Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 01.11.1930, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiB ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiia Eldvjelar, svartar og email. Þvottapottar, svart.og oxid. Ofnar. Ofnrör. Vaskar, Sóthurðir. Skolprör. Miðstöðvartæki, allsk., Miðstöðvareldavjelar. Vatnsleiðslutæki. allskonar. Pipur, Dælur, Vatnshrútar. Biðjið um tiiboð og upplýsingar. ísleifur Jónsson, Aðalstræti 9 Reykjavik Símar 1280 & 33 Útvegsbanki íslands h.f. Ávaxtið sparifje yðar í Útvegsbanka “ íslands h.f. Vextir á innlánsbók 4Vi% p. a. Vextir gegn 6 mánaða viðtökuskírteini 5% p. a. m Vextir eru lagðir við höfuðstólinn tvisvar á ári og þess vegna raun- verulega hærri en annarssaðtar. Miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiua ■iiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiimiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiimmmia hennar tók bœði hana og sópinn i fang sjer og snjerist í liring. — Ótætis þorparinn þinn, hvað gengur nú á? hrópaði gamla konan og blés öndinni af mæði, en i miðju kafi bljóp Anania aftur af stað, másandi eins og gufuvjel. Þegar hann var búinn að loka töskum sín- um fór hann að kveðja í nágrenninu, meist- ara Pane fyrst og frcmst. Vinnustofa gamla trjesmiðsins, sem vanalega var full af fólki, stóð nú auð og stúdentinn varð að bíða um stund. Hann settist á tröppuna, scm lá inn í herbergið og lagði fæturnar á liina mjúku hefilspæni, sem þöktu gólfið. Lcttur vindur þyrlaðist inn um opnar dyrn- ar og bærði til köngurlóarvefina sem liengu ofan úr þakinu glitrandi af sagi. Loksins kom meistari Pane. Hann var í gömlum hermannafrakka, nuddaði óaflátan- lega hina gljáandi linappa og bló með barns- lcgri ánægju þegar Anania sagði að hann liti út eins og herforingi. — Jeg á líka til einkcnnishúfu, sagði hann alvarlega. Eg skyldi setja liana upp, cf ég væri viss um að strákarnir færu ekki að ldæja að mjer. Jajæja, þú ætlar þá að fara að ferð- ast barnið gott? Guð veri með þjer og varð- veiti þig. Jcg l.efi ckkert til að bjóða þjer. — Hvernig geturðu sagt það, meistari Pane? — Já, jeg hefi að visu góðan vilja, cn bann nær nú ekki langt. Jæja, jeg skal smíða skrif- borð handa þjer þegar þú ert orðinn læknir, jeg hefi teikninguna að þvi, nú skaltu sjá! Hann fór að leita að verðlista yfir húsgögn, sem bann geymdi vandlcga undir hcfilbekkn- um, og sýndi stúdeiitinum stórt og vandað skrifborð. — Þú heldur ef til vill að jeg geti ekki smiðað það? sagði bann dálitið önuglcga, því hann tók eftir að Anania glotti út i annað munnvikið. Þú þekkir ckki meistara Pane. Jeg befi ekki smíðað dýrmæt eða fin hús- gögn um æfina af þeirri ástæðu að jeg hefi ekki l.aft efni á því, en jeg hefði gctað það, á því er enginn vafi. — Jcg veit það, jeg veit það meistari Pa! Og þegar jcg er orðinn læknir og ríkur mað- ur, skal jeg panta bjá þjer öll liúsgögnin í höllina mína. — Er það nú víst? Og livað tekur það mörg ár. — 0, hver veit? Tíu, fimtán, .... — Það er alt of langt! Þá verð jeg vonandi komin til liimins í vcrkstæði hins heilaga Jósefs. Þrátt fyrir gamanið sem lá í orðum lians þá gerði hann þó krossmark fyrir sér. — En segðu mjer, bætti liann við og horfði hreikinn á aðra síðu í verðskránni, livað er átt við með liúsgögnum á la L-o-u-i-s q-u-i-n-z-e ? — Það var einu sinni konungur, byrjaði Anania. — Það veit jeg, svaraði meistari Pane stutt- lega með illgirnislegu glotti um tannlausan skoltinn, konungur, sem þótti gaman að ung- um stúlkum .... — Meistari Pane, lirópaði ungi maðurinn undrandi, livernig veistu það? Karlinn fór að hlæja, hann fór úr her- mannakápunni og lagði liana vandlega saman — Tja, sagði hann og gerði sig ósköp mein- leysislegann á svipinn svo hann ekki skyldi reita Anania ennþá meira til reiði: — þó að við sjeum fáfróðir ættum við þó að geta vitað eitthvað? Þessum konungi þótti gaman að leika sjer að börnum, eins og Ester drottn- ingu þótti gaman að ganga út á akurinn og tína kornöx og Viktor Emanuel þótti að stinga upp trjágarðinn. .. . En Anania var slungnari en meistari Pane og spurði hann líka með uppgerðar mein- leysi: — Þú hefir þá stúderað, sje jeg er? —Jeg? Víst hefi jeg liaft viljann til þess, en jeg befi ekki getað það, fiore mio, það fæðast ekki allir undir sömu stjörnu og þú. — Hvaðan hefurðu þá þessar sögur? -— Það er svo margt, sem sagt er frá, dia- volo. Söguna um Ester drottningu lieyrði jeg móður mína segja og liina söguna um kon- unginn hcyrði jeg Pera Sa Gattu fara með. Anania kvaddi, það fór hrollur um hann því honum kom alt í einu til hugar saga, sem Nanna hafði verið að segja fyrir mörgum árum vetrarkveld nokkurt i pressuhúsinu. Hann barði á læstar dyrnar hjá Nönnu, en gamli fábjáninn, sem sat á steini fyrir utan, sagði að hún væri ekki heima. — Jeg er líka að bíða cftir henni, því að Jesús Kristur sagði við mig í gær, að jeg yrði að fá mjer þernu. — Hvar liittirðu hann? — Þarna á götunni, sagði fábjáninn og benti, bann var í síðri kápu og með rifna skó. Heyrðu mig, Anania Atozu, hversvegna gefurðu mjer ekki einhverja gamla skó af þjer, segðu mjer það ? — Þeir myndu vera of þröngir á þig, sagði stúdentinn og leit á fætur lians. — Og liversvegna gengurðu ekki berfælt- ur? Jeg vildi að það stæði kúla í miltinu á þjer! sagði fábjáninn reiðilegur og hleypti loðnum brúnunum. — Vertu sæll, sagði Anania án þess að svara hinum liótandi orðum hans, jeg er að fara burtu til að læra. Litlu bláu augu fábjánans urðu illfyglis- leg. — Ferð þú til Iglesias? — Nei, til Cagliari. — 1 Iglesias eru bara blóðsugur og morð- ingjar. Jæja, vertu þá sæll, taktu í liendina á mjer. Svo, það var rjett, þú þarft ekki að vera hræddur, jeg bít þig ekki. Og livar er mamina þín núna? — Vertu sæll og líði þjer vel, sagði Ana- nia og dró litlu hendina sina úr hinum harða linefa fábjánans. — Jeg ætla líka að fara að ferðast, sagði karlinn. Jeg fer til staðar þar sem jeg fæ altaf gott að jeta, baunir, spik og kindaket. — Góða ferð! — Heyrðu! hrópaði fábjáninn þegar stú- dentinn var kominn spottakorn frá honum. Gáðu að þjer fyrir þeim gulu með skinn- beltin (hermönnunum). Og skrifaðu fljót- lega! Anania fór og kvaddi einnig hjá hinum nágrönnunum, jafnvel hjá beiningakonunni, sem tók á móti honunv í mjög snotru lier- bergi og bauð honum upp á ágætt kaffi. — Ætlar þú líka til Rebekku? spurði hún öfundsjúk. Kjáninn sá arni er nú farinn að biðja sjer ölmusu. Er ekki skömm að þvi fyrir stúlku eins og hana? Þú ættir að segja það við hana! — Hún er svo alþakin sárum að hún lilýt- ur að eiga bágt með að ganga? — Já, en liún er nú orðin góð. Hvað ertu að horfa á þarna uppi? Það er sigð til að skera korn með. — Hversvegna hangir hún uppi yfir dyr- unum ? Það er til varnar gegn blóðsugunni ef að hún ætlar að reyna að komast inn i húsið á nóttunni, hún staldrar við til að reikna tennurnar í sigðinni, og af því sem liún ekki getur reiknað nema upp í sjö verður hún altaf að byrja aftur og aftur, og svo fer að daga og strax og blóðsugan sjer daginn tek- ur liún til fótanna. Ertu að hlæja? Það er þó alveg satt. Guð blessi þig! sagði betli- kerlingin og fylgdi honum alla leið út á göt- una. Góða ferð og gerðu lijeraðinu okkar sóma! Anania gekk inn til Rebekku. Hún var lik-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.