Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1932, Síða 8

Fálkinn - 05.03.1932, Síða 8
8 F Á L K I N N Bœndum og búaliði er illa við of mik- inn snjó, sem tekur fyrir hagbeitina, gerir færðina vonda og verður að moldösku bgl, undir eins og hreyfir vind. Snjórinn er fremur illa sjeður hjer á landi, einkum á Suðurlandi. Má segja að það sje vegna þess, að ekki er nógu mikið af honum eða hann er ekki nógu stöðugur. Þar sem meira vetrarríki er en á Suðurlandi er snjórinn í mesta uppáhaldi, því að hann er í rauninni mesta hlífðarfat jarðarinnar gegn frostunum. Þar sem kaldir eru vetur og kyrviðrasamt, ligg- ur snjórinn eins og hvítur faldur yfir landinu allan veturinn, svo að frostið nær ekki að komast niður í jarðveginn að neinu marki og afleiðingin er sú, að undir eins og vorar og snjórinn bráðnar kemur jörðin upp ókalin og verður græn á svipstundu. Og stór- borgabúarnir elska snjóinn. Það er við- brigði fyrir þá að koma úl að morgni og sjá alt þakið mjallhvítum snjó og loftið hreinsað, í stað þess að hafa alt göturykið og svækjuna. Sjá myndma til vinstri. England hefir löngum verið vígi hinnar frjádsu verslunar, þ. e. tals- maður þeirrar stefnu að auka sem mest vöruviðskifti þjóðanna og hamla þeim ekki me.ð tollum og öðru. En á síðari árum hefir það komið í tjós, eftir að allar aðrar þjóðir hækkuðu tollmúra sína, að engin ein þjóð getur haldið trútt við fríverslunarstefnuna, þegar aðrar gera þvert á móti. Það var því stefnu breyting sem hefir þýðingu fyrir all- an heim, að fíretar gengu til kosn- ingar í haust á grundvelli verndar- tollastefnunnar, og þó að sú verði máiske raun á, að þeir fari hægt í sakirnar um tollhækkanir og nýja tolla, þá er hjer merkilegt mál á ferðinni. Enski markaðurinn var öllum opitin og þetta var að ríða Englandi að fullu, alstaðar var fult af útlendum vörum, en Bretar gátu ekki selt sínar og leiddi af þessu at- vinnuleysi miljóna. Hjer á myndinni sjest geymsluhús útlends varnings í enskri höfn. Nú á að loka þennan varning úti. < ■ ■■.■'■ ■mm ■' ■; ' ■>.■■■ fiMÉí /-.- ■ • . '■/'///■///.■. ■' '■.' ' ‘Í fíifreiðin ryður sjer til rúms hvar sem er í veröldinni og útrýmir samgöngu- tækjunum sem fyrir voru, hvort held- ur eru hestar, asnar, úlfaldar eða uxa- sleðar. Hefir mest kveðið að þessu á síðari árum eftir að bílar urðu sterk- bygðari og aflmeiri en áður. Þær fara yfir vötn og vegleysur, eins og menn þekkja af íslenskri reynslu. En það er víðar en hjer, sem bifréiðunum er boð- inn óvegur, víðar en lijer sem þær sitja fastar í sandbleytum og vatni, brekk- um, fenjum og stórgrýti. í Persíu eru menn nýlega farnir að nota bifreiðar til flutninga yfir eyðimerkurnar og er myndin hjer til vinstri þaðan. Stund- um komast þær klaklaust áfram en stundum fer svo, að menn verða að sækja úlfalda til næsta bæjar til þess að draga bifreiðarnar upp úr öræfa- sandinum, sem er svo tjettur og fín- gerður, að bifreiðarnar „spóla“ í hon- um, sem kallað er. Á myndinni sjest mannsöfnuður að ýta á eftir bifreið- inni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.