Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1931, Page 13

Fálkinn - 06.06.1931, Page 13
F Á L K I N N 13 fægi og hreinsunarduftið. Hafið það ávalt við hend- ina. Tin verður eins og silfur og kopar eins og gull. Það rispar ekki við- kvæmustu málma. Notið VI M á öll búsáhöld. Það er selt í dósum og pökkum og fæst alstaðar. M V 122-10 IEVER BROTHERS LIMITED. P0R7 SUNLIGHT. ENGLANO. Hið aukna verðmæti RALEICH THE ALL-STEEL BICYCLE er að þakka samfeldum próf- unum á stálinu, grindinni, 'ramgaflinum, gaffalkrónunni, isamt aksturprófunum o. s. frv. Allra hlunnindanna af þessum prófunum njótið þjer, er þjer hafið kosið ySur Raleigh-reiS- hjólið. Veljið þá tegund, sem þjer óskið, hjá ÁSGEIR SIGURÐSSON, Hafnarstræti 10—12. Aðalumboð fyrir ísland. Horfna miljónin. Skáldsaga eftir Edgar Wallace. hneptur upp í háls, því að kalt var í veðri og mjúkur flókahatturiun dreginn niður á augu. Sólin var komin upp og einstaka mað- ur, verkamenn og handverksmenn komnir á stjá. 1 raun og veru var ekkert sjerkenni- legt við þennan mann í frakkanum nema göngulagið: hann þrammaði svo makinda- lega og silalega áfram. Jimmy fanst liann endilega kannast við þetta göngulag, en lion- um var ómögulegt að koma manninum fyrir sig. Kikir hjekk á snaga bak við liurðina og Jimmy tók liann og kíkti út um glugg- ann í sama bili og maðurinn var beint fram undan. 1 sama bili og Jimmy bar kikirinn upp að augunum leit maðurinn upp. „Herra minn trúr“, sagði spæjarinn og greip öndina á lofti. ! „Það var Rex Walton, sem reikar þarna á götunni“. XII. KAPÍTULI Jimmy lagðist út í gluggann og kallaði á hann, en annaðhvort heyrði hann ekki eða vildi ekki lieyra. Jim greip þá í flýti yfir- frakka sinn og þaut í hendingskasti niður stigann. Þegar haiin kom út á götuna var maðurinn horfinn. Jimmy sá lögregluþjón koma og gaf lionum bcndingu, og maður- inn greikkaði sporið, því hann lijelt að um innbrot eða eitthvað slíkt væri að ræða, er hann sá Jim hálfklæddan á götunni. Jimmy sagði í flýti hver hann þæri og spurði lög- reglumanninn spjörunum úr. „Maður í ljós- um yfirfrakka? Já, jeg sá einn, liann gelck á gangstjettinni hinu megin og steig inn í vagn, rjett áður en þjer komuð út. Já, þarna er vagninn“ — hann benti á bíl, sem ók burt á liraðri ferð. „Hafið þjer mist nokk- uð?“ „Nei, víst hefi jeg ekki mist neitt“, svar- aði Bill óþolinmóður. „Tókuð þjer eftir biln- um og hvernig hann leit út — hvaða númer var á honum?“ En lögregluþjónninn hafði ekki htið á númerið. Alt sem hann vissi var það, að þetta var lítill Ford, með þakið uppi og veggblæjurnar fyrir, og að hann hafði stað- ið á næsta götuhorni i tvær mínútur. Jim hafði nú gleymt allri tilhugsun um svefn og þegar liann kom upp stigann aftur tók hann sjer laug, rakaði sig og hafði fata- skifti og þegar hann kom til Joan Walton var tæplega liægt að heyra á mæli hans, að hann hefði ekki sofið í sólarhring. „Hefir Rex komið hingað?“ spurði hann samstund- is. „Nei“, svaraði hún áköf. „Er hann fund- inn? „Jeg hefi sjeð hann. Jeg þori að sverja, að það var hann — það gat ekki annar verið. Hefði jeg verið klæddur, mundi jeg liafa náð í hann“. Og svo sagði hann henni frá, hvernig hann hefði sjeð liann, þá um morg- uninn. „Guði sje lof að hann er lifandi!“ sagði hún. Mig gildir einu með skýringuna, bara að jeg veit að hann lifir!“ Jimmy Iiorfði hugfanginn á hana. Glettna skólastelpan, sem Jim hafði ávalt sjeð i Joan var horfin en hin nýja Joan var opinberun, sem hann dáðist að. „Veslings barn, þetta hafa verið þrautatímar fyrir þig“, sagði liann og lagði höndina á öxl hennar. Þetta var gamall vani frá barnsárunum, þegar hann þóttist vera einskonar stóri bróðir hennar; en nú fann liann strax, að þetta átti ekki við og dró að sjer höndina. Hún leit fast á liann. „Jimmy, ertu hræddur við mig?“ sagði hún álasandi. „Já, jeg er það“, svaraði hann. „Það máttu ekki vera; og ef þú ferð að umgangast mig eins og fullorðna mann- eskju, þá fer jeg að gráta! Rex er á lífi!“ Hún dró andann djúpt og brosti. Hann hafði ekki sjeð liana brosa síðan brúðkaups- daginn eftirminnilega. Venjulega var Jim ekki vanur að ræða embættismál sín við neinn, en í dag var hann ræðinn og sagði henni söguna af Parker og kaffinu. „Jeg liefi ekki myndað mjer neina skoðun á Parker. Hann var eins og liúsgagn þama á heimilinu. Varð Coleman ekki viti sínu fjær,?“ Jim hló glaðlega. „Hann varð æfareiður“, svaraði hann. „En þetta færir okkur nær markinu, Joan. Og þegar jeg nú hefi sjeð, að Rex er lifandi, hefir stór steinn fallið frá hjarta mjer. Það hefir víst ekki verið neitt að símanum síðan?“ „Nei“, svaraði liún, „ekki eiginlega“. „Hvað áttu við með því?“ spurði hann ört. „Ekki annað en það, að mjer fanst á mjer í gær, að einhver væri að hlusta í hvert skifti sem jeg hringdi þig upp. Það var ekki samsláttur, sem þeir kalla, heldur var altaf einhver inn á sjálfri línunni. Og einu sinni, þegar jeg var að reyna að ná í þig, heyrði jeg sagt: „Haltu kjafti, liún er að tala“. Það var mjög veikt, nærri því eins og það væri hvíslað, en maður heyrir óvenjulega vel í þessu áhaldi. Skilurðu hvað jeg á við?“ Jimmy blístraði. „Já, en þetta skulum við komast fyrir. Mjer þykir vænt að þú sagðir mjer það“. „Það getur verið einföld skýi'ing á þvi“, sagði stúlkan, „og máslce leiði jeg þig á villi- götur. Þetta og svo maðurinn hjerna úti, sem sennilega er líka ímyndun mín, gerði mjer svo gramt í geði, að jeg hringdi til þín í gærkvöldi, en eftir á þótti mjer vænt um, að þú skyldir ekki vera heima“. „Jimmy starði á liana. „Stúlka“, sagði liann

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.