Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1932, Side 6

Fálkinn - 05.03.1932, Side 6
6 F Á L K I N N Frá Líibeck. Paríur af Liibeck, 'sjeður frá bakka Trave. Frá vinstri til hægri sjest Marinkirkjan, Pjeturskirkjan og (lómkirkjan. Sunnudags hugleiðing. Texlinn: Matth. h, 1—11. Skírnin í ánni Jórdan var un- aðsleg stund i lífi Jesú en sá viðburður sem getið er næst á eftir var annars eðlis: freisting- in í eyðimörkinni. Þannig er það Jíka oft í lífi vor dauðlegra manna, að eftir sælustundirnar koma hættustundirnar, alveg eins og óvinur sálnanna færist í aukana til þess að brjóta nið- ur verk þess góða. En það er ekki óvinur sáln- anna einn, sem átti þátt í þess- um atburði. Jesúr var færður út í eyðimörk af ahdanum, til þess að hann yrði fyrir freistingunni. Þegar vjer verðum fyrir freistingu sigrum vjer annað- hvort eða töpum. Og úrslitin eru komin undir því, livort við hlustum á og höldum oss að honum, sem ekki vill dauða syndugs manns heldur að liann snúi sjer og lifi, eða livort vjer hlýðum þeirri rödd, sem ávalt leitast við, að draga okkur hurt frá Guði. — Við lendum þrá- faldlega úti á eyðimörk lifsins og verðum fyrir freistingum. En el' að við spyrðum: Hvers væntir Guð af mjer og liver er tilgangur lians með þessu, sem jeg á nú að reyna, þá mundi það sannast, að alt verður þeim til góðs, sem Guð elska. Því að járnið lierðist í eldinum og gim- steinninn verður ekki fagur fyr en hann fágast. Sagan af freistingunni í eyði- mörkinni sýnir oss einnig, hvernig við getum sigi-að. Það er aðeins einn vegur til: Guðs orð, og Jesús fór þá leið. Freist- arinn hrá lika fyrir sig Guðs orði, en notaði það ekki sem Guðs orð og það gerði muninn. Hversu oft Jjer það ekki við, að menn finna sjer afsökun í Guðs orði fyrir því sem þeir gera rangt, alveg á sama hátt og freistarinn gerði. Um þetta er það sagt, að bókstafurinn deyð- ir en andinn lífgar. En þeir sem bera virðingu fyrir Guðs orði gera þetta aldrei. Þeir hafa gert sáttmála við Guð og sá sáttmáli er rofinn undir eins og Guðs orð er notað að Faríseahætti í stað þess að láta sjálft trúnaðar- traustið og bgrnstilfinninguna ráða afstöðu sinni til föðursins á himnum. Það er erfitt að vera maður. Menn reyna að gera rjett, vera sannir og hjálp- samir, lifa fögru lífi, en það er erfitt. Raddirnar koma hæði innan að og utan að, raddirnar sem freista til þess að liætta þessu og gel'ast upp. Og eins og baráttu flestra fyrir lífinu er varið þá gefast freistaranum svo oft tækifæri til að lokka manninn frá góðu leiðinni sem hann hefir sett sjer. Láttu ekki undan, því að með Guðs hjálp geturðu ávalt sigrað. Guðsóttinn er ávinningur sam- fara nægjusemi. í Guðsóttanum sigrar þú allar freistingar. Frægt J>ýskt skáld nefndi fæðing- arbæ siim Liibeck „Gullturnaborg- ina“. Er Jiað rjettnefni í orðsins fylsta skilningi. Hinir fögru turnar Pjeturskirkjunnar, Jakobskirkjunn- ar og Dómkirkjunnar teygja sig höfðinglega og tignarlega hátt yfir húsaþyrpinguna, og eru hrikarlegir sem tröllin i æfintýrunum, en hins- vegar fagrir sem gyðjur í goðasög- iiiiuni. Aðdáunarverðir eru turnar Pjeturskirkjunnar og Maríukirkjunn- ar, einkanlega Joeirrar síðarnefndu, er ber turnspjót sín 120 metra í loft upp. Hátt yfir trorgina, reigja sig þessir hnarrreistu og tígulegu turn- risar upp í bláann himininn. Vekja þeir lotningu og undrun hjá hverj- um lieim er litur þá, hvort heldur hann er langt burtu eða nálægur. Með blikandi hjálm á höfði og rauðri skikkju skrýddir, horfa þeir bjóð- andi og alvarlega út i sjóndeildar- hringinn. Svo hreinn er svipur þeirra, að hver, sem horfir á þá i i Rnrgtor i Liibeck, sjeó' utan frá. verður fyrir göfgandi áhriíum. All i kring um þessar friðsömu, tigulegu kirkjur, stendur víðáttumikil þyrp- ing hinna gömlu „Giebel“-húsa. Eru Jiað tígulsteinahús með háu mænis- risi og rauðum þakliellum og snúa öll gaflinum að götúnni. Þessi gömlu hús, er teygja mænana upp í móti, eins og þau væru að gá til veðurs eða ieggja eyrun við klukknaslætti kirknanna, eru sannarlega lákn þess anda er skapaði þau. Ferðamaðurinn er kemur frá Norðurlöndum og í fyrsta sinni Jítur þessar myndir liðna tímans, eða rjettara sagt þessar frumdráttar myndir borgarinnar, verður gagn- tekinn af töfrakendri fegurðartil- finningu. Sjón þessi heillar hann og hefir áhrif á hann, eins og lítið, fag- urt æfintýri frá löngu liðnum tim- um og knýr hann til umhugsunar. Margar aldir eru liðnar frá lieim tima, er Liibeck bygðist. Hugarórar okkar liða aftur í tímann og hin hreikna borg birtist okkur í skarlats- klæðum sínuni. Við sjáum tígulega og volduga ráðherra og kaupmenn i skinnbryddum skikkjum, svipmikla og bjartleila, ganga niður að Trave- fljótinu til hafnar Liibeckur. Hugs- anir okkar verða skírari og gleggri og við sjáum á höfninni, gömlu, ein- kennilegu, hábyrtu Hansa-kuggana fyrir l'ullum seglum líða eftir fljót- inu. Þessi skip fluttu afurðir land- anna norðan Eystrasalts til Liibeck og fóru svo til baka íullfermd vör- um. Einmitt hjer, þar sem skipin lögðust var fyrsta aðsetur Hansa- drotningarinnar, Liibeck. Árið 1226, eftir að borgin hafði meðtekið frelsisskrá sína frá Fried- rich II. og var orðin sin eigin hús- freyja, var I.iibeck orðin voldug. líafði hún þegar náð yfirtökum á verslun og viðskiftum heima við og í grend og einnig náði vald hénnar langt út á heimshöfin, þrátt fyrir það, þótt aðeins örfáar aldir væru liðnar frá byggingu hennar. Á 11. öld stóð neðar við Trave-fljótið þorp með sama nafni, en liað stóð ekki lengi og var lagt í rústir, sem nú eru horfnar að mestu eða sokknar í jörðu niður. Þá kom til sögnunar Adolf greifi af Schauenburg. Valdi liann borginni árið 1142 l'agurl slæði á breiðu, kúptu nesi, sem að vestan er girt Travé-fljótinu en þverá liess Wakenitz að austan. Ilentugri og betri staður en þessi, fyrir borg á iniðöldum varð vart fundinn. Hjer á þessum hæðarhrygg millli fljót- anna, er renna i ótal bugðum, áður en þau falla saman, var borgin end- urreist. Hún óx hröðum skrefum og stóð brátt i blóma. Sköinmu eftir að borgin var reist á þessum stað, byrj- aði Heinrich der Löwe á byggingn Dóinkirkjunnar. Er hún elsta kirkja Liibeck. Aðalgata borgarinnar ligg- ur eftir hæðarkambinum og stefnir lil norðurs. í miðri horginni var inn- an skamms tíma reist veglegt ráðhús. Einn af hinum mörgú sölum Jiess er hreinasta afrek snildar og skarp- skygni og gefur áhorfandanum skíra og lifandi hugmynd um fegurðar- smekk þeirra meistara, er þar hafa verið að verki. Iír stofa þessi sann- kallað djásn útskurðaiTistarinnar; var Jtað ætlað herráðinu til fundar- halda og fjekk nafnið „Striðsstofan" (die „Kriegsstube"). Hinar veglegu veggtöflur, sem þar eru, bera vott um það, hve þessi skurðarlist hefir verið háu stigi. Innan þessara veggja hjeldu valdhafarnir fundi sína og mörg herferð var hjer ákveðin og margur friður saminn. Þýðingar- íneslu samningar frá Hansatímun- um komu einnig þaðan. Á 13. öld bygðu hinir ríku ráð- herrar og horgarar í námunda við „torgið“ ráðskirkju sína, hina veg- legu og fögru Maríukirkju. Er hún hin fyrsta tigulsteinakirkja, er bygð var i gotneskum stíl og átti jafnfrainl að vera Norðurlandabúum fyrirmynd húsagerðarlistar, og dæmi þess hvernig þeir ætti að byggja kirkj- ur sínar. Nú reis upp hver kirkjan á fætur annari og bera þessar veglegu bygginga höl'uð sín hátt upp yfir horgar-þökin. Jafnframt höl'ðu kaupmennirnir, sem voru vellauðugir, reist ibúðar og verslunarhús sín við þvergöturn- ar, er kvísluðust út frá aðalgötunni niður að Trave-lTjóiinn. Hinsvegar settu flestir handiðnaðarmennirhir sig niður i vesturhluta borgarinnar. Eigi leið á löngu, uns það svæði var fullbygt, er borginni var skamt- að af hendi náttúrunnar. Svæði þetta var takmarkað af fyrefndum tveim fljótum og trygt gegn árásum af háum jarðvegg, er umgirti borg- ina. ITver sem ílutti í borgina^á þess- uni tima, varð að reisa sjer húskytru svonefnda „Gangbude“, í göngum cða að haki stórhýsanna, þar sem RáðhúsiÖ og Ráðhústorgið í Liibeck,

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.