Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1930, Blaðsíða 8

Fálkinn - 01.11.1930, Blaðsíða 8
X P A L K I N N 1 hitunum í London í sumar fanst stimu kvenfólkinu nóg um að þurfa að ganga fullklæddar. Ljetu iumar sjer nægja baðföt en aðrar notuðu föt eins og sýnd eru hjer á myndinni. Hjer að ojan er mynd af þingsal alþjoðasambandsins, tekin dagmn efiir að þingið var sett í haust. Var það að þessu sinni haldið i nýjum sal, sem er stórum rúmbetri en sá, sem not- að hefir verið hingað til. Eru nú milli 50 og 60 þjóðir í bandalaginu og þó að ýmsir verði til þess að kvarta undan aðgerðaleysi þess þá er það efalaust, að það hefir þegar komið mörgu góðu til leiðar. Á þinginu var skift um þrjú sæli i ráðinu og fjekk Noregur eitt hinna lausu sæta, i stað finska fulltrúans Procopé, sem gekk úr. Eftir að þeir dr. Horn og fjelagar hans liöfðu fundið leifar Andrées á Ilvítey gerði sænska stórblaðið Dagens Nyheter og fleiri blöð út leiðangur á skipinu „Isbjörn“ norður til Ilvíteyj- ar, undir forustu Knut Stubbendorffs blaðamanns. Fann hann lík þriðja mannsins í Andréesförinni og auk þess höfuðskel Andrées og fjöldann allan af munum, sem hinir höfðu ekki fundið. Að Stubbendorff var heppnari og fann meira, stafaði af því, að is hafði bráðnað mikið við kofa Andrées eftir að dr. Horn fór þaðan. Var það heilt safn af munum, sem Stubben- dorff hafði með sjer iil Noregs aftur, en þar afhenti hann það Svium þeim, sem höfðu verið sendir til Tromsö til þess að taka við því, sem dr. Ilorn og mennirnir á Bratvaag höfðu fundið. Líkin eru nú komin lil Svíþjóðar. Myndin er af skipinu „lsbjorn". Feneyjar eru annálaðar fyrir það, að skurðir ganga um borg- ina þvera og endilanga, svo að víða verður að fara eftir skurð- síkjunum i stað þess að fara stræti. Kemur þetta af því að borg- in er bygð á fjölmörgum smáhólmum. Frægasta síkið er Canal Grande; þar siglir fólk eða rær bátum sínum, „gondólunum". Einu sinni á ári er þreyttur kappróður á gondólunum og sýnir myndin þá athöfn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.