Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1932, Side 6

Fálkinn - 30.01.1932, Side 6
6 F Á L K I N N Hirðingjar framan við tjald sitt, sem er gert ár nll. ur margar. Tíu ólíkar tungur eru aðar í Indlandi óg auk þess skifta mállýskurnar hundruð- um. Má telja að Indland byggi um 50 ólíkar þjóðir. Og trúar- brögðin eru ólík eins og eldur og vatn, trúarofstæki mikið hjá sumum, einkum Muhamedstrú- armönnum og helgisiðir yfir- leitt þannig, að þeir leiða af sjer deilur og vandræði. íbúarnir eru af arisku, mongólsku og og dravidakyni; eru þeir síð- astnefndu frumbyggjar Ind- iands en hefir fækkað svo, að nú eru ekki eftir nema um tíu miljónir, er búa á fjalllendinu í Dekan. Hindúar eru mann- flestir og játa brahmatrú. er hún útbreiddust og telur um 22 miljónir áhangenda, 60—70 miljónir eru Múhamedstrúar og um 10 miljónir Búddatrúar. Um miljónir hafa tekið kristna trú; er það einkum fólk úr úrkasts- stjettunum indversku. Áður rjeði áin Indus landa- mærum að vestan, en Bretar iiafa lagt undir sig stóra spildu fyrir vestan fljótið, svo að nú liggja landamærin um fjalla- tindana. Þessu geta fjallaþjóð- irnar ekki gleymt og hata Breta, ekki sísl fyrir það, að þeir meina þeim að gera innrás suð- ur á láglendið. Á síðustu árum hafa kommúnistar liaft mikinri undirróður í Afganistan og hef- ir það ekki bætt hugarþelið til Bretans. Englendingar hafa því aukið vígbúnað sinn þarna við landamærin á síðustu árum, lagt járnbrautir, bygt ný virki og komið sjer upp flugher. Járnbrautin frá Peshavar upp að landamærunum er örstutt, en kostaði 2 miljónir punda, sem -greiddir voru úr indverska rikissjóðnum. Var mikið af þessu fje greitt í lej'fisgjöld til ýmsra kynstofna, sem áttu land að járnhrautinni. Landamæravörn Breta þarna í fjöllunum kringum Khyber- skarð hefir eigi aðeins kostað i'je heldur og líka mikið blóð. Það eru hundrað ár síðan Bret- ar lögðu þetta fjalllendi undir sig. í fyrstu landamærastyrjöld- inni biðu Bretar ósigur, á ár- unum 1841—42, en í næstu styrjöld sem um munaði og háð var á árunum 1878—80 tókst þeim að búa þar um sig til frambúðar, enda þótt fjöldi af hinum innfæddu hermönn- um þeirra gerðust liðhlaupar og griðrofar við Bretastjórn. Sjaldan munu Evrópumenn hafa háð styrjöld undir erfiðari kringumstæðum. I fjöllunum er fult af giljum og hellum, sem eru ágæt fylgsni til fyrirsáta. Þegar herdeild fer um þessar slóðir verður hún að hafa njósnara á undan sjer og til heggja hliða, því að annars á hún á hættu að ganga í greip- Yarnarvirki í einu þorpinu. í veggjunum sjást rifurnar, sem skotið er út um. Varðmenn við landamœrin. ar fyrirsátursmanna og vera strádrepin á svipstundu. Ru- yard Kipling hefir lýst þessu vel í sumum hókum sinum. Þegar járnbrautin var lögð upp að Khyberskarði fengu höfðingjarnir á þessum slóðum aukin völd. Englendingar urðu eins og áður var sagt, að borga þeim stórfje til þess að liafa þá góða, meðan þeir voru að leggja brautina. Síðan lofuðu þeir Bretum hlýðni og hollustu og taka nú þátt í vörn járnbraut- arinnar; sitja þeir i víggirtum köstulum og liafa mikið lið um sig, sem þeir nota þó stundum til þess að berja liver á öðrum. Það er altítt um þessa kyn- stofna, að þeir liggja í ófriði innbyrðis áratugum samau og óviuáttan gengur í arl' mann fram af manni, svo að segja má, að þeir heyi látlaust stríð. Þvi aðeins, að þjóðflokkur sem hef- ir önnur trúarhrögð, komi til sögunnar, sættast fjendurnir í bili og ganga sameiginlega gegn „hinum vantrúuðu11. Uppreisnirnar sem gerðar eru með vopnum gegn Bretum í Indlandi, eru að jafnaði á þess- um slóðum. Og ef Indverjar gætu sameinast um, að reka „hvítu villutrúarmennina“ af höndum sjer, mundi enska setu- iiðið ekki geta hoðið þeim byrg- inn, því að í því liði eru Hestir undirgefnir liðsmenn innfædd- ir Indverjar. En nú er þess að gæta, að flestir hinna innfæddu og ríku fursta, sem sumir ráða yfir eigi minni mannfjölda, en meðalríki i Evrópu lelur, eru vinveittir Bretum. Þeir telja stjórn þeirra nauðsynlega og þykir ótrygt, að Bretar hverfi burt úr landinu. Hjer er vandinn, sem Bretai' eiga við að striða i Indlands- málunum og á þessu hafa Ind- landsfundirnir í London strand- að, bæði í fyrra og i vetur og eins fyr. Indversku fulltrúarn- ir eru ekki sammála. Furstarn- ir eru í andstöðu við sjálfstæð- ismennina, Múhamedstrúar- menn standa andvígir gegn Bramatrúarmönnum. Ekkert er líklegra, en að Indland stæði alt í báli ef Indverjar væru látn- ir sigla sinn sjó. Þjóðin stendur vfirleitt á mjög lágu þroska- stigi, hæði andlega og í verk- legum efnum. í Evrópu hefir sú trú komist inn í almenning, að Indverjar sjeu einhver mesta gáfna- og hæfileikaþjóð heims- ins og verður þetta rakið lil dulspekinga Indverja og spá- sagnarmanna. En þeir eru að- eins dropi í hafinu þar eystra og áhrifa þeirra gætir víst miklu minna í Indlandi en í vjela- menningarlöndunum heggja megiu Atlandshafs. Mikill t'jöldi Indverja lifir í trú á liind- urvitni allskonar, sem alls ekki geta samrýmst vísindastefnum nútímans, fólkið er háð tíðar- farinu frekar en í flestum eða öllum löndum og óþrifnaður er þar á svo líáu sligi, að drep- sóttunum verðui' ljett leið um landið. Og ýmsum af ósiðum Indverja er erfitt að útrýma, því að hvggjast á trú, en ekki aðeins á vana. Það er trúarat- riði, að aðhafast ýmislegt það, sem alla hvíta menn mundi lirylla við. Og svo ríkt er þetta í Indverjum, að jafnvel ind- verskir menn, sem liafa numið vísindi sín við mentastofnanir vesturlanda lenda í sama fen- inu og áður þegar þeir koma heim. Jafnvel læknar, útlærðir i Evrój)ii gera sig seka um versta sóðaskap og gleyma því sem þeir hafa lært, þegar þeir koma heim aftur. Indlandsmálið er eitt af erl- iðustu viðfangsefnum Breta þessi árin og varla er að efa það, að Indland slítur öliu sam- bandi við Breta þegar tímar liða fram. Það er jafnvel ýmis- legt sem bendir á, að þess muni ekki verða lángt að híða. Og þá sjest hvorir hafa haft rjettara fyrir sjer í hinni langvinnu cíeilu. í New-Vork lók lir. David Novvell upp á þvi, að tala við hundinn sinn í útvarpi. En hundiirinn var i Del Ealvados í Brasilíu. Ueftai' hann heyrði rödd húsbónda síns varð hann mjög eyðilagður yfir því að geta ekki fundið hann strax og lók að gella ákaft. En þá huggaði lir. Nevvell hundinn og bað hann að bíða rólega. Og það hreif.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.