Fálkinn - 04.04.1931, Qupperneq 6
6
F A L K I N N
Kristur er upprisinn.
Páskahug-leiðing eftir
síra Árna Sigurðsson fríkirkjuprest.
„En nú er Kristur upprisinn
frá dauðum sem frumgróði
þeirra sem sofnaðir eru“
(1. Kor. 15, 20).
Kristur er upprisinn! Snemma
urðu þau orð fagnaðarkveðja
kristinna manna. Þau sjeú þá líka
páskakveðja vor, er berist frá
manni til manns. Það eru tíð-
indin, sem páskarnir flytja
kristnum mönnurn um allar álf-
ur líeims. Og hvilík er sú fagn-
aðarfylling, sem í þeim tíðindum
er fólgin: Liðinn er sorgartimi
föstunnar. Ljósgeislar upprisu-
morgunsins faila nú jrfir Gol-
gata þar sem myrkrið huldi
krossinn og skýin grúfðu yfir á
hinum langa föstudegi. Og þetta
hið sama ljós fellur nú i dag yf-
ir skuggadali jarðlífsins og
harmabrautir mannanna barna.
Sjá, ljós er yfir öllu! Páska-
morgunn er lífgjafi, sem haðar
dagrenning þar sem áður var
nótt. Þess vegna syngjum vjer
sigursöngva á páskum, fögnum
sigurlietjunni, sem kom úr him-
indýrð og leiddi í ljós líf og ó-
dauðleika. Páskar eru sigurhátíð
Krists umfram alt.
Kristur er upprisinn! Englar
birtast, bjartar skínandi verur,
íbúar þeirra heima, er einnig
geta orðið vor framtíðarlönd.
Vjer sjáum inn fjTÍr fortjald það
er skilur heimana. Vjer sjáum í
anda Jakobs-stigann, og engla
Guðs stíga upp og stíga niður,
liimneskar verur birtast og
bverfa. Vjer skiljum þar, af því
að vjer sjáum, afskifti æðra
heimsins af vomm heimi, Óaf-
máanlega greypa páskarnir þá
sannfæringu inn í sálir manna, er
gera sjer grein fyrir atburðum
þeirra, að liinn andlegi heimur
sje oss næi’, en dagleg vitund vor
fær skynjað. Sjálfur hirtist hinn
upprisni drottinn vinum sínum
í björtu dagsljósi, slæst í för með
Emaus-lærisveinunum, og talar
við þá, svo að hjörtun taka að
brenna, keinur inn til postul-
anna að luktum dyrum, en get-
ur þó látið Tómas hinn efa-
gjarna þreifa á sjer, til þess að
gefa honum fagnaðarsælu trú-
arvissuna, er knýr liann til að
lirópa í lirifningu fagnaðarins:
Drottinn minn og Guð minn!
Dýrðlegir og óvenjulegir eru
þessir athurðir. En ramlega eru
þeir rökstuddir af sannorðum
sjónarvottum. Og síðan af ýmis-
legri, dýrmætri reynslu manna
á öllum öldum. Enn i dag ber
slík reynsla mönnunum þennan
vitnisburð um hinn upprisna
drottin:
„þú Kristur, ástvin alls sem lifir,
ert enn á meðal vor.
Þú ræður mestum mætti yfir
og máir dauðans spor.
Þú sendir kraft af hæstu hæðum
svo himinvissan kveikir lif í æðum,
og dregur heilagt fortjald frá,
oss fegurð himins birtist þá“.
Kristur er upprisinn! Ljósi
hregða páskarnir yfir flóknustu
gátur og römmustu rúnir mann-
lífsins: Alt böl lífsins verður
bætt um síðir. Endurgjald og
umbun eiga þeir í vændum, sem
liðu og dóu saklausir, fyrir hið
sanna og góða, og liuggun og
harmabót þeir, sem tíðum feldu
tár kærleikans. Ekkert er til-
gangslaust, ekkert týnist nje
gleymist í tilveru Guðs; öllu
lieldur liann til skila. Annað líf
er í vændum, sem dauðinn fær
eigi sigrað nje gröfin baldið.
Hve dýrðlegt ljós yfir lifsgát-
urnar! Hvílík hvöt og sigur-
lcraftur í baráttu lífsins!
„Nú vor blómgast náðarhagur,
nú sjer tíminn eilíft ljós“.
Vinur minn getur verið lirif-
inn frá mjer, slitinn úr faðmi
mínum með ósigrandi afli dauð-
ans. „En jeg veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn“.
Sorgin, óttinn eða kvíðinn geta
hyílt á mjer sem mai’tröð, grúft
yfir sem kolsvart ský. „Hverf-
idt getur reynst líf, heilsa og
hamingja. En það veldur mjer
eigi ólæknandi hrygð, því að jeg
veit, á hvern jeg trúi, og er þess
því fullviss, að „þótt holdið
sjálfu sjer hverfi sýn, þótt liísm-
ið vinni sjer dánarlín, er llfið þó
sannleikur. ..“
Þannig opna páskar Krists
lifinu jafnan ný svið. Nýir veg-
ir hlasa við, þar sem áður voru
skuggalegar vegleysur. Ný tæki-
færi, nýir möguleikar. Því er
ekki þörf að æðrast, þótt von-
brigði, vinamissir, dauði og dap-
urleiki myrkvi lijer marga stund.
Þrátt fyrir alt er lífið ekki blóð-
rás og logandi und, heldur sigur
og guðleg náð. Þennan boðskap,
sem páskarnir fluttu fyrst lirygg-
um ástvinum liins krossfesta
lausnai’a, flytja þeir sorgarbörn-
u.m enn í dag, öllum sem trúa og
eru sannfærðir. Upprisustað-
reyndin í kristinni trú befir um-
fram alt verið það sigurafl, er
sigraði heiminn. Og hún verður
það enn. Því að enn eru menn-
irnir að keppa að því að skilja
liana sem best og trúa henni.
Páskana ber upp á vortím-
ann. Stundum eru þeir sumrinu
samferða. Er fagurt samræmi i
því. Því að páskarnir boða fögn-
uð þann, sem er fólginn í þess-
um orðum skáldsins::
„Vjer sjáum hvar sunmr rennur
með sól yfir dauðans haf,
og lyftir í eilífan aldingarð
því öllu, sem- Drottinn gaf“.
Kristur er upprisinn! Dauð-
legi maður! Drottinn þinn hfir!
Ris þá á fætur í páskamorgun-
roða, heilsa með fögnuðí von-
inni um eilífan dag, og lifðu Guði
meðan lifið endist, svo að hvorki
líf nje dauði aðskilji þig og Iírist.
Þá treystir þú öruggur eilífu
loforði hans sem ekki mun
bregðast:
„Jeg lifi og þjer munuð Iifa?“
Amen.
Kristur lifir!
Lærisveinum Jesú liefir víst aldrei
liðið jafn illa, eins og daginn milli
dauða lians og upprisu. Það var þeim
eins og sólin væri gengin undir og
mundi aldrei koma upp framar. Það
var nótt, biksvört nótl í hjörtum
þeirra. Þeir höfðu vænst svo mikils
af Drotni sínum og meistara. Þeir
höfðu bygt sjer svo bjartar skýja-
borgir og gert svo glæsilegar áætl-
anir um framtíðina. En nú var alt
fallið sainan, alt hrunið og orðið að
rústum. Jesús var dáinn! Þeir vissu
naumast hversvegna hann var dáinn
og voru alveg búnir að gleyma þvi,
sem liann hafði sagt, að Manns-sön-
urinn ætti að risa upp á þriðja degi.
Og enn í dag eru til trúaðir menn
— það mætti kalla þá páskalaugar-
dagskristna — sem eru alveg eins á
vegi staddir, eins og lærisveinar Jesú
voru milh langafrjádags og páska-
dags.
En íhgum þetta nánar: Getur dauð-
ur Kristur verið frelsari heimsins?
Nei, alls ekki! Það er fjarstæða, ó-
sannindi! Trúarhrögð Jesú eru trúar-
brögð lífsins. Boðskapur hans var:
Jeg er upprisan og lífið! Og englar
himins vottuðu: Hann lifir! Frum-
herjar kristinnar kirkju trúðu á lif-
andi Krist og prjedikuðu lifandi
Krist. í ómótmælanlegum vitnisburð-
um Heilagrar Ritningar finnum vjer
hann lifandi. Og hver sá, er stendur
augliti til auglits frammi fyrir hinum
upprisna kristi, kemst að raun um
það, að hann gefur glötuðum synd-
ara vald til að verða Guðs harn. Já,
hann lifir í lijörtum lærisveina sinna!
Það var og er enginn annar en
hinn upprisni Frelsari, sem skapar
upprisugleði í hjörtum .lœrisvein-
anna. Hve dapurlegt var ekki ferða-
lag lærisveinanna tveggja út til Ema-
us á Páskadagskvöld! Hvílík lirygð
lýsir sjer ekki i þessari játningu
þeirra: „Vjer vonuðmn að hann væri
sá, er leysa mundi ísrael. Og auk alls
þessa er í dag þriðji dagurinn, siðan
Jietta bar við“. En sjáum svo þessa
sömu menn stundu síðar á leið upp
til sorgbitinna félaga sinna i Jerúsa-
lem. Sjáið, hvernig gleðin ljómar í
augum þeirra, hve ljettir Jieir eru á
sjer, þrátt fyrir erfiðleika dagsins.
Sjá, hvernig þeir hlaupa heim Emaus-
veginn, sem áður var þeim svo þung-
fær og þreytandi. Og hvað veldur
gleði Jieirra? Jú, upprisni meistarinn
hefir opinberast þeim, um leið og
hann blessaði brauðið við fátæklega
máltið Jieirra. Það var upprisugleði
í sálum þeirra!
Og er það ekki einmitt þessi sama
gleði, sem Guð vekur enn í hjörtum
barnanna sinna, þegar þau í sannleika
Iæra að þekkja hinn upprisna Krist?
Ömurlegt og hrollkalt myrkrið verð-
ur að víkja fyrir óumræðilega sælli
gleði hins lifanda Frelsara, sem nú
fyllir sálina.
Hinn upprisni Kristur skapar „upp-
risu-kristna“ menn. Þú liefir ef til vill
ekki heyrt það orð fyr, og þjer finst
Jiað máske óviðfeldið? En litum á,
hvað það táknar:
Upprisu-kristnir eru þeir menn, er
gengið hafa í dauðann með Jesú,
krossfestir frá synd og heimi, kross-
festir með Kristi og hættir áð lifa
sínu gamla lífi. Upprisukristnir —
Það eru þeir, er sagt geta með sanni:
„Sjálfur lifi jeg ekki framar, held-
ur lifir Kristur í mjer. En það sem
jeg þó enn lifi i holdi, það lifi jeg
í trúnni á Guðs Son, sem elskaði
mig og iagði sjálfan sig í sölurnar
fyrir mig“.
Upprisukristnir — það eni þeir,
sem gert hafa heiminum makleg skil
og bíða þess, eins og Kristur eftir
upprisuna, að verða hrifnir upp til
himins. „Vjer, sem höfum frumgróða
Andans, jafnvel vjer, stynjum með
sjálfum oss, bíðandi eftir sonarkosn-
ingunni, endurlausn. líkama vors“.
„Því að náð Guðs hefir opinberast
til hjálpræðis öllum mönnum, og
kennir lnin oss áð .... bíða hinnar
sælii vonar og dýrar-opinberunar
hins mikla Guðs og frelsara vors
Jesú Krists“.
Iiugsum oss, hve undursamlega
sæluríkt líf það er, að bíða þannig
liins upprisna lifandi Frelsara, biða
endurkomu hans i skýjum liimins, —
biða umbreytingar og endurlausnar
líkama vors og brotthrifningar til að
inæta Drotni í loftinu. Það er upp-
risulíf og upprisuvon.
En ef Kristur er ekki upprisinn,
er trú yðar ónýt“ segir Páll, „þjer
eruð þá enn í syndum yðar.... og
þá liinir aumkvunarverðustu allra
maiina",
En nú lifir Frelsari vor! Hann lif-
ir, dýrðlegur gjörður hjá föðurnum,
og frá liimni dýrðarinnar mun á sin-
um tima raust lians liljóma til bræðra
vorra og systra, er sofnaðir eru i trú
á hann. Daúðinn og gröfin verða að
sleppa lierfangi sínu. Heimfarnir
hermenn skulu fá að mæta frelsuð-
um ástvinum og aldrei framar við Þá
skilja.----
Var það ekki vegna þessarar von-
ar, sem Páll gat svo fagnandi sagt:
„Lífið er mjer Kristur og dauðinn á-
vinningur". „Hvort sem vjer lifum,
lifum yjer Drotni, eða vjer deyjum,
þá deyjum vjer Drotni“.
Var Jiað ekki Jiessi mikla bjarg-
fasta upprisuvon, af Guði gefin, sem
fyllti hjörtu píslarvottanna, svo að
þeir á blóði-drifnu vígsviði og inn-
an um öskur óargadýra gátu sungið
lofsöngva, Guði til dýrðar?
Þó að mörgum kunni að þykja sem
Jietta sjeu draumórar, og ])ó áð þeim
fari æ fjölgandi, sem efast og gleyma
að vænla konungsins í skýjum him-
ins, þá mun þó ætíð ofurlítill hópur
verða valcandi, fullur eftirvænlingar
og viðbúinn að mæta Drotni sínum.
í vantrúar-myrkviðri þessara síðustu
tíma játar Jiessi litli hópur Guð sinn
hiklaust og væntir endurkomu Son-
ar hans. Og liann fær að reyna það,
að eftirvæníing lians var ekki árang-
urslaus, þvi að Jesús lifir!
Enginn, sem á hann trúir, skal
verða fyrir vonbrigðum.
Fr. Mangs. (Á. Jóh.).
----x----
Vjer hjeldum heim —
í vetur hefir birst í nokkrum
erlendum stórblöðum áframhald
liinnar heimsfrægu hókar „Tíð-
indalaust á vesturvígstöðvun-
um“ eftir Erich Maria Remar-
que en innan skamms kemur
hún út í bókarformi. Saga þessi
heitir „Vjer hjeldum heirn —
og er nú byrjað á prentun henn-
ar á íslenzku, í þýðingu Björns
Franzsonar stúdents. Þessi bók
hefst á heimförinni af vígstöðv-
unum, en aðalefni hennar er
tekið úr lífi hermannanna, eftir
að heim var komið. Lýsir liún
aðdáanlega sálarlifi þeirra og
hve hugsanirnar voru bundnar
við vígvöllinn, þótt slopnir væru
heilir úr ógnum lians. Bókin er
ekki síður ádeila á hernað en
fyrri hók höf, og mun því verða
fengur öllum friðarvinum. Hinn
sami mjúki blær er á frásögn
þessarar bókar og „Tíðindalaust
á vesturvígstöðvunum“. Hefir
nú þegar nokkuð verið ritað um
söguna erlendis og nálega ein-
róma lof. Er talið einsdæmi, að
sami maður hafi ritað tvær jafn-
góðar bækur i röð og Remarque
hefir tekist með þessum fyrstu
bókum sinum. — Ætlast er til
að íslenzka útgáfan komi út
samtímis og bókin birtist á öðr-
um málum.