Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 04.04.1931, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Allar þjóðir eiga við hið mesta at- vinnuleijsi að stríða, en þó mun á- standið jafnvel hvergi vera jafn bágborið eins og lijá þeirri þjóð, sem haft hefir af mestri velgengn- inni að segja á siðari árum, nefni- lega Ameríkumönnum. Ár frá ári höfðu þeir grætt of fjár, hagur rík- issjóðs og atvinnufgrirtækja stóð með mesta blóma og ráðandi stjórn- arflokkur liafði ofmetnast svo, að í ræðu einni sagði Herbert Iloover, rjelt áður en hann var kosinn: „Ef þjóðin Ijær því fglgi sitt, að sömu stefnu verði haldiff áfram í sljórn- málum og verið hefir síðustu 8 ár, mun sá dagur bráðlega renna upp, að fátæktinni verði útrýmt í þjóðfje- lagi Bandaríkjanna". En noklcrum mánuðum eftir að Hoover hafði tek- ið við forseta embættinu, í mars 1929, bregttist veður í lofti og í októ- ber s. á. bgrjaði hrunið á kauphöll- inni í New York. Þá bætiisl við verð- hrun á landbúnaðarafurðum og lirávörum, og síffan hafa atvinnu- mál Bandaríkjanna verið í mesta öngþveiti. Atvinnulegsisskgrslur eru ekki gerðar í ríkjunum, en eftir lauslegri áætlun er núverandi tala atvinnulegsingja nærfelt átta mil- jónir. En nokkurn mælilwarða á at- vinnulegsinu er að finna í því, hve margar umsóknir berast um stöður þær, sem vinnuskrifstofurnar aug- lýsa lausar, í liinum stærri borgum. Ein af stærstu vinnuskrifstofunum í New York segir, að í janúar 1929 hafi að meðaltali borist 229 um- sóknir um hverjar 100 lausar stöð- ur, en 657 umsóknir í janúar 1930 og 2861 í október síðastliðnum. Og verkmannasamböndin ielja, að af meðlimum þeirra hafi um 8 af hundraði verið atvinnulausir í nóv- ember 1928 en 22% í nóvember síð- astliðnum. — Vitanlega var það ekki síst hið bága óisland atvinnu- veganna, sem olli hinum miklu straumhvörfum í st jórnmálum Bandaríkjanna við kosningarnar í haust. En gfirleitt hefir Hoover regnst miklu Ijelegri forseli, en bú- ist var við, verið óákveðin og liik- andi í úrskurðum sínum og stund- um láiið þingflokk sinn bera sig of- urliði og negða sig til þess að fallast á hluti, sem alkunnugt var að voru honum þvert um geð. —Heiia má að atvinnulegsið vestra sje að verða til almennra vandræða, fólk hefir hóp- um saman ekki þak gfir höfuðið og sumstaðar, eins og t. d. í Phila- delphia hafa gfirvöldin orðið aff Igsa gfir hernaðarástandi í borginni, vegna þess hve óeirðirnar voru orðnar miklar. Lögreglan beitir hörðu iil þess að halda uppi reglu og forða blóðsúthellingum og hefir m. a. sumstaðar orðið að nota tára- gas, til þess að tvístra mannfjölda þar sem hann hefir safnast saman fgrir utan matvælabúðir til þess að heimta brauð og önnur matvæli. Á efstu mgndinni sjest lögreglan vera að lirekja fólk burl með táragasi en á miðmgndinni er hún að handtaka fólk. Neðsta mgndin er frá Phila- delphia. Þar er stáliðnaður mestur í Bandaríkjunum, en cdvinnulegsi hvergi mciixi. Áf tveim miljónum borgarbúa eru um 250 þúsund at- vinnulausir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.