Fálkinn - 06.06.1931, Side 14
14
F A L K I N N
XLTS 32 -IO
Valið er anðveltJJ
ff f\
Sápan sem allar konur kiósa^er _J i
LUX ILm/ SAPA
LEVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT. ENGLAND.
AtvinnuleysiS og glæpafarganið
þykja tvö verstu mein Bandaríkjanna
nú á tímum, og í sambandi við það er
þessi saga sögð: Kvöld eitt í myrkri
stöðvaði bófi mann einn á förnum
vegi, miðaði á hann skammbyssu og
skipaði honum að afhenda sjer fje
sitt. Maðurinn afsakaði sig, sagðist
hafa verið atvinnulaus og ekki eign-
ast eyri i síðuslu þrjá mánuði. „Þá
hafið þjer afsökun og jeg ætla að láta
hjá liða að drepa yður núna“, svaraði
hinn, „þvi að síðustu þrjá mánuðina
hefi jeg ekki eignast eyri til þess að
kaupa skot í skammbyssuna mina“.
-----------------x-----
Greifafrú de Moustier i Palermo,
ein af ættstærstu og ríkustu aðals-
frúm þar í börg, tilkynti nýlega lög-
reglunni að stolið hefði verið frá
lienni gimsteinum, sem virtir voru á
nálægt hálfa miljón lira. Þjófsins var
leitað en árangurslaust og frúin var
úrvinda af sorg. Og ekki bælti það
um er uppáhalds hundurinn hennar
varð snögglega veikur og drapst, rjett
eftir gimsteinahvarfið. Dýralæknin-
um þótti þetta fár svo einkennilegt,
að hann krufði hundinn. Fann hann
þá i maganum á honum gimsteinana,
sem frúin hafði mist, svo að von-
andi hefir hún huggast.
Hefirðu nokkurntfma óskað þjer
að þú hefðir þriðju höndina?
WESTINGHOUSE ljósa- og orku-
stöðin er yður á við tylft handa.
Auk þess sem hún lýsir upp heimili yðar
sjer hún fyrir orku til þess að dæla vatn-
inu, brýna verkfærin — gera alt það marga,
sem nú tekur orku yðar frá áríðandi störf-
um. Og hið undursamlegasta við Westing-
house ljósa- og orkustöðina er það, hve auð-
velt er að hirða hana — og hve ódýr hún
er í rekstri.
Kynnið yður Westinghouse ljósa- og orku-
stöðina þegar í stað. Undirritaður aðalum-
boðsmaður á íslandi veitir yður fúslega all-
ar nauðsynlegar upplýsingar.
Eiríkur Hjartarson
Laugaveg 20B Reykjavík Sími 1690
Westinghouse
— „þú talar rósamál. Hvað áttu við með
„maðurinn fyrir utan“.
„Hjerna hefir maður verið fyrir utan í
marga daga, labbað upp og niður götuna,
en aldrei mist sjónar á dyrunum. I gær-
kvöldi var kominn nýr maður.. Sá fyrri er
með harðan hatt, hinn með linan flókahatt.
Hann var þar þegar jeg leit út um gluggann
kl. 2 í nótt, og hann hvarf rjett mínúturnar,
sem lögregluþjónarnir gengu fram hjá. Svo
kom hann undir eins aftur“.
„Er hann þar núna? spurði Jimmy.
„Jeg býst við því“, svaraði hún og gekk
út að glugganum.
Dagstofan vissi út að torginu og er hún
hafði horft út augnablik benti hún og sagði:
„Þarna er maðurinn, sem gætir dyranna á
daginn“.
Jim horfði þangað sem hún benti. Rjett
við póstkassastólpann stóð maður í blárri
regnkápu með hendurnar í vösunum. Vareins
og hann stæði þarna í þönkum og væri að
góna á umferðina.
„Ertu viss um að það sje þessi deli, sem
var hjer í gær?“
Hún kinkaði kolli. Sláninn var svo langt
undan, að ekki var liægt að greina andlits-
drætti hans, en Jimmy sem var minnugur á
fólk, kannaðist þegar við hann. „Þetta er
vist einn af kunningjum mínum“, sagði
hann kæruleysislega, „og það er víst best að
jeg fari út strax og tali við hann“. Skömmu
síðan fór hann út og reikaði yfir að póst-
kassanum, en þegar þangað kom sneri mað-
urinn undan og gekk burt i hægðum sínum,
þangað til hann kom að næsta götuhorni
og sneri þar undan, þannig að hann sneri
baki við Jimmy þegar hann færi fram hjá.
En Jimmy fór ekki framhjá; hann stað-
næmdist og klappaði á öxlina á landeyð-
unni, og maðurinn sneri sjer við með sak-
leysislegum undrunarsvip.
„Hvernig er heilsan, Farringdon?“ spurði
Jim. „Jeg hjelt að þjer væruð í tugthúsinu".
„Yður skjátlast víst“, svaraði maðurinn
með uppgerðar yfirlæti. Jeg heiti Wilthorpe
og er hjer að bíða eftir kunningja mínum“.
„Jeg er hræddur um, að hans verði
skramhi langt að bíða“, svaraði Jimmy kald-
ur. „Og á meðan skuluð þjer stytta yður
stundir og koma með mjer, og ef þjer reyn-
ið að skjóta, þá drep jeg yður“.
„Yður hlýtur að skjátlast", sagði maður-
inn og hreyfði sig ekki. En svo sá hann augu
Jimmys og skifti um tón. „Hvað er nú að,
Sepping? spurði hann fýlulega. „Hafið þið
þefararnir ekki annað að gera en ofsækja
mig, saklausan manninn, þó að jeg hafi lent
í steininum?“
„Jæja, æthð þjer að koma?“ spurði
Jimmy.
„Vitanlega" svaraði Farringdon Brown og
geklc áleiðis við híið lögreglumannsins.
Maðurinn var þreklegur, dökkur á liör-
und, fæddur i Ástralíu og kunnur lögregl-
unni í þrem Evrópulöndum sem hættulegur
glæpamaður. „Fólk af yðar tagi er aldrei á-
nægt néma það geti komið öðrum i bölvun“,
sagði hann. „Aldrei gefið þið okkur vesling-
unum tækifæri til að komast á rjettan kjöl
aftur. Undir eins og maður reynir að fá sjer
atvinnu, komið þið og spillið þvi“.
„Þegið þjer!“ sagði Jimmy.
Þeir gengu nú um fáfarna götu og að und-
antekinn stúlku, sem var að sópa dyraþrep
við eitt húsið, var hvergi sál að sjá. Snögg-
lega og fyrirvaralaust rjetti Farringdon frá
sjer hnefahögg og munaði ekki nema þuml-
ungi, að það hitti andlitið á Jimmy, en á
næstu sekúndu hafði hnefi Jimmys hitt
rjettan stað og Farringdon lá kylliflatur á
götunni. Áður en hann hafði raknað úr rot-
inu liafði Jimmy snúið honum á magann og
sett á hann handjárn. „Þú ert viðbjóðslegur
fantur“, sagði Jim og kipti honum á fætur.
Farringdon var ringlaður og sagði ekkert.
Þégar hann var rannsakaður á lögreglustöð-
inni fundust tvær hlaðnar Browning-
skammbyssur á honum, hvor i sínum vasa,
og er læknirinn hafði bundið um höfuðið á
honum var hann settur í klefa, og yfirheyrði
Jimmy hann þar.
„Jeg ætla að senda kæru á yður, sem
grunsamlegan mann“, sagði hann. „Og það
þýðir, að þjer fáið þrjú ár. Ef þjer eruð
skynsamur, Brown, þá skuluð þjer leysa frá
skjóðunni“.
„Hvað ætti jeg svo sem að segja?“ rúuldr-
aði hann.