Fálkinn


Fálkinn - 03.01.1931, Side 7

Fálkinn - 03.01.1931, Side 7
FÁLKINN 7 Ástin og lífið Eftir Emil Thommesen. Erhardt hafði vinnu við verk- smiðjuna; hann starfaSi á teiknistof- unni. Og hann stóS vel í stöðu sinni, teiknaði vel, var vel til fara og lip- ur í framgöngu, gat talað við gestina og tekið á móti skilaboðum úr sím- anum. Hann hafði gengið á ýms námsskeið. Og forstjórinn drap jafn- vel á það að það mundi borga sig að veita honum nokkra framhalds- mentun á kostnað iðjuversins. En svo sló í baksegl. Erhardt koll- sigldi sig. Hann trúlofaðist sem sje henni Maríu í mjólkurbúðinni. Að hann skyldi ekki skammast sín. Ekki bera meiri virðingu fyrir sjálf- um sjer! Faðir hans skelti hurðinni á eftir sjer. Móðir hans andvarpaði og las i biblíunni. Og hún Maria Ól- sen, gæksnið það. Lausaleikskrakki! — Hvað heldur þú að þeir segi á teiknistofunni, sagði faðir hans og spýtti um tönn. — Reyndu að biðja Drottinn að pynta hold þitt, kjökr- aði móðir hans milli gráthviðanna. En Erhardt sat við sinn keip og giftist Mariu sinni. Hann var svoleið- is gerður. Heldur skyldi hann láta reka sig á dyr. Og það varð líka. Vitanlega! For- eldrarnir fóru oftar i kirkju en áður, litlu systkinin heima urðu að vera eins og mýs og máttu varla segja orð framar. Hann Erhardt hafði gert sjer smán, refsing Guðs mundi vissu- lega hitta hann, og nú var hann flutt- ur á kvistinn hjá barnakennaranum. í verksmiðjunni var fátt sagt. Fólk- inu fanst eiginlega þetta kotíaa sjer lítið við. Það kom til orða að aura saman i brúðkaupsgjöf, og ef að það hefði ekki verið María, sem átti í hl.ut, var það eiginlega sjálfsagt. En nú var það vafamál. Og gjöfin gleymdist. Forstjórinn einn kallaði Erhardt inn til sín og stakk að honum 50 krónum úr eigin vasa. En eigi voru hamingjuóskir hans sjerlega inni- legar, ónei, hann ljet meira að segja á sjer finna, að nú gæti ekki orðið neitt af því að honuin yrði veitt framhaldsnám af verksmiðjunnar hálfu. Piltur, sem ætti konu heima gæti ekki farið að ganga i skóla. En Erhardt mundi líklega ekki hafa hugsað sig um áður en hann fram- kvæmdi, og mest væri um það vert af öllu, að mennirnir yrðu hamingju- samir. Hann mætti vera i stöðunni áfram — það mundi ekki taka að fara að svipast um eftir nýjum manni fyr en i vor. Erhardt ljet sem ekkert væri. En samt sem áður mintist hann orða forstjórans um, að það væri fyrir mestu, að mennirnir yrðu hamingju- samir. Hamingjusamir! En hvað það var undarlegt. — — — Nú eru þau að jagast eins og fyr, sagði kona barnakennarans oft. — Það er bara hún sem jagast, svaraði kennarinn ónotalega. Hann segir aldrei eitt einasta orð, ves- lingurinn. Og svo fóru þau bæði að hlusta aft- ur. Rödd Maríu heyrðist þarna, hás og skræk: — Hjerna situr þú kvöld eftir kvöld og ert að dútla við þessa fiðlu, og láta hana veina og skrækja. Ekki er svo vel að þú kunnir á henni tökin. Þú Lærir aldrei að leika á fiðlu! Og hvað kant þú. Ekki annað en „í birkilaut hvíldi jeg....“ og svo bara einföld sálmalög. Ekki gæt- ir þú spilað eitt danslag, nei, ekki þó það ætti að drepa þig. Erhardt sagði hægt: — Það getur nu fleira verið fallegt en danslög. — FalLegt! O svei! Jæja, ætlarðu að koma með mjer á ball á laugar- dagskveldið? — Nei. — Nei? — Enginn af skrifstofunni fer þangað. Þar að auki kostar það pen- inga. Við eigum að borga húsaleig- una á miðvikudaginn, eins og þú veist. — Þú ætlar að húka heima einu sinni enn og vera að inála. Þessar líka myndirnar og þvílíkur málari. Æ, mikill asni gat jeg verið. — Farandsalinn kom hingað í dag. — Hvaða farandsali? — Jeg þekti það á sígarettureykn- um. ? — Get jeg ráðið við hvaða fólk kcmur og ber á dyr. Hvernig ætli að það þætti ef eg færi að fleygja fólki á dyr? Það er víst ekki nema þarna á fínu skrifstofunni hjá þjer, sem slíkt er gert. Erhardt er hættur að svara. Og Ioksins verður hljótt. Hann heyrist læðast inni í stofunni. Hún er eitt- hvað á stjáki í eldhúsinu. Raular við og við skemtivisur.... en án gleði í röddinni. Og þegar kona kennarans sofnar klukkan tvö eru þau enn á stjáki, sitt á hvorum staðnum. „Það er fyrir mestu, að mennirnir veiði hamingjusamir“, hafði forstjór- inn sagt. — Ertu samferða heim? spyr Er- hardt i þriðja skiftið. Hann er nú kominn neðst niður í stigann. En María kallar á móti eins og seinast: — Nei, far þú! Það er svo fint fólkið þitt. Svo gott og dygðugt. Það er ekki vert að jeg sje að skíta það ú* á því að heimsækja það. En heils- aðu henni Línu! Lína er stelpa, sem þvær gólf hjá htnni móður hans. Og svo fer Erhardt. Hann er að- eins 19 ára. En hann er boginn i baki og fótatakið er þungt, þó hann geti mannað sig upp þegar á liggur. Svei því öilu. Og hann kveikir í síg- arettu fer inn á krána og drekkur tvo bjóra áður en hann fer heim. María er strokin. Einn daginn þeg- ar Erhardt kom heim var stofan tóm. Hurðin ólæst. Leirtauið óþvegið í eldhúsinu. Aska og vínslettur á borð- inu. í horninu þar sem taskan hans var vön að standa voru skítugir flibbar og skyrtur. En töskurnar horfnar og alt dótið hennar. Hún María litla var horfin með alt sitt. Hann stóð agndofa um stund. Svo hengdi hann upp hattinn sin, gaut augunum kringum sig eins og þjóf- ur og fór að taka til með mestu var- úð. Hann lokaði að sjer að innan- verðu til þess að láta ekki ónáða sig. Hann þvoði dótið á eldhúsborðinu og tók saman fötin sem lágu á gólf- inu. Þar lá sunnudagajakkinn hans og hann mundi að gulLnælan hans og tviblaðaði sjálfskeiðingurinn hafði verið í öðrum vasanum. Hann vildi ekki gæta að, hvort þetta væri horfið. Þorði það ekki. En þegar hann hengdi upp jakkann fann hann eitthvað hart í vasanum. Jú, þar var hnífurinn og nælan. María hafði skil- ið alt það eftir, sem hann átti, jafn- vel glermyndirnar litlu á kommóð- unni. Erbardt hefir reikað um marga klukkutíma. Þá mætir hann fölri og magurri konu með svartan hettuklút, það er móðir hans. Hún grátbólgin eins og vant er, en tekur sig saman þegar hún sjer soninn. Nú eru þau alein þarna í rökkrinu úti á stig og hún er miklu skrafhreifari en heima þar sem aðrir geta hlustað á hana. Hún spyr og segir frá, huggar og kætir og segir, að í næstu viku ætli hann pabbi hans í næstu sveit og þá ætli hún að gera alvöru úr þvi að heimsækja þau á meðan. Hún skammast sin fyrir að hafa ekki gert það fyrir löngu, og sig hafi langað tit þess. En hann viti hvernig hann pabbi hans sje. Ójá, hann veit það. Og þegar þau skilja stelst hún til að kyssa hann á kinnina. Honum finst eins og hann geti ekkið dregið andann. Svo læð- ist hún heim. En fyrst hvislar hún, Iægra en áður, eins og hún væri hrædd um að einhver heyrði það: — Heilsaðu henni Maríu. Og segðu að jeg komi einhvern daginn í vik- unni! Og svo fara þau hvort sina leið. Hann heim i tómu stofuna sína. Nú voru liðnir tveir mánuðir sið- an þau María hittu hann Ingvald; hann vann við námuna upp í fjalli og hafði komið niður eftir með fje- lögum sinum til þess að „sjá lífið“ eins og hann sagði. Og þegar hann dansaði þá gátu hinir pi.tarnir ekki varist að horfa á hann, hann var lista dansari. Og þegar hann hló máttu aðrir til að hlæja líka. Hann kunni sæg af sögum, spilagaldra, hann gat látið peninga og blýanta hverfa og hann gat gleypt g!er. — Og hvað hann er laglegur, hafði María hvíslað, en augu hennar urðu gljáandi og starandi. Hún hafði dans- að við Ingvald alt kvöldið. Og um nóttina hafði hún sagt upp úr eins manns hljóði: Heyrðu, Erhardt. En hvað hann Ingvald er laglegur! — Já, það er sprækur piltur, hann Ingvald. — Og hvað hann er kurteis og „galant' ! — Já. — Það var skógarilmur af honum. — Æ, vertu ekki að þessu bulli. Farðu nú að sofa. En María gat ekki sofnað. Hún var gjörbreytt upp frá þessu kvöldi. Aldrei hafði hann sjeð hana faLegri. Hefði hann ekki vitað, að það var ekki hans vegna, sem hún var orðin svona falleg, þá hefði hann ekki hirt um teiknistofuna en verið hjá henni alla daga. Og að hann ekki barði hana, ekki drap hana, þá var það af því, að blygðunin var sterkari en hatrið — blygðunin yfir þvi, að Ing- vald væri yfirsterkari. Tíminn leið. Kennarahjónin vissu vitanlega um a'.t en þau ljetu eins og þau vissu ekki neitt. Erhardt fann að allir vissu alt, en enginn sagði neilt. Allir ljetu eins og ekkert væri. Nú átti hann að fara að gegna her- skyldunni fyrsta næsta mánaðar. Og þegar því væri lokið ætlaði hann að fiytja til bæjarins og reyna að fá eitthvað að gera þar. Snikkarinn hafði keypt húsgögnin af honum aft- ur. í kvöld sat hann uppi við ána. Hann fann ekki til haturs. Aðeins tii þreytu. Þreytu af sorg og smán og nagandi söknuð eftir henni Mariu Ólsen — henni failegu litlu Maríu, sem einu sinni hafði verið hans. Þá stendur einhver við hliðina á honum. Ungur þrekvaxinn maður, tvitugur risi með barnsaugu. En liendurnar eru breiðar og harðar eftir járnkarL og sleggju. Hann býð- ur gott kvöld. Erhardt lítur upp. Honum hnykkir við, en hann lætur eins og ekkert sje, þrýstir framrjetta höndina og lætur Ingvald setjast við h.iðina á sjer. Eftir dálitla stund segir Ingvald: — Jeg var einmitt á leiðinni til þín. — Varstu það? — Mig langaði til að tala svolitið við þig, skilurðu. Jeg hefi svo oft verið að hugsa um það, því þú ert alira besti strákur. Það var leiðin- Legt að þetta skyldi koma fyrir. — O-já. Þú gelur verið besti mað- ur fyrir því. — Ja, þú skildir vist strax, að hún hafði farið með mjer. — Já, jeg gerði ráð fyrir því. Þeir sitja um stund. Svo spyr Er- hardt gætilega: Hvernig líður henni? — Þakka þjer fyrir, sæmilega. Hún segir bara, að hún iðrist eftir hvernig hún hafi farið með þig. Við tölum oft um það. Og meðan Ingva’d situr þarna svona sterkur og rólegur og fer svo gætilega, til þess að særa hann ekki þá finnur Erhardt enn til þess hve miklu hann er honuin síðri og biygð- unin ó.gar i honum á ný. Svo segir liann: — Ilún hafði frjálsan viLja. Vitan- lega gat hún gert eins og hún vildi. -— Viltu lofa mjer þvi, að bera ekki hatur til okkar. Jeg fyrir mitt leyti veit engan, sem jeg vildi sið- ur gera mein en þjer. Erhardt tekur á móti hendinni. Svo standa þeir upp. Erhardt strýkur ruslið af sjer og þeir ganga niður að þorpinu. —Þú kemur með mjer og drekkur hálfan bjór áður en þú ferð heim. Ingvald þakkar og tekur fram sig- arettu og býður. Þeir ganga áfram og inn á kaffihúsið bak við alþýðu- húsið, fá sjer há.fan bjór hvor og hann hressir þá svo einkennilega. Eftir stutta stund segir Ingvald: — Ástin er skritin, lasm. Jeg botna ekki vitund í lienni. Erhardt reykir enn um stund. — Lifið gengur sína leið, svarar hann. — Kannske er ekki neitt til, sem heitir ást, heldur er hún bara lífið. Annars gildir mig al.veg einu. Skáll Og svo skála þeir. Ræninginn, og sá, sem rændur var — tveir vinir. Tveir nemendur í skóla lífsins. Má- ske leikur ástin þá grátt, altaf. Eng- inn getur rannsakað vegi hennar, hún er sibreytileg og þó alt af hin sama. Það er vist rjett, sem Erhardt seg- ir: — Ástin og lífið er það sama. ■ sem hefir blóðbætandi og tauga- J ■ styrkjandi áhrif vegna eggjahvit- ■ * unnar og glycerofosfatsins sem í J j því er. ■ Yfir 25000 læknar hafa tilkynt J ! skriflcga um áhrif Sanatogens. j Þannig skrifar kunnar læknir: j „Sanatogen er ómetanlegt og ■ áreiðanlegt i öllum þeim til- j fellum sem markmiðið er það, ■ að veita vcikum likama nýja ! orku". J Fæst i iillum lyfjnbúðum. J Sje itarlegri upplýsiúga ósKað ! J þá lilfyllið miðann og scndið til: ■ J A/S Wulfing Co., Ivbhvn V. Sct. J Jörgcnsalle 7. Sendið mjer ókcypis og burðar- ■ gjaldsfritt: Sanntogcn sýnishorn og bækling. ■ Nnfn ............................... Slaða ............................J lleimili....................... J ] Eeilbrigði og lifsgleði j J krefst heilbrigðs líkama.— Þreyta, ■ J vöntun starfsgleði, svefnleysi o. s. J J frv. eru Ijós merki um ófullkomna J J næringu og veiklaðar taugar. Ef J J þjer viljið lialda likama yðar heil- J J brigðum og i fullu lifsfjöri ættuð J J þjer i mánaðartima að nota hið J J alkunna styrktar- og tauganæringarlyf J ■ ■

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.