fyrir sig í liorninu á matsalnum og þar borðaði liún nákvæmlega á sama tíma dag eftir dag — alt- af ein. Vitanlega höfðu hinir gestirn- ir ýmislegt út á hana að setja — eins og alla aðra. Fólkið komst að þeirri niðurstöðU að hún væri tík — hún hafði leigt bæði svefn- herbergi og setustofu fyrir sig og hún keypti ávalt siðustu skáld- sögurnar. Ennfremur hafði lxún þrjá síðdegis- og fimm árdcgis- kjóla og herbergisþerna liafði trúað gamalli frú á þriðju hæð fyrir því, að liún ætti átta pör af skóm. Hún kom aldrei inn 1 sam- kvæmissalinn, hún var altaf ein þegar hún var á gangi úti og fór beint inn í herbergi sín þegar liún kom lieim. Fólk komst að þeirri niðurstöðu, að hún hefði orðið fyrir ógæfu í ástamálum, og að hún liefði verið mjög fríð þegar hún var ung. Og svo ljet það hana eiga sig. Elísa Helmer hafði sest að á gistiliúsinu í þeirri von að eignast jiar heimili, því að hún var ein- stæðingur i veröldinni alveg eins og Hans Brun, og þráði að geta skipað auðan sess í hjarta sínu. Hún var 43 ára gömul — liárið var farið að grána en hugur hennar var fullur af draumum, sem ekki voru orðnir að veruleika enn. En liún hafði góðar tekjur, tvö gistihúsherbergi með heitu og köldu vatni, þrjá síðdegiskjóla, fimm árdegiskjóla og átta pör af skóm. Frá því augnablilci að hún sá Hans Brun á gistihússvölunum, — hið fríða andlit hans og burða- legan líkamann har við morgun- himininn — var eins og liún hefði fengið nýtt áhugamál og liin ein- manalega tilvera liennar væri orðin önnur. En liún kom sjer ekki að því að heilsa þessum manni, sem þrisvar daginn áður hafði gengið fram hjá borðinu hennar í mat- salnum og sem livað eftir annað hafði opnað hurðina að lyftunni fyrir henni. Stundum fanst henni að hann væri að horfa á hana, en svo hugsaði hún hitt veifið, að það væri rauðhærða slúlkan rjett hjá, sem hann horfði á. Og þegar hún hjelt að liann væri í þann veginn að ávarpa liana þá fór það jafnan svo, að liann gekk þegjandi fram hjá. Og þá sá Elísa Helmer að lienni hefði skjátlast. En Elisu Hehner skjátlaðist ekki. Hans Brun þráði innilega að hann fengi dirfsku til að kynna sig þessari stúlku, sem var jafn einstæðingsleg og hann sjálfur. Hann þráði að tala við liana, ganga með lienni og lesa bæk- urnar scm hún las. En varfærni liennar smitaði hann, hann hafði ekki þor til að slíga fyrsta skrefið og svo liðu margar vikur án þess að þau töl- uðu orð saman. Nú frjetti Hans Brun að það hefði verið sent eftir lækni til ungfrú Helmer og nú flýtti hann sjer út í bæ og keyptistóran blóm- vönd og liálfa tylft af vikuhlöð- um með myndum. Þegar hann kom aftur liitti liann læknirinn fjTÍr utan gistihúsið. Hann spurði hvernig sjúklingnum liði. —O, það er ekki liættulcgt, svaraði læknirinn. Ljett inflúensa Hún kemst bráðlega á fætur aftur. Hans Brun ljetti við þetta. Hann fór upp á aðra hæð og hitti herbergisþernu ungfrú Helmer. — Viljið þjer gera svo vel og færa ungfrú Helmer þessi blóm með óslc um bráðan bata, sagði hann og roðnaði eins og barn og rjetti fram blómin og blöðin. Svo hvarf liann niður stigann. En nú vildi svo til, að þernan var mikil tilfinningamanneskja og liún hafði veitt þessum tveim- ur einstæðingum eftirtekt. Og þegar hún skilaði kveðju Bruns liafði hún breyst talsvert í með- förunum. Herra Brun sendir úngfrúnni þessi blóm og óskar að mega sjá yðar fagra andlit sem fyrst aftur, sagði hún. Og með þessum broslega og angurblíða hætti urðu þau vinir. Sjúkdómurinn, blómin og um- fram alt þernan höfðu brotið ís- inn milli þeirra. Hans Brun sendi blóm á hverj- um degi og á liverjum degi bælti þernan um kveðjuna lians. Elísa Helmer hafði aldrei verið jafn sæl og nú. Hún skrifaði stutt brjef og þakkaði fjn-ir blómin. Brjefið var ákaflega formlegt en endaði þó með orðunum: Yðar einlæg. Það tók Hans Brun þrjá tíma að svara þessu brjefi og þegar liann loks var búinn þorði hann ekki að lesa það yfir, af hræðslu við það, sem liann liafði liaft djörfung til að skrifa. Þetta varð upphafið að daglegum brjefa- skriftum þeirra á milli. Brjefin urðu æ heilari og lieitari og loks kom að því að Hans skrifaði: „Jeg elska þig“ og Elísa Helmer svaraði: „Jeg elska þig“. En þegar læknirinn hætti að koma og fólk heyrði að ungfrú Helmer væri orðin albata, fór það að furða sig á, að hún skyldi ekki koma niður i matsalinn en ljeti færa sjer matinn upp. Hans Brun furðaði sig á þessu líka. Það var þernan ein sem vissi um ástæðuna og hún hafði lofað að þegja. En þetta kostaði liana mikla áreynslu því að hana lang- aði til að segja hinum þernunum hvað væri eiginlega að gerast hjá henni ungfrú Helmer. Jæja, var það svo undarlegb Yar það nema mannlegt, að liana ungfrú Helmer langaði til að vera ungleg í útliti? Hún var elskuð og þeSsvegna varð hún að gcra það sem hún gat til þess að vera fögur í augum elskhuga sins. Hverjar skyldu þær vera þessar tvær konur, sem heimsóttu Iiana á liverjum degi? önnur var dug- legasta saumakonan í bænum og liin var liársnyrtingarkona. Sú fyrri var að breyta kjólunum licnnar svo að liún yrði unglegri en liin var að eiga við liárið á henni, sem eftir nokkra daga var orðið ljósgult á litinn. Svo kom ein enn og nuddaði á lienni and- litið og innan skamms var nátt- borðið fullskipað allskonar feg- urðarelíxíruin. En hvernig fór Hans Brun að drepa tímann meðan á þessu stóð? Fyrstu dagana beið hann og beið og var liinn þolinmóðasti; Hann sendi blómvönd upp á hverjum degi og brjef með og á kvöldin stóð hann í glugganum á herberginu sínu og þakkaði for- sjóninni fyrir þá undursamlegu breytingu, sem orðið liafði á lifí hans. Á þriðja degi varð honum litið í spegilinn. En hvað hárið á hon- um var orðið grátt. Ætti liann ekki að láta gera eitthvað við það? Þáð var altaf verið að aug- lýsa hársnyrtingu í blöðunum. Hversvegna átti maður að vera ellilegur þegar maður var ungur innvortis? Daginn eftir fór hann til rak- ara síns. Um kvöldið kom hann of seint til miðdegisverðar á gisti- húsinu. Og til þess að komast hjá eftirtekt lyftudrengsins þá gekk hann upp stigann. Þernurnar sátu í göngunum og voru að lesa og þegar þær sáu liann kiptust þær við — það mundi ekki líða á löngu þangað til hvert manns- barn á gistihúsinu vissi, að hann hefði látið lita á sjer hárið. Hann hælti að borða á gistihús- inu. Það var gaman að breyta til. Og svo kom loksins að því kvöldi að hann gat sagt: Nú kem- ur hún á morgun! Hún hafði skrifað honum ang- urblítt brjef og beðið liann um að hitta sig á svölunum klukkan 11 daginn eftir. Honum þótti vænt um, að hún hafði valið ]>ennan i Niðurl. á bls. 10.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.