Fálkinn - 08.11.1930, Side 6
6
F Á L K I N N
Gamlir biendur á St. Kilda fyrir utan bæina sína.
Maöurinn sem stendur og konan sem situr eru elsta fólkið, sem flutt var
frá St. Kilda.
en landið stórum hrjóstugra enánokk-
urri annari af Suðureyjum. Liggur
Lewisey næst Kilda en munur er afar-
mikill bæði á landslagi og loftslagi.
Um akuryrkju hefir aldrei verið að
ræða á St. Kilda, en kartöflur og gul-
rófur hafa verið ræktaðar þar og auk
þess sem áður er getið hafa eyja-
skeggjar haft nokkrar nytjar af fugla-
veiðuni. En þó að fiskveiðar hafi jafn-
an vcrið þarna nokkrar hafa eyjabú-
ar aldrei getað veitt nema til eigin
þarfa og enginn fiskur verið fluttur
úr landi. Veldur þvi meðfram hafn-
leysi, sem er að kalla eins mikið og
þar sem verst gegnir hjer á landi.
Skipagöngur hafa því verið afarlitlar
við nágrennið og niu mánuði úr árinu
kom aldrei skip við á eyjunni nema
alvcg sjerstakar ástæður væri til.
Sumar myndirnar sem hjer fylgja
gefa hugmynd um hvernig húsaskip-
un hafi verið háttað á St. Kilda. Hí-
býlin voru afar ófullkomin og óvist-
leg og í daglegu lifi urðu eyjaskeggjar
að lifa við svo þröng kjör að furðu
mó gegna. Alt fram á síðustu ár hafa
eyjarskeggjar orðið að búa við sult
og harðæri undir eins og tiðarfar náði
ekki miðlungsvenju og af lýsingum má
ætla, að nú þegar fólkið var flutt á
hurt hafi efnalegt ástand þess eklci
verið betra en var hjer á landi fyrir
tveimur til þrem mannsöldrum, meðal
fátæklinga.
Samt scm áður liafði það verið
raunaleg sjón að sjá eyjaskeggja skilja
við heimkynni sín. Sumir höfðu þver-
neitað að fara á burt og orðið að
flytja þá með valdi. Og þó hafði jieim
verið heitið miklu betra landi og að-
búð á þeim stöðum, sem þeir voru
flutlir til.
Að eyja sje lögð í eyði án þess að
sjérstakt náttúruf.vrirbrigði valdi, er
fátitt, ef ekki eins dæmi í Evrópu.
Enda vakti þessi burlflutningur afar
mikla eftirtekt í vor. Og í sumar
þyrptust fjölmargir Englendingar og
Skotar, sem naumast vissu áður að
St. Kilda var til, þangað í skemtiferð
til þess að skoða þennan merkilega
hólma. En fullyrt er, að St. Kilda
muni aldrei verða eftirsótt af ferða-
mönnum, því að til þess brestur hana
flest skilyrði. Menn eru á þeirri skoð-
un að hún gleymist von bráðar og
verði ó komandi öldum ekki annað
en eyðisker i öldum Atlantshafsins.
SunnudagshugleiSing.
Framhald af bls. 5.
veislu". Það er svo holt og gott
að geta verið glaður, en það er
eins og alt annað skilyrðum
bundið. Postulinn segir: „Verið
ávalt glaðir“, en hann talar lika
um orsök gleðinnar og segir
vegna hver§ þeir eigi að vera
glaðir: „Vegna samfjelagsins við
drottin, jeg segi aftur: verið glað-
ir“. Hve indælt fyrir manninn,
sem er kraftalítill, veiktrúaður,
kjarklítill, þurfandi, áhyggjufull-
ur, vesall og snauður, að geta lif-
að í samfjelagi við þann drottin
og frelsara, sem er máttugur og
ríkur af öllum gæðum, sem get-
ur mettað hinn svanga í eyði-
mörkinni, komið til hjálpar í lífs-
háskanum, sem getur huggað,
læknað og lífgað, sem á alt, get-
ur alt, elskar fram í dauðann og
gefur alt, sem gerir liinn fátæka
ríkann, hinn þreklausa sterkan
og hinn kvíðafulla öruggann. Er
liægt að lifa i samfjelagi við slik-
an kraft, slíkt ríkidæmi, slíka
hollustu, slíka tign og slíkan kær-
leika, — án þess að vera glaður.
Gefi Guð þjóð vorri marga
menn, leiðtoga og verkamenn,
sem eins og meistarinn „hata
rangindi“. en „elslca rjettlætið“,
og geta þar með veitt sólskini
gleðinnar inn i líf þjóðarinnar.
En til hinna „ístöðulausu" vildi
jeg gjarnan segja í umboði drott-
ins: „Verið hughraustir, sjá, Guð
yðar kemur“. Guð er altaf að
koma til mannsins. Hann er altaf
á leiðinni til hinna „istöðulausu“
sem huggari,já, á leiðinni til allra
sem hjálpari og frelsari. Guð er
einlægt að nálgast mennina og
mun að lokum draga þá alla upp
að sínu föður hjarta.
í endurminningum sínum segir
von Búlow fursti, sem lengi var
kanslari Þýskalands frá því, aö móð-
ir Vilhjálms keisara hafi eitt sinn
sagt við tengdamóður sina: Sonur
minn kemur Þýskalandi á knjel Varð
það sannmæli siðar þó það væri
sagt tuttugu órum áður en það kom
fram.
Síðasta bók Iínut Hamsuns heitir
„August“ og er nýkomin i bókaversl-
anir hjer. Er hún einskonar fram-
hald af sögunni „Landstrykere" og
kom út samtímis á átta tungumálum,
en kemur út á öðrum átta fyrir
jólin. Er talið víst, að Hamsun verði
orðinn miljónareigandi þegar hann
hefir fengið goldin ritlaunin fyrir
þessa hók, því 700.000 krónur átti
hann fyrir, eða vel jiað. Hefir eng-
inn norskur rithöfundur orðið jafn-
ríkur af ritum sínum; Ibsen, sem
gengur honum næstur eignaðist
hálfa miljón. Það eru tvennir tim-
arnir hjá Hamsun nú, eða þegar
hann gekk á milli timaritanna í Os-
ló með fyrsta kaflann af „Sult“ en
fjekk hann hvergi prentaðan.
----x----
Stokkhólmur hefir nýlega fengið
að gjöf frá vellauðnugum Ameríku-
manni eina miljón dollara, sem var-
ið skal til þess að koma upp tann-
lækningastofnun, er starfi á vís-
indalegum grundvelli að þvi að kom-
ast fyrir orsakir tannskemda. Gef-
andinn er Georges Eastman, eigandi
Kodak-verksmiðjdnna, sem fram-
leiða flestar myndavjelar í heimi
og sömuleiðis mest af ljósmynda-
og kvikmyndafilmum.
----x----
„ítalska kjötfjallið“ kaila Ameríku-
inenn hnefleikamanninn Carnera,
sem síðastliðið missiri hefir barist
við ýmsa hæfa hnefaleikara í Am-
ríku og jafnan unnið sigur í fyrstu
lotunum, þangað til nú nýlega að
hann beið ósigur fyrir Jim Maloney.
Ameríkumenn hafa nú neitað Carnera
um lengra dvalarleyfi í landinu en
orðið er, þvi að hann þykir ekki
neinn fyrirmyndar íþróttamaður
þótt skæður sje hann. Það hefir
vitnast, að þeir þrír menn sem sjeð
hafa um kappmót Carnera í Banda-
ríkjunum eru allir gamlir afbrota-
menn; einn þeirra, mr. Duffy hefir
verið 13 ár í þrælkunarvinnu, ann-
ar, mr. Madden setið 10 ár í tugt-
húsi og sá þriðji, Frenchy d’ Mange
verið samals 12 ár í fangelsi síðan
árið 1915. Þó er ekki talið vist að
Carnera hafi verið kunnugt um
þessa „yfirburði" trúnaðarmanna
sinna, því að sjálfur talar hann ekki
ensku og er sagður afar treggáfaður.
Svo mikla skömm hafa Ameríku-
menn ó Carnera, að linefleikafjelög-
in gáfu Maloney áminningu fyrir að
berjast við hann og töldu það undir
virðingu lians.
----x----
Útgerðarmannafjelagið í Álasundi
hefir farið þess á leit við stjórnina,
að hún gangist fyrir síldarleit með
flugvjelum meðan á stórsíldarveið-
urium stendur. Hefir stjórnin brugð-
ist vel við þessu og sendir tvær af
flugvjelum hersins í síldarleit- um
miðjan þennan mánuð (nóvember).
------------------x----