Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1931, Síða 6

Fálkinn - 27.06.1931, Síða 6
6 F Á L K I N N Á þessari mynd sjest fjallabraut, sem lögff hefir veriff upp á einn fjalls- tindinn á Madeira. En uxasleffarnir komast þá leiö líka, þó að þeir ef til viX'I sjeu nokkru lengur á teiffinni. til lækninga, ekki síst tæringar- veikir menn. Þúsundir manna hafa farið þangað sjer til heilsu- bótar og komið þaðan aftur heilir heilsu- Enda má segja, að ferðamennirnir sjeu mesta tekjulind Madeirabúa. Sykur- rækt og bananarækt er mikil í landinu og talsvert flutt út af þessum vörum, en þó kveður meira að vínyrkjunni, þó að rnenn hinsvegar megi ekki halda að nenra lítill hluti þess vins, sem selt er í heiminum undir nalninu ,Madeira‘ sja það- an komið. Vínyrkjan var sem sje afar mikil fram yfir miðja síðustu öld, en þá eyðilagðist vínviður þeirra eyjaskeggja al' svepptegund einni, svo að þeir tóku að rækta sykurreyr í stað vínviðarins og gekk svo um hríð, þangað til það sýndi sig, að loftslagið var ekki eins hent- ugt til sykurræktar eins og vín- yrkju. En á meðan höfðu aðrar þjóðir stolið nafninu og nota það síðan á vín.—Verslun eyja- skeggja og mest af siglingunum er í höndum Breta. 1 gamla daga vöktu sam- göngutæki Madeirabúa mikla athygli allra komumanna. Þeir notuðu sem sje ekki kerrur eða vagna, heldur einskonar sleða, scm dregnir voru af uxum. Voru það seinfær samgöngu- tæki, eins og nærri má geta. Nú hafa bifreiðarnar vitanlega lagt Madeira undir sig að mestu leyti en þó má enn sjá hina fornu uxasleða á fjallvegum, sem enn eru ófærir bifreiðum. Eru þeir kallaðir „carro“ á máli Mad- eirabúa. Gestagangurinn er mestur á Madeira mánuðina desemher til mars. Þá er snjór og kuldi i norðlægum löndum en besta sumarveður á Madeira. Hins- vegar þjkir norðurlandabúum of heitt á Madeira á sumrin, enda er þá stundum 24 stiga hiti á nóttunni. Höfuðstaðurinn, Funchal, er á sunnanverðri eyjunni og ligg- ur að sjó. Er bærinn tæplega eins fjölmennur og Reykjavík, en náttúrufegurð er viðbrugðið þar, enda dvelja flestir ferða- langar er til Madeira koma í liöfuðsaðnum. Þar er fult af gestum allan veturinn og gisti- húsaeigendurnir raka saman fje. Eyjaskeggjar eru talsvert af- skektir og flestar lireyfingar og hræringar, sem fara um löndin, lcoma þar ekki við. Þó fór Mad- eira ekki alveg varhluta af heimsstyrjöldinni. Portugals- menn tóku þátt í henni með Bandamönnum, þó litlar sögur færi af afrekum þeirra, og þess- vegna skutu þýskir kafbátar á Funchal. Annars hafa það verið innlendir viðburðir, snertandi atvinnuvegina, sem mest hafa snert eyjarskeggja, eins og t. d. árið 1852, þegar vínviðarsvepp- Hjer sjást sjómenn á Madeira. Þeir eru aff slœgja túnfisk, en af hon- um veiðist mikiff viö Madeira. urinn hafði eytt nálega allri vínuppskeru á eyjunum, eða 1878 þegar vínviðarlúsin (fylox- era) gerði það sama. En nú í vor varð uppreisn á Madeira. Hvort hún á sjer djúp- ar rætur skal ósagt látið. Lík- legra er, að hún standi í sam- bandi við uppreisnina og byll- inguna, sem um líkt leyti varð í Portugal. En Portugalar urðu að senda herskip til Madeira til þess að bæla niður óróann og er það fágætt, því að jafnaði eru Madeirabúar miklu meiri skilckelsismenn“ en Portugálar sjálfir. Sunnudagshugl, í'ramh. af bts. 5 fjelagi við Jesú Krist í trúnni; lifa í stöðugu samfjelagi við hinn sanna mann og aðra, er bera liinn heilaga anda í hrjósti. „Hver dregur dám af sínum sessunaut“. Ef vjer rækjum það samfjelag af alliuga, þá skal það alls ekki bregðast, að oss verður eðlilegt að trúa á Guð sem föður, en sjálf oss og aðra 'sem börn hans; trúa á eigið eðli og verða auðsveip hinum liljóðu röddum hjartans í nafni .Tesú Krists. Þá munum vjer verða liæf til að vaxa í trúnni á hið föðurlega örlæti, sem ævi Jesú sýnir glöggast, að á sjer i raun- inni engin takmörk. Því að það skulum vjer ekki láta oss til hugar koma, að hið föðurlega örlæti sje að eðli sínu takmark- að við þann eina soninn, sem fram að þessu hefir kunað að ])iggja það i skýlausri trú. Held- ur skulum við lesa upplýsingu um hið sanna eðli sjálfra vor og um framkvæmd framtiðar mannkynsins i þessum orðum Jesú: „Sannlega sannlega segi jeg yður: sá sem trúir á mig mun einnig gera þau verk, sem jeg geri; og hann mun gera enn meiri verk en þessi“. (Jób. 14, 12). Fagnaðarerindið býr yfir takmarkalausri von vegna Jesú Krists og ósegjanlegum stórhug. Auðsveipni hins heilaga anda hefir þegar leit't í ljós að nokk- ur raunveruleg æfintýri liins mannlega lífs, en ósegjanlega miklu meiri heilög ævintýri eygjast framundan gegnum þok- ur þess ástands, sem enn er ríkj- andi á jörðinni. Kom þú, Drottinn Jesú“, (Op. Jóh. 22, 20). Amen. Þegar „Titanic“ fórst 1912, tóksl skipinu „Carpathia“ aS bjarga 705 manns, sem áreiðanlega hefðu farist ef skipstjórinn á „Carpathia“ hefði ekki brugðið svo fljótt við. Nú, 1!) árum seinna, var skipstjóranum af- lienl að gjöf i þakldætisskyni 750.000 krónur. Því er þannig varið að þeg- ar eftir slysið var skotið saman Jiessu fje til verðlauna haiula skip- stjóranum. En eigendur skipsins bönnuðu honum að taka við þvi. Nú er lianii liætur sjómensku, og þá fjekk hann peningana. ----x---- Um daginn tóku meiin eflir því að mörg hundruð roltur fluttu sig sani- eiginlegá úr gamall.i niylnu, sem verið var að rífa í Skanderborg á Jótlandi. Rotturnar gengu í fylkingu og var gríðarstór rotta í fararbroddi. Fjöldi fólks horfði á þetta, svo það mun vera satt. ----x——- Lindþergh, liinn frægi ameriski flugmaður, ætlar í sumar að fara i flugleiðangur kringum hnöttinn. lvona hans verður með honum í ferð- inni. Þau koma ekki við á íslandi. Maður nokkur, Fernando að nafni, hefir sett heimsmet í dansi. Hann dansaði samfleytt i 200 klukkustund- ir og við 2800 mismunandi stúlkur. ----x---- Paramount-kvikmyndafjelagið hef- ir boðist til að borga Clara Bow mörg þúsund dollara fyrir að liætta að teika í kyikmyndum. Clara liefir þótt leika frekar ilta upp á síðkastið og fjelagið vill losna við j hana. ----x---- Kvikmyndaleikarinn Murnau, sem uin eitt skeið var frægur, átti ekki fyrir útför sinni er hann ljesf. ----x---- í Arabiu er konum, sem halda t'ram lijá mönnum sinum, hegnt á alveg sjerstakan hátt. Það ber auðvitað ekki oft við, þar sem konurnar venjulega eru undir stöðugu eftir- liti. En það kemur þó fyrir, að þær stelast út og halda fram lijá manni sínum. Éiginmaðurinn tekur |iá kon- una, bindur hana á höndum og fót- uin, og lætur hana standa einhver- staðar á fjölförnum vegi eða lorgi i einn sólarhring, svo að hún fái tækifæri til þess að iðrasl og blygð- ast sín. ----x---- Samkvæml síðustu skýrslu eru nú freldega tíu miljónir útvarpsnotenda í Norðurálfu. ----x---- I London á að fara að reisa nýja háskólabyggingu. Hún mun alls kosta um 3 miljónir punda og það er gert ráð fyrir að það taki 30 ár að reisa bygginguna. ----x---- Sænskur skrifstofumaður, sem ný- lega var uppvís að þvi að hafa stol- ið frá húsbónda sínum og þessvegna var tekinn fastur, reyndi að fremja sjálfsmorð með því að gleypa tvö | rakblöð. Hann var undir eins send- ur á sjúkrahús og skorinn upp og bæði rakvjelablaðabrotin lekin úr honum. ----x---- Amerískur liershöfðingi, Ilubert Jardley, hefir nýlega ritað bók um Wilson Bandaríkjaforsela og held- ur því fram að bandamenn hafi byrtað lionum eilur, er hann sal frið- arráðstefnuna í Versölum. Bókin hefir vakið feikna eftirtekt allstað- ar uin heim. ----x---- Ameríkumaðurinn Hill fór nýlega I stáltunnu niður Niagarafossinn og komst heilu og höldnu niður fljótið. Þetta hat'a margir fleiri reynt, en aðeins einn maður á undan honum komist lífs af.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.