Fálkinn


Fálkinn - 03.01.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 03.01.1931, Blaðsíða 3
F-AL.RI.NN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYXDUM. fíilsljórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvtvmdaslj.: Svavar lijahcstcd. Alfalskrifstofa: Bankastrtcti 3, Iteykjavik. Sími 2210. Opin virka dafta kl. 10—12 og 1—7. Skrifslofa i Oslo: A n t o n Sclijötiisgade 14. BlafSið kcmur út Iivern laugardag. Áskriftnrverð er kr. 1.70 ú máiuiði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlcndis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. AuglýsingaverÖ: 20 anra millimeler Hcrbcrtsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Árið er Liðiðl Arið mikla, sem verða átti einskonar straumhverfa- ár í þjóðlífinu, árið sem átti að gera meiri menn og betri úr þjóðinni. Hefir það gert það? í rauninni er það til mikils mælst, að eitt ártal geti unnið kraftaverk, enda þótt bundið sje við það mikils- vert afmæli. Og það er til of mikils ætlast, að ein þjóðarsamkoma verði svo áhrifamikil, að menn umskapist þar og fari að tala tungum, eins og forðum gerðist á hvítasunnu. En það hefði mátt ætlast til, þess, að sú út- hverfa opinbers lífs sem mest ber á, hefði tekið nokkrum stakkaskiftum: að gerðar hefðu verið heitstrenging- ar, sem hefðu haft áhrif fram í tím- ann. En svo varð ekki. Það undur gerðist að vísu, að stjórnmálablöð- in komu út skammalaus í nokkra daga, en áður en tjöldin voru horf- in af Þingvöllum og veislugestirnir komnir heim til sín var alt komið í sama horfið aftur. Og síðan í sumar hefir syrt að, landið virðist eiga rosatíð frain undan, heimskrepp- unnar verður vart hjer eigi síður en annarsstaðar og örðug viðfangsefni bíða. En verklagið við jöfnuð þeirra alvörumála sem nú eru fram undan, virðist ætla að verða það sama nú og áður: steyttir hnefar og stóryrði á báða bóga, en fátt um einlægar til- raunir til þess að útkljá mál sín á friðsamlegan hátt. Svona er það alstaðar, segja menn. Er ekki von til að það sje eins hjer? En nú er oft á það ininst, að vjer höfum sjáLfstæða menning og að þá hafi íslendingar best gert, er þeir fóru eigin götur og eltu ekki erlend fordæmi. Þess ber að gæta, að þjóð- in er svo lítil og vanmáttug, að hún þolir illa ýmislegt það, sem henni eldri og rikari þjóðir geta staðist. Sjá.fstæði hennar og framtíð öll get- ur því verið undir því komin, að henni takist að þræða nýjar götur, þegar kemur til lausnar þeirra vandamála, sem nú eru efst á baugi um heim allan. Og í stuttu máli má segja, að hún sje ekki þess um kom- in, að bera herkostnað af styrjöld, sem hægt væri að komast hjá. Stjórnmálablöðin hafa mikið hlut- verk að inna, í þessu efni. Þau eru raddir þjóðarinnar, þau geta stilt til friðar og þau geta kveikt bál. Um það verður ekki dei.t, að þau hafa hingað til áiitið það hið síðarnefnda aðalhlutverk sitt. Dulrænar sagnir. Gunnar Sigurðsson skráði. Fylgjan í fjárhúsinu. Eitt sinn bar svo við á bæ einum i Rangárþingum að nokkrar ær vöntuðu úr kvíum seinni part sum- ars. Fráfæntr voru þá alment tíðk- aðar. Sma’inn, sem var pil.tur um fermingu fór nú að leita ánna og finnur þær bráðlega. Mialtakonan kemur nú á móti honum til að kvía ærnar og kemur þeim saman um að reka þær inn i fjárhús á túninu, því að rigning var og kvíarnar blautar. Reka þau nú ærnar að húsdyrunum, en þær vilja með engu móti fara inn í húsið. Smnlinn hyggur nú að meis eða annað slíkt, muni vera fyrir innan dyrnar og styggja ærnar. Hann fer því inn i húsið og sér þá mannshöf- uð hoppa á garðaendanum, gapa og glotta illúðlega framan í sig. Enn í garðanum sjer hann nakinn manns- líkama höfuðlausan og lagaði blóð- ið úr strjúpanum. Smalinn varð svo ókvæða við sýn þessa að það leið yfir hann þegar hann kom út. Daginn eftir um fótaferð, kom öldruð kona á bæinn. Hún kvaðst hafa látið fyrirberast í fyrnefndu fjárhúsi um nóttiná, því að hún hefði komið eftir háttatíma og ekki viljað vekja upp. Á unga aldri hafði kona þessi ver- ið trúlofuð inanni nokkrum þar í nágrenninu, en brugðið heiti við hann. Maðurinn tók sér heitrofin svo nærri að hann fyrirfór sér með hálsskurði, en talið var að hann fylgdi henni siðan. Kona ein úr Rangárþingum sagði mér fyrirburð þenna, en mjaltakon- an, sem getið er um, sagði heani. Látinn maður leitar til vinar síns. Fyrir nokkrum árum varð rnaður bráðkvaddur hér í bænum. Hann var mikill vinur kaupmanns nokk- urs og hittust þeir næstum daglega. Kvöld eitt hittust þeir að vanda og skildu aflur um matmálstíma, en uin lágnætti var maðurinn látinn. Þessa sömu nótt varð fyrnefndur kaup- maður var við að maður var í svefn- herþergi hans. Þekti hann brátt vin sinn, fyrst á einkennilegum frakka, sem hann var vanur að ganga i. Sá hann vin sinn oftar en einu sinni um nóttina og lcngi í einu. Kona kaupmanns, sem einnig vaknaði um nóttina sá og sýnina. Þess skal getið að hægt er aðsanna sögu þessa með vottorðum, því kaup- mannshjónin eru á lífi hjer í bæn- um. Alt er leyíileot i ástum oo hemaði. Jeg var ungur og ástfanginn i fyrsta sinni. Konan, sem jeg unni var Monica, ekkja auðkýfingsins Cardet. Hann liafði lifað eins og fursti. Jeg átti ekkert annað í heim- inum en nýju axlaborðana mína. Jeg hitti frú Cardet á dansleikjum þá var jeg vanur að dansa við hana. og einstöku sinnum reið jeg út að höll hennar við Auteuil til að heiin- sækja hana. En jeg var svo feiminn og hrifinn af henni að jeg þorði ekki að láta bera á tilfinningum mínum. Dag nokkurn kom hún til móts við mig með sólskinsbrosi. — Herra liðsforingi, nú ætla jeg að segja yður frjettir, sagði hún. — Hvað er það? — Jeg ætla að gifta mig. Hainingjan góða! Jeg var ridd- araliðsforingi og myndi ekki hafa látið mjer neitt fyrir brjósti brenna en nú var mjer svo brugðið að jeg ætlaði varla að gcta lialdið mjcr upp- rjettum, svo jeg skalf. Jcg held jeg hafi verið að stama fram einhverjum heillaóskum sem hún þakkaði mjer með töfrandi brosi. — Jeg ætla að g’ftast einum vina yðar, eða kannske rjettara sagt yfir- manni, manni, sem hefir unnið sigra ásamt yður í Marokkó, og sem tal- ar mjög lofsamlega um yður. — Fallegt af honum. Má jeg fá að vita hver á að fá að verða ham- ingjunnar aðnjótandi? Það er hershöfðingi, markis dé Trounailles. Hann verður eiginmað- ur minn að mánuði liðnum. — Trounailles, sá asni! Jeg varð frávita, því jcg elskaði Monicu svo jeg var að verða vitlaus. Jeg gat orðið galinn af að sjá hana sitja þarna og vefja upp eyrnalokka sína, á meðan hún var að hugsa um að hún færi bráðum að gifta sig. Hvern- ig hafði hann farið að því að töfra hana? Hann hafði hælt sjer af af- rekum sínum í striðinu. Mjer fanst jeg geta heyrt til hans: Ekki leið á löngu áður en við hittum Arabana. Jeg stjórnaði herdeildinni, og ungi pilturinn, sem er van”r að snúast í kringum yður var lika með — hvað er það nú annars að hann heitir litli, merkilegi liðsforinginn? Sjálfsagt hafði það verið eitthvað á þennan hátt að hinn tungumjúki hershöfðingi hafði talað um sigra okkar, sem hann þakkaði altaf sjálf- um sjer án þess að hugsa um þraut- ir hinna þúsund hermanna, sein aldrei gerðu sig til af að hafa verið með. Monica hafði glapist af því að eiga að giftast hinum sigursæla hers- höfðingja frá marokkanska stríðinu. Hin örvæntingarfulla ást mín var einskisvirði í hennar augum. En bíddu bara. Jeg gæti nú lika sagt sögur frá stríðinu ef jeg tæki mig til. Jeg settist svo vel fór um mig, greip tebolla og undirbjó árásina. — Ó, frú, jeg get ekki nógsam- lega óskað yður til hamingju, síigði jeg — Þjer fáið hina mestu hetju, svo undursamlega og framúrskarandi að slikt hefir yður aldrei dreymt um. Hann er ágætur hermaður, fyr- irtaks herforingi, hugaður, áræðinn og kænn svo að enginn er hans jafn- ingi. Ekkert getur hrætt hans eða komið honum á óvart. Hefir hann sagt yður frá því sem kom fyrir við Gaaleb-Sade. Nú ekki það? Hann lætur sannarlega altof lítið yfir sjer. Jeg verð að segja yður frá þvi. Hugsið yður frú, fullkomlega ó- bygt land, fjallgarða, eggjagrjót sem veltur undir hesthófunum, nokkra einmana pálma, brennandi sólskin, ekkert að borða eða drekka og til að setja kórónuna á þetta alt snm- an langt í fjarska flokk af Aröb- um. Hann sýndist spretta upp úr jörðinni. Skothríðin byrjar, nokkrir menn falla, og síðan hverfa Arab- arnir eins skyndilega eins og þeir eru komnir. Ilerforinginn hafði nokkur hundruð manna flokk og jeg var einn þeirra. Að kveldi daginn eftir komum við til Gaaleb-Sadi. Það var aum- legur bær, aðeins nokkrir hrörleg- ir kofar. Við vorum varla búnir að hugsa okkur hvað gera skyldi þegar kadí- inn sjálfur í eigin persónu kcmur ríðandi á móti okkur með allan lið- styrk sinn. Túlkurinn sagði okkur að kadíinn byði herforingjanum vinfengi sitt. Nú, vinátta kadíans gat verið svo ntikils virði að við gætum þó með því að halda strengilegan vörð hvilt okkur eina nótt. En eftir á? Hinn undirföruli kadii myndi á rneðan setja sig í samband við trúbræður sina eða einhvern emírinn, segja þeim hve liðfáir við værum og hugsa upp öll möguleg ráð til þes að skaða okkur. Hershöfðinglnn var þó ekki í augnabliks vafa — hann var alvcg ágætur. Um morguninn þegar við ælluðum burtu úr bænum, tók hann upp litið skrín með lykli í og sýndi kadianum það og mönnum hans. Siðan sagði hann og ljet túlkinn þýða jafnóðum það sem hann sagði: Kadii, þú hefir viðurkent yf- irráð lands míns og það er gott og vel. Þú skalt fá að njóta vináttu okkar en gættu þín, Frakkland er voldugt og stjórnendur þess óttaleg- ir. Ef þú á nokkurn hátt reynir að skaða okkur og hjálpa fjendum okkar áður cn jeg kem aftur til þessa bæjar, skal þjer verða hegnt miskunnarlaust. Jeg sje alt, jeg les hinar leyndurtu hugsanir þínar, ekkert fer fram hjá mjer. Sjá nú hjer kadíi og skjálf. Jeg læt ann- að auga mitt verða hjer eftir, það skal hafa gát á þjer og öllum þín- um gjörðum. Jeg legg það hjerna niður í þetta skrín, eftir viku tíma kem jeg aftur og sæki það. Auga mitt mun segja mjer alt, sem skeð- ur meðan jeg er í burtu. Nú hef jeg talað og nú veistu hvers þú hefir a& vænta. Gáðu að þjer. Héfnd mín verður ægileg, ef þú svíkur mig! Að svo mæltu brá hershöfðing- inn rólega hendinni upp að vinstra auganu og tók það úr sjer og lagði það niður í skrínið, síðan læsti hann því og stakk lyklinum í vas- ann. En hvað er þetta frú? Eruð þjer veikar? Monica sat og starði á mig með nngistarsvip. Hún var náföl, jafnvel hinar fögru varir hennar voru fölv- ar og þær skulfu eins og á barni, sem er komið að því að fara að gráta. Ó, þjer vissuð kannske ekki að hershöfðinginn hafði glerauga? spurði jeg undrandi. Jeg ætlaði að halda áfram sögu minni, en Monica hlustaði ekki á mig, hún grjet. Jeg varð að fara að hugga hana og það tók langan tíma. Jeg elskaði hana út af lifinu og hún varð konan min. En er það kannske ekki rjett? Alt er leyfilegt í ástum og hern- aði. ----_x--- Hvað er þægt að byggja há hús? spyrja menn. Byggingameistararnir svara, að með þeim tækjum og efn- um, sem menn hafa nú, sje vel hægt að byggja 000 metra há hús. Enginn hefir bygt nærri svo hátt ennþá, en það er bágt að segja, hvort þess verð- ui langt að biða, því að nú keppast Ameríkumenn hver við annan í efni. Singerbyggingin í New York er 41 hæð og var hæsta bygging heims- ins í 5 ár. Þá koin Woolworthbygg- ingin fræga, sem er 57 hæðir og var hæsta bygging heimsins í 17 ár sam- fleytt. En fyrir þremur áruin misti hún tignina. Þá var bygður Man- hattan-bankinn, sem er 65 hæðir og rjett á eftir honum kom CrysLerbygg- ingin, sem er 68 hæðir. Og nú er F.mpire State-byggingin fullgerð, eftir aðeins 15 mánaða smíði. Hún er 85 hæðir, 380 metra há og hefir kostað 90 miljón krónur. Hafa um 30000 manns unnið að lienni að stað- a dri. f þessu húsi verður rúm fyrir 10—20 þúsund manns. Um 600 kíló- metrar af rafleiðsluþræði fóru i hús- ið, 50.000 smálestir af stáli og 120 kílómetrar af vatnsleiðslupípum, ----x----- Liklega hlustar engin útvarpsnot- andi hjer á landi eins m.kið á við- tækið sitt og frú Taylor í Westfield gerir. Hún hefir haft útvarp í 5 ár og fyrstu fjögur árin hlustaði hún að meðaltali tíu tíina á dag. En í fyrra fjekk hún sjer nýtt og betra viðtæki og síðan hLustar hún 16 tíma i sólarhring. Og síðasta ár hefir hún jafnframt haft tíma til að skrifa út- varpsstöðvum og fólki, sem !ætur til sín heyra i útvarpi, 1000 brjef til þess að Iáta það vita kost og löst á sjálfu sjer.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.