Fálkinn


Fálkinn - 03.01.1931, Page 10

Fálkinn - 03.01.1931, Page 10
10 F A L K I N N PUNKTAL pj HversveKna að finna til þeirraj'S óþæginda, að sjá ógreinilega þeg- ! ar hægt er að forðast það með S því að fá hin rjettu gleraugu, S sem mæld eru eftir hinni ná- S kvæmu aðferð, sem altaf er notuð S í gleraugnadeildinni S í Laugavegs Apóteki s — ókeypis gleraugnamátun — • #•••••••••••••••• •••••••••••••••••• Líftryggið yður þar sem kjörin eru best. Úr ársreikningi Lffsábyrgðarfjel. Thule h.f. 1929: Árstekjur .... kr. 4.621.189.52 Þar af til hluthafa — 30.000.00 (Hluthafar fá aldrei hærri upp- hæð, skv. samþ.vktum fjelagsins). Lagt í sjóði fjel. kr. 326.272.00 Til hinna trygðu — 4.264.917.52 (yfir 92% af öllum ágóða fjel.). Ágóðahluti hinna trygðu útborg- ast árlega að 5 tryggingarárum liðnum, og er ekki hærri 1929 en önnur ár. Lífsábyrgðarhlutafjelagið T H U L E . Aðalumboðsmaður fyrir ísland: A . V. TULINIUS, Eimskipafjelagshúsinu, 2. hæð. Sími 254. Símn.: TULIN. Umboðsmenn óskast allsstaðar, þar sem ekki eru umboðsmenn í nágrenninu. Vandlótar húsfreyjur kaupa Tígulás- jurtafeiti. Best er að aualísa í Fálkanum Frá Parfs. Tískuvitleysan nær sínu hæsta stigi í samkepnisöldu þeirri, sem nú gengur yfir Frakkland. Sýkill þessi er náttúrlega eins og svo margir aðr- ir kominn frá Ameríku, Frakkarnir hafa gleypt við honum og keppa nú um alt mögulegt milli himins og jarð- ar. Svo sem það hver hefir fallegasta fætur, bíla, neglur, pymjamas o. s. frv. endalaust. Pyjamas-farsóttin er eiginlega sérstök veiki, sem var mjög áber- andi við baðstaðina í sumar, sem leið. Þá báru konurnar allavega lita pyjamas, griðarstóra hatta og litla skó, nú er of kalt til þess að klæðast sliku úti við, inni er ennþá algengt að sjá húsfrúna i silki pyjamas könt- uðum með svörtum hermelin skinn- um, með rauðar lakkeraðar neglur og skó í sama lit. Húsgögnin eru auðvitað í samræmi hvað lit snertir og lögun, alt er með ráðum gert, stólarnir eru djúpir og ljósin falin í stólum, borðum eða bómsturvösum, lág smáborð standa hér og hvar, á þeim er alt, sem hægl er að óska sjer — bækur, spil, whisky og sigar- ettur. Það nýjasta á nýtísku heimili er að gólf- og rúmteppi eru höfð úr skinni í svefnherberginu. Einkum er notað hvitt hrokkið lambskinn til þessa. En við skulum aftur víkja að ’mið- dagsteinu, sem drukkið er um fjög- urleytið. Það er altaf að verða sjald- gæfara að dansað sje á þessum tima dags. Fólki þykir þægilegra að mega sitja í góðum stól með tebollann sinn og tala saman eða hlusta á viðvarp- ið — nú er heldur ekki eins mikil þörf á að vera grannur lengur, tísk- an heimtar það ekki. Það, sem einkennir tískuna á þess- um vetri er að nú er svo að segja hætt að nota eftirmiðdagskjólana, i þess stað er notað treyja og pils. Stuttjakkinn, sem notaður er við er vanalega með stórum skinnkraga. Sjeu notaðir heilir kjólar, er vana- lega borinn síður ljós frakki úr ljettu efni við, er hann látinn vera um 15 sentimetrum styttri en pilsið. Utanyf- ir þessum búningi bera konurnar loðkápur. Loðkápurnar eru allar úr snöggum skinnum. Það er algengt að nota litla skinnjakka við dökk pils. Á þennan hátt má slíta út gömlum kápum, sem ekki er hægt að nota lengur. Jakkar þessir eru oft skorn- ir inn í mittið og niður í breiða tungu að aftan. Kveldkjólarnir eru hinir glæsileg- ustu í vetur, það er að segja fyrir þær fáu konur, sem geta borið þá svo vel fari. Ekki má nota þessa siðu kjóla til þess að dansa í þeim, til þess eru þeir bæði of óhentugir og fer ekki vel þó margar okkar ef til vill haldi það. Munið lika eftir að það er ekki nema einstöku, sem fer vel að kjólinn sje mjög fleginn i bak- ið. Skrautgripir eru mikið notaðir, einkum armbönd, það er ekki óal- gengt að sjá konur með hvert arm- bandið á fætur öðru upp að olnboga. Eyrnahringir eru aftur að koma i tísku, stærri og þyngri en nokkru sinni áður. Það er ekki laust við að það sje hálfgerður villimannsbragur á hinni glaðværu Paríiarborg.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.