Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1930, Side 6

Fálkinn - 06.12.1930, Side 6
6 F A L K I N N Málverlc af sögulegum atburöi. Myndin sýnir er fullveldi Brasilíu var lýst yfir 7. sept. 1822 á bakka Iper- angaár i Sao Paulo. Litla myndin sýnir Don Pedro annan, sem rekinn var frá völdum 1889. eftir langar deilur þá höfðu þeir betur. Portúgalar höfðu þó litla ánægju af þessari nýju landar- eign sinni, þvi eins og sakir stóðu gat ekki verið að ræða um versl- unarkúgun á landinu eða námu- gröft þar, en það tvent var aðal keppikefli landnámsþjóðanna í lok 15. aldar. Það var ekki fyr en eftir að farið var að rækta sykurreyrinn í Brasilíu, að land- ið fjekk verslunarlega þýðing fyrir Evrópu, en þetta var á ár- unum 1520—30. Besta reyrteg- undin kom frá Madeira og þreifst betur í Brasilíu en í hinu upp- runalega heimkynni sínu. Jafn- framt fóru portugalskir aðals- menn að nema land í Brasilíu. Landinu var skift í landnám, sem kölluð voru „capitanes“, er feng- in voru þessum mönnum að ljeni gegn því að þeir ræktuðu svo og svo mikið af sykurreyr á ári hverju og framleiddu sykur. Af- leiðingin varð sú, að um alda- mótin 1600 voru í landshlutan- um kringum Pernambuco komn- ar 66 og fjörutíu árum síðar 166 sykurgerðir. Meðan þessu fór fram í nýja landinu gekk margt á trjefótum í Portugal. Árið 1580 lögðu Spán- verjar Portúgal undir sig, en með því að SpánVerjar, sem þá voru eitt af mestu stórveldum hins gamla heims, gerðu ekkert til þess að halda tengslunum við Brasilíu, notuðu bæði Hollend- ingar og Englendingar tækifær- ið. Sykurframleiðslan var í fullu gengi þegar Hollendingar brut- ust inn i Brasilíu árið 1630. En það tók sex ár fyrir þeim að leggja Norður-Brasilíu undir sig, og þó að vísu megi- enn sjá ýms- ar menjar yfirráða þeirra í Per- nambuco, þá urðu yfirráðin ærið skammvinn, því að Portúgalar gerðu uppreisn gegn þeim árið 1644. Náðu þeir á skammri stund undir sig öllum sykurræktar- héruðunum og eftir níu ára lát- litla styrjöld urðu Hollendingar að verða á burt úr síðasta vígi sínu, bænum Recife de Pernam- buco, 26. janúar 1654. Eftir þessa styrjöld viðurkendu stórveldin öll yfirráð Portúgala yfir Brasil- íu. En eigi var bitið úr nálinni fyrir því. - Fram á átjándu öld var Brasi- lía svo mesta sykurframleiðslu- land heimsins, en þá fundust gull- og demantsnámur í suðurhluta landsins og dreifði þetta hug manna frá sykurframleiðslunni. Um miðja 18. öld var svo farið að rækta sykurreyr í Vestur- Indium og kom þar fram hættu- legur keppinautur. Gullnámurn- ar i Brasilíu reyndust ekki end- ingargóðar og horfði því nú svo við, að þetta ríka land mundi vera orðið þurausið að náttúru- gæðum. Engum datt í hug, að jurt, sem um þetta sama leyti var byrjað að rækta í Brasilíu mundi bjarga landinu við og gera það að forustulandi á ný, i annari framleiðslugrein. Það var kaffið, sem um þessar mundir var byrj- að að rækta. Og borgin Santos í Brasilíu hefir um langt skeið verið mesta kaffiútflutningsborg heimsins og er enn. Á 19. öld komst alt á ið í Suð- ur-Ameríku. Öldur frönskustjórn arbyltingarinnar náðu þangað. Suður-Amerika sleit sig undan kúgurunum á íberaskaganum, enda liafði nýlendustjórn þeirra verið frámunalega ill og skamm- sýn. Fyrst liófu þau löndin upp- reisn, sem lágu undir Spán. En viðskilnaður Portúgals og Brasilíu gerðist með einkenni- legu móti. Árið 1807 lagði Napó- leon Portúgal undir sig og flutt- ist þá konungsfjölskylda Portu- gals til Brasiliu, sem þá fjekk verslunarfrelsi. En 1816 fór Porfúgalskonungur á ný til Ev- rópu en skildi eftir son sinn, Don Pedro og gerði hann að ríkis- stjóra í Brasilíu og var stjórnar- skipuninni breytt þannig, að Brasilía skyldi verða frjálst sam- bandsland Portúgals. En um þess ar mundir voru Spánverjar íaus- ir orðnir undan oki Napóleons og reyndu þeir að gera Brasilíu að nýlendu, eins og hún hafði áður verið. En þetta ýtti undir sjálfstæðismeðvitund Brasilíu- manna og Don Pedro studdi þá að málum. Hinn 7. september 1822 lýsti Brasilía yfir fullu sjálf- stæði sinu og 12. október sama ár var Don Pedro gerður að keis- ara. Það reyndist honum samt ofurefli að friða landið og 1831 var hann orðinn svo saddur á tigninni að hann afsalaði sjer keisaradómi og ljet gera son sinn 6 vetra, að keisara og skipa hon- um meðráðamenn. Þegar hann liafði náð lögmætum stjórnar- aldri tók hann sjálfur við völd- um og reyndist hinn ágætasti stjórnari. Voru stjórnarár lians hin mestu blómaár í sögu lands- ins. Hann nam þrælahald úr lög- um þrátt fyrir hina megnustu mótspyrnu stórbændanna, árið 1888. Voru þá 600—700 þúsund svartir þrælar i landinu. En við þetta gengu stórbændurnir ná- lega allir i andstæðingaflokk hans og sá flokkur heimtaði lýð- veldi. Þrátt fyrir ágæta stjórn Don Pedro annars, var hannrek- inn frá ríkjum og vísað úr landi, 15. nóvember 1889. Reyndi hann aldrei að hrjótast til valda eftir það. Siðan hefir Brasilia verið lýð- veldi. En þar hefir jafnan verið ókyrt undir hinu nýja stjórnar- fari, flokkadrættir sem hvað eft- ir annað liafa leitt af sjer bylt- ingar. Samkvæmt opinberum skýrslum hafa 57.G40 manns í Berlin sagt sig úr söfnuðum s'num í fyrra. Meiri hlutinn er karlmenn eSa alls 33.199. Af öllum þessum fjölda hafa 50.491 sagt sig úr mótmælendasöfnuSum, 6.570 úr rómverskkaþólskum og 579 úr gySingasöfnuSum. Ekki getur fregnin þess hvort þetta fólk hafi tek- iS Ásatrú, sem þeir Ludendorff hers- höfSingi, Hitler og fleiri eru aS hoSa lýSnum. ----x---- Þegar þýska rikisþingið var selt í haust gerSist skrítiS atvik. Iiinir svokölluSu borgaralegu þingmenn mættu allir í kjólfötum og hvítuin línskyrtum, kommúnistar í cltlrauö- um skyrtum og Hitlers-mennirnir eSa „nazi“mennirnir svonefndu í bláum skyrtum. Á þann hátt varS salurinn yfir aS líta eins og veriS væri aS minnast franska fánans, sem hefir þessa þrjá liti. Fallhlifin, sem heita má björgnn- arbátur flugmannanna, er altaf aS verða fullkomnari og víða er lögboð- ið að hafa fallhlifar til taks í flug- vjelum. Mesta stökk, sem gert hefir verið með fallhlíf gerði Þjóðverjinn Gerhard Fieseler nýlega. Hann stökk út úr flugvjelinni i 5166 metra hæS og var þar um 30 stiga frost. Flug- vjelin var 56 mínútur að komast til jarðar en Fieseler ekki nema 20 mín- útur. Er þetta stökk heimsmet. Strœtaverslun með sykurkökur í Bahia

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.