Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 15.08.1931, Blaðsíða 8
s F A L K I N N Fá tíðindi lmfa vakið eins mikla at- hygli á Norðurlöndiim undanfarn- ar vikur og deila sú, sem risin er milli Norðmanna og Dana útaf Austnr-Grænlndi. Fimm norskir veiðimenn lýstu landið frá Carls- bergsfirði til Besselfjarðar eign Noregs og skömmu síðar samþykli norska stjórnin að faltast á þetta landnám. Skutu þá Danir málimi til dómstólsins í Haag og er gert ráð fgrir, að það verði tekið fyrir þar i febrúar. Síðan þjóðir þessar gerðu með sjer samning til 20 ára um Grænlandsmálin, hefir aldrei verið hljólt um málið en jafnan miklar væringar. En tilefnið lil þess að Norðmenn hafa slegið eign sinni á tandið einmitt nú, er það, að Danir gerðn út í sumar fjölmennan leið- angur undir stjórn Lauge Kochs jarðfræðings, til þess að rannsaka þá spildu Auslur-Grænlands, er Norðmenn hafa slegið eign sinni á, og nefnt „Eiríks Rauða land“. Hugðuþeir að þessi leiðangur mundi verða tit þess að festa Dönum land- ið, ef ekkert grði aðhafst. Norðmenn eiga um 80 veiðikofa á þessum slóð- um en Danir aðeins fáa og hafa því miklu meiri atvinnuhagsmuna að gæta þar en Danir. Ilinsvegar er að líta á það, að með samningunum 192't hafa Norðmenn skuldbundið sig lií, eins og Danir, að aðhafast ekki neitl viðvíkjandi rjettarstöðu landsins meðan samningurinn er í gildi, til 19'D, svo og það, að flestar stórþjóðirnar hafa áiður viðurkent eignarrjett Dana á öllu Grænlandi, þar á meðal Bandaríkjamenn. Dan- ir virðast vissir um, að Haagdóm- urinn falli þeim i vil, en hinsvegar virðast skoðanir Norðmanna vera nokkuð skiftar í málinu, en meiri hluti þjóðarinnar var eflausL þeirr- ar skoðunar, að stjórnin grði að við- urkenna gerðir „landnámsmanna“ úr þvi sem komið var. — Norðmenn gerðu út vísindaleiðangur skömmu efiir að Laúge Kocli var farinn af stað og stgrir honum Adolf Iioel dósent. Efri mgndin sem hjer fglgir er af þessum leiðangri er hann var kominn nm borð í Grænlandsfar silt. Sjást á mgndinni frá vinstri: Adolf Hoel 3. maðurinn í röðinni en næstur honum skipsljórinn. Vjel sú, sem sjest lijer á mgndinni er notuð til þess að varpa flugvjel- um til flugs. Þesskonar vjelar hafa áður verið notaðar um borð á her- skipum, en þessi vjel er ælluð lil notkunar á landi, handa vjelum, sem eru svo þunghlaðnar að þær komast ekki í loft á venjulegum flugvelli. Eru vjelar þessar smíðuð- ar af Vickers flugsmiðjunum og er breski herinn sá eini, sem farinn er að nota þær. Aflið, sem notað er lil að knýja sleðann, sem flugvjelinni er skotið út á, er þrýstiloft. Sleðinn tekur 9 smálesta þungar lierflug- vjelar og með 2000 hestafla átaki er honum skotið út. Á 35 metrum nær hann nægilegum hraða til þess að vjelin takist á loft, en venjulega þurfa vjelarnar 300 metra spöl til þess að láta í loft. Flugvjelin kemst á loft á 3 sekúndum. Er talið líklegt, að vjelar þessar verði þýðingarmikl- ar fyrir flug framtíðarinnar. Mussolini leggur mikla áherslu á að efla og auka ítalska herinn og fer ekki dult með. Er sagl að hvergi í heimi sjeu lialdnar eins tilkomu- miklur hersýningar eins og í Italíu og Rússlandi. Myndin er tekin af einum þætti hersýningar, sem hald- in var nálægl Rómaborg nýlega og sýnir brynreiðar vera að aka fram- hjá konunginum. Eftir myndinni að dæma virðast ítalir eiga órðið tals- verl mikið af þessum manndráps- tækjum, sem dugðu svo vel í síð- ustu styrjöld.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.