Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1932, Side 10

Fálkinn - 30.01.1932, Side 10
10 F Á L K I N N Er búið lil úr bestu efnum sem til eru. Berið það saman við annað smjörliki og notið siðan það sem yðúr líkar best. IHÍLARAVOBDB i VB66FÓBUB Landsins besta úrval. jj „Sirius“ súkkulaði og kakó- | y duft velja allir smekkmenn. Q FEGVfíST Stúlkan, sem myndin I HEÍMJ hjer að ofan er af, er -------- talin fegurst allra þeirra ungu kvenna, sem dansa og syngja á fjölleikahúsum stórborganna.. Hún heitir Lucie Miller og er amerí- könsk. Paramount-kvikmyndafjelag- ið notaði sjer þennan dóm, sam- stundis og hann varð heyrendum kunnur, og rjeð hana fyrir ærið fje til þéss að taka þátt í úrvalssýn- ingu, sem það tók á kvikmynd. ----------------x---- LÁTIÐ ÞIÐ MANNINN í norsku YKKAR f FRIÐI.-------blaði stend --------------------- ur grein sú, sem hjer fer á eftir. Þar er margt hyggilega sagt, en vitanlega má eigi siður leggja eiginmönnunum á hjarta að eita ekki konuna sína á rönd- um, en konunum að elta mannainn. „Hóf er best i hverjum hlut“, segir máltækið. — En greinin er svona: Einn leiðinlegan nóvemberdag vorum við saman komnar í súkku- laðidrykkju, nokkrar frúr í Osló. En okkur leið vel og við ljetum dæluna ganga og margt bar á góma. — Hversvegna komið þjer aldrei á skrifstofuna til mannsins yðar, sagði ein af eldri frúnum við mig. Maðurinn minn er verkfræðingur. — Jeg hefi gert mjer að reglu að gera það ekki, svaraði jeg. Og vit- anlega gaf þetta tilefni til ítarlegrar rökræðu. Og þó undarlegt megi heita voru flestar frúrnar á móti mjer. Við borðum árbít saman kl. 8Y2, eins og svo mörg hjón í Osló. Siðan fer hann á teiknistofuna sina og menn hinna til sinna slarfa, á lækn- isstofuna, í verslunina og því um líkt. Miðdegisverðurinn er borðað- ur kl. 3—4. Og hvað hefir konan svo að gera á skrifstofuna til manns- ins síns á milli? Er erindið svo á- riðandi, að það geti ekki beðið þangað til hann kemur heim að borða? — En kemur þá aldrei fyrir, að þurfið að líta inn til mannsins til þess að fá hjá honum peninga? spyr önnur frú. — Jú komið getur það fyrir, en þá hringi jeg og segi honum, að jeg verði fyrir utan skrifstofuna eftir 5 eða 10 minútur. Jeg tek timann svo ríflega, að hann þurfi ekki að híða eftir mjer fyrir utan. Hann hitt- ir mig þegar hann kemur út, af- hendir mjer peningana, kveður mig og fer. Mjer l'inst heldur ekki viðeigandi að hringja til hans að óþörfu, hringi aðeins ef það varðar eitthvað, sem ekki getur beðið þangað til hann kemur heim — annars aldrei. Mjer finst það lika mesti ósiður, að fara til hans rjett áður en vinnutiminn er á enda. Þá gripur ein frúin fram í: — Jeg fer altaf til mannsins míns þegar hann ætlar að fara að fara heim og ek með honum heim í bílnum. Það gera börnin okkar líka. (Frúin á heima örskamt frá læknisstofu mannsins síns og ætti þvi að kom- ast gangandi og börnin ekki síður). — Aumingja læknirinn, hugsaði jeg, — hvernig skyldi honum þykja að hafa konuna sina og krakkana hangandi á biðstofunni og bíða eft- ir sjer. Nú beindist samtalið að sumar- leyfunum og ferðalögunum. Og jeg hafði svo gaman af frúnum, að jeg hjelt áfram í sama tón og sagði: Góðu frúr! Fyrir alla muni þá lof- ið þið mönnunum ykkar að vera lausa við ykkur nokkra daga á ár- inu. Ef að þá langar að skreppa burt úr bænum fáeina daga, þá nauðið ekki ó þeim að fá að vera með, ekki síst ef maðurinn notar til þess tvo samfelda daga, sem hann getur kom- ist frá verkinu. Han verður að öll- um jafnaði að hanga í bænum yfir störfum sínu„ en þið hafið ef til vill miklu frjálsari hendur og getið brugðið ykkur i sveitina hvenær sem er. Lofið honum fyrir alla muni að vera einum, hann hefir svo einstak- lega gott af þvi að vera laus við yð- ur og krakkana ög ait nöldrið og hávaðann. Þjer getjð lifað og látið eins og yður sýnist á meðan, haft súkkulaðiboð bæði kvölds og morgna og miðjan dag og boðið þeim frún- um sem húsbón'dinn vill helst vera laus við að sjá. Og látið ekki neina þykkju á ykkur sjá, þó hann fari einn og spyrjið hann ekki hvenær hann komi heim. Og lofið honum að vera í friði meðan hann er að heim- an, en farið ekki að eins og frú sem jeg þekki, sem þurfti að hringja í landsímann til mannsins síns að minsta kosti tvisvar á dag, svo að aumingja maðurinn þorði ekki ann- að en að sitja á gistihúsinu sínu all- an daginn, til þess að vera til taks þegar konunni þóknaðist að hringja til hans — erindisleysu vitanlega. Ef þessi aðferð er höfð við mann- inn, telur hann aldrei eftir konunni sinni að hún fari eitthvað að skemta sjer. Og þið losnið við þreytulegu andvörpin: „konan mín þorir aldrei að líta af mjer“. Hún eltir mig eins og jeg væri óviti, sem færi mjer að voða, ef jeg fengi að vera laus við hana um augnablik. Jeg er eins og hundur í bandi“. ----x--- PfílNSESS Um áramótin fellur fíOYAL — krossahríð og titla í ----------Brétlandi, alveg eins og hjer gerist 1. desember. Eru íslend- ingar þar einum mánuði á undan Vandlátar húsmæður kaupa Hjartaás- smjörlíkið. M á I n i n g a vorur Veggfóður Landslns stærata úrval. ■MALARINN” lieykjarík. ■■■■■■! tMIIUIIHmil UBUaBB ■■■■■■■• ■■■■■■■■ V I K U R I T I Ð j 1 kemur út einu sinni i viku 32 bls. i senn. Verð 35 aurar S Flytur spennandi framhalds- sögur eftir þekta höfunda. Tekið á móti áskrifendum á afgr. Morgunbl. — Sími 500. s 4 3 h e f t i útkomin. timanum, miðað við þennan mikla nágranna. Þrátt fyrir gullleysi pundsins og ýmsa áþján, sem gang- ur veraldarinnar veldur Bretum nú, ekki síður en öðrum þjóðum, höfðu þeir þó — jafnvel þótt jafnaðar- mannaloringi sitji þar á æðsta bekk rænu á því, að veita titla og met- orð í eigi fátæklegra mæli en að undanförnu. Sankey ríkisknslari, sem hingað lil hefir aðeins verið barón, var gerður að „viscount", en sú nafnbót gengur næst jörlunum, í metorðastiganum enska. En ýmsir metorðalausir menn, sem verið höfðu í stjórn McDonalds fyrrum voru gerðir að barónum. Ennfrémur var ákveðið, að dóttir konungs, sem borið hefir heitið „greifafrú frá Hjeraskógi“ skuli framvegis nefnast „konungleg prinsessa“, Hún er að vísu einkadóttir Bretakonungs, fædd 1897, en giflisl ókonungborn- um manni; þessvegna var hún num- in burt úr konungsfjölskyldunni. En nú er hún þá komin þangað aftur, veslingurinn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.