Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.06.1932, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAD MEÐ MYNDUM. Rilsljnriir: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Franikvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofu: Hankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstufa i Oslo: A n t o n Schjötlisgado II. Blaðið kentur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á rnánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsinyaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Mörgum er gjarnt á, að telja sig öðrum meiri og finna til yfirlætis, og sumum er þetta mesta nautn, sem þeim gefst. Og þessi tilfinning er nokkuð svipuð, þó að þeir eiginleik- ai sjeu ólíkir, sein menn miklast af. Sumir þykjast sterkari en aðrir menn, aðrir gáfaðri, þriðju betur ættaðir, fjórðu fríðari, fimtu virð- ingameiri, sjöttu ríkari en aðrir menn. Þeir þykjast af þessu og þeim líður vel við tilhugsunina. Óhætt er að fullyrða það, að því mcira, sem menn láta bera á þessari áhægju með sig sjálfa, því veikari er sá grundvöllur, sem sú hin sama tilfinning byggist á. Sjálfbyrgings- háttur, stolt, gort og uppskafnings- háttur verður aldrei talið lil mann- kosta og yfirlætið verður einskon- ar óeðli, sem fjöldinn hefur skömm á. Lífið sjálft hefir sjeð um það, 'að hrokanum er fallið búið og sá sem hreykt hefir sjer hæst í mikil- *menskumeðvitundinni um sjálían sig á að jafnaði á hættu að reka sig óþyrmilega á. Óbrjáluð dómgreind ann.ara tekur þarna í taumana og hefir tilhneiging til, að niðurlægja þann, sem hefir upphafið sjálfan sig. Aðlerðirnar til þessa eru marg- ar, en að jafnaði verður hláturinn það skerið, sem uppskafningarnir slranda fyrst á. Franskur höfundur segir, að besta ráðið til þess að láta aðra leika á sig sje það, að halda sig klókari en aðra. Sá sem telur sig greindan, en ckki hefir fengið almenningsdóm fyrir því, að hann sje það, á það á hættu, að lagðar sjeu fyrir hann snörur, fremur en aðra menn. Þetta ei ekki nema eðlilegt, því að óbrjál- uð skynsemi vill að jafnaði fá sann- anir fyrir því, hvort það sem stað- hæft er sje rjett eða rangt og þess- vegna lætur hún þær gildrur verða á vegi mannsins sem í hlut á, sem skera úr hvað rjett sje. Og það er á móti skapi fjöldans, að verðleika- lausir menn hreyki sjer hærra en hæfileikar þeirra leyfa eða líti nið- ur á hina, sem ekki reigja sig jafn- mikið. Og Islcndingar hafa aldrei verið eftirbátar annara í því, að kunna að dæma yfirlætismenn og uppskafninga að verðleikum og nota á þá þau vopnin sem best bitu: háð og kýmni. Mikilmennið þarf aldrei að grípa til þess óyndisúrræðis að miklast af sjálfum sjer. Verk hans lofa hann og verkin tala að jafnaði yfirlætis- litið. Einkenni mikilmennisins er )>að, að hann hefir miklu lægri hug- mynd um sjálfan sig, en aðrir hafa um hann. Lcikfimisfjelag Akureyrar sendi ný- lega til Regkjavikur útta manna flokk undir forustu Magnúsar Pjet- urssonar fimleika kennara og hjcldu þeir sýningar i Regkjavik og ferð- nOusl hjer nœrlendis. Vakti flokkur- inn mikla athggli, þvi að hann er þanlæfður og sómir sjer vel. Glimu- fjelagið Ármann greiddi götu flokks- ins lijer. Mgndin sýnir flokkinn og nöfn fimleikamannanna eru þessi: í efri röð: Einar Halldórsson, Þórir ./. Þór, Magnús Pjetursson, Jósep Sig- ur&sson, Eggerl Stefánsson. Neðri röð: Baldur Halldórsson, Ingólfnr Kristjánsson, Jón Ingimarsson og Kr. Kristjánsson. Guðjón Tónmsson, Bergþónt- (jötu 9, verður sextugur 1h. þ. m. Sigurður H. Kvaran fyrv. lijer- aðslæknir verður 70 ára 13. þ.m. Árni Jóhannsson bankaritari verður 05 ára 13. þ. m. NÝR FRAKKLANDSFGRSETI Ponl Doumer Frakklandsforseti dó 7. nmí en li). mai kom þingið saman i Versailtes til þess að kjósa nýjan forseta. Var talið fgrir fram, að bar- áiito.n mundi stancla milli Lebrun forseia öldungadeildarinnar og Pain- levé fgrrum forsætisráðherra. En úr- sletin urðn á þá leið, að Lebrun fjekk 633 af 826 greiddum alkvœð- um, jafnaðarmaðurinn Paul Faure líð en Painlevé 12 atkv.; hafði hann á síðiislu stnndn tekið framboð sitt afiur. — Lebrun er fæddur i Loth- ringen og er 61 árs og verkfræðing- ur að námi. Ilann komst á þing 1900 en varð nýlenduráðherra 1913 og sat í stjórnum þriggja forsætisráðherra, hverri fram af annari, en 1920 varð hann öldungadeildarþingmaðiir og náði svo miklum vinsældum þar, að þegar Doumer, sem áður var forseti jieirrar deitdar, varð forseti rikisins i fgrra, var Lebrun kosinn deildar- forseli í staðinn. Á Café Vífilt eru um þessar mundir til sýnis gfir 20 málverk eftir Iirist- ján II. Magnússon, hinn unga og efnilega málara. Kristján hefir þeg- ar vákið mikla eftirlekt sem lista- maðnr, ekki aðeins innanlands held- ur einnig utan. Hann mentaðist vestan hafs og hvarf hingað heim og hefir málað fjölda mgnda hjer. í vetur sem teið hafði hann sýningu á mátverkum sínum i London og inun það vera i fgrsta skifti sem is- lenskur málari heldur sýningu þar. Ummœli ensku blaðanna eru á þá leið, að engum dgtst, að Kristján hefir hlotið viðurkenníngu, sem skipar honum á bekk með góðum listamönnum.- Hjer að ofan er Ijós- mgnd af einni af mgndum Kristjáns, hinu stóra og fagra málverki af Heklu. Hannes Blöndal bankafulltrúi átti 25 ára starfsafmæli vU) Landsbankann í gær.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.