Fálkinn - 04.04.1931, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
Indverjcir minnast handtökudags Gandhi með jnn að kvenfólkið
safnast saman og brýtur saltlögin. Myndin sýnir konur vera
að vinna salt.
Myndin er af einum sýningarskálanum á nýlendusýningunni
miklu, sem haldinn verður í París í sumar. Verður hún afar
íburðarmikil, að sögn.
Ríkir Spánverjar eiga góð veiðilönd og eru miklir veiðimenn.
Myndin sýnir dóttir hertogans af Claramonte í veiðiför.
Bernhardshundur dregur skíðamann.
Landbúnaðarráðuneyti Pól-
verja hafði nýlega veiðiför
um skógana í Sljesíu og bauð
þangað ýmsum helstu stjórn
málaerindrekum annara
þjóða í Varsjá. Hjer á mynd-
inni sjást Moscicki forseti
Póllands og sendisveitarrit-
arar ítala standa og bíða eft-
ir bráð.
Fyrir þremur árum kviknaði
eldur i olíunámunum í Mor-
ani i Rúmeníuoghefirbrunn
ið þar látlaust síðan, án þess
að tekist liafi að slökkva í
olíunni, og ýmsir sjerfræð-
ingar úr öllum áttum voru
fengnir til þess að kæfa eld-
inn. Loks tókst þremur for-
ingjum úr brunaliðinu í
Budapest að gera út af við
eldinn og fái þeir yerðlaun
þau, sem lieitið hefir verið
fyrir, en það eru 250 þúsund
dollarar. Bruninn hefir eyði-
lagt verðmæti fyrir margar
milj. dollara þessi þrjú ár.