Fálkinn


Fálkinn - 11.06.1932, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.06.1932, Blaðsíða 4
4 F Á L K 1 N N -Sjer grefur gröf.- Gamansaga eitir GERMANN IJcí»ai- hrúin var bygð yfir Rauðá fvltist Víkurkauptún af rottuni utan úr Eyrarverksmiðj- unni norskri síldarbræðslu. Lögðu þær hvert húsið af öðru undir sig og' eyrðu engu. Gömlu, fúnu timburhjallarnir í Víkinni stöðu þeim eigi snúning, svo að þær höfðu nú í nokkra mánuði eigi gert annað en spilla úrvals- matvælum úrvalshúsanna. Frú Áslaug, kona faktorsins fyrir stærstu versluninni hafði orðið einna harðast úti. Versl- unarhúsin voru áður margsund- urgrafin af músum og fúin i þokkabót svo rottunum vanst það greiðlega að ná frjálsum aðgangi að þeim. Þær höfðu líka notað sjer það óspart. Ilver veislan eftir aðra fórst fyrir hjá frú Áslaugu af því rotturnar höfðu jetið og spilt veisluhrauð- inu þegar til átti að taka, Frúin var því orðin örg í geði, uppstökk og illyrt ef nokkuð }>ar út af. Hún hafði reynt alt sem mannlegt hyggjuvit í smákaup- stað gat upphugsað til þess að vinna sigur á rottunum en alt kom fyrir ekki. Gildrur — eitur kettir vatnskollur alt reyndist árangurslaust. Rott- urnar juku kvn sitt jafnt og þjett. Fínu frúrnar í bænum, 3 alls, liittust að kalla mátti daglega til þess að tala um þennan ó- fögnuð og svo auðvitað drukku þær kaffi hver hjá annari og fóru þá höndum um mannorð náungans, kosti og lesti — eink- um lestina. Dag nokkurn komu þær hin- ai frúrnar til frú Áslaugar og sáu þegar lilsýndar að hún ljek á alsoddi. Sigurgleðin skein svo út úr henni og ljómaði svo á- sýnd hennar, að slíkt var varla einleikið. „Góðan daginn, frú Áslaug! kölluðu þær einum rómi. „Ö- sköp liggur vel á þjer i dag?“ „Góðan daginn, elskurnar mínar! Gerið þið svo vel og' gangið þið í bæinn og fáið ykk- ur kaffisopa. Jeg vona að á- hyggjum okkar útaf rottugang- inum verði nú senn lokið og skal jeg segja ykkur tildrögin, meðan þið dokíð eftir kaffinu“. Þegar þær höfðu klætt sig úr kápunum, sagt og talað litillega um tvær trúlofanir, sem sagt var að væru á leiðinni, hóf frú Áslaug máls. Eins og ykkur er kunnugt, elsku frú Guðný og elsku frú Sigríður, heí'i jeg að katla má, livorki neitt svefns nje matar siðan rotuplág an hófst hjer í Víkinni. Jeg hefi reynt öll ráð til útrýmingar, talað við alla unga og gamla skottulækna, skrifað í allar áttir innanlands og erlendis án þess að haldi kæmi. Virtist sem plágan vkist vi'ð hverja tilraun og þó mest eftir „Ratin“gjöfina, sem von vai% þvi sendingin var nærri tóm meðmæli og leiðarvísir. Út af öllu þessu fór jeg' að verða skapstygg og „nervös“ útaf andvökum og andstreymi i sam- bandi við þennán eilífa rottu- gang og lijelt jeg þó að jeg væri þa'ð eigi hversdagslega eins og þið vitið. Svo fór að Iíða yl'ir mig fvrst sjaldan en svo oftar og oftar og i morgun var liðan min með versta móti, en þá sendi Drottinn mjer hann Valda gamla vatnsbera hingað. Varð jeg fegin hans tilkomu þvi hann sagði mjer mjer í óspurð- um frjettum, að hjá Clausen kaupmanni l'engjust læki til þess að útrýma rottum, alveg óbrigðult og þá auðvitað fór jeg strax og spurði eftir því, og keypti eitt þeirra — alveg flunkunýjan rottuhoga, svo sterkan, en þó næman, að þær mega varla lykta af agninu, þá skellur hann og klippir höfuðið klárlega af ótætis rottunum. Clausen kaupmaður sagði mjer þetta sjálfur svo það er ábyggi- lega rjett. Nú er jeg svo fjarska glöð af því líka, að jeg á fer- tugsafmæli á morgun — að nú ætla jeg að biðja ykkur að gera mjer þann greiða að koma seinnipartinn á morgun, segjum kl. 1 lil að drekka kaffi og „Chocolade“ og svo til að sjá bæði nýju itölsku hænsnin mín, sem jeg fæ með póstskipinu i lcvöld og svo roltubogann i full- um gangi. Jeg ætla að láta egna haiin hjerna úti á öskuhaugn- um við skolpræsið og vona að jeg verði svo heppin að geta veitt gömlu, skálduðu rottuna, sem jeg veit að er upphaf allrar minnar ógæfu í sambandi við rottuganginn og jeg hlalcka til að njóta hefndarinnar og vona að þið gerið það með mjer. Jeg læt „dekka“ fyrir okkur í suðurstofunni, sem veit út að haugnum og getum vjð haft þar opinn glugga og sjeð hvernig gengur meðan við drekkum“. Ráðir gestirnir þökkuðu boð- ið og lofuðu að koma. Síðan drukku þær kaffið nokkurnveg- in þegjandi. Að því loknu kvöddu þær með miklum hlíð- skap og sagði frú Guðný, að frú Á'síaug væri sú vitrasta kona er hún hefði þekt og auk þess hesta vinkona sín. Þótti frú Ás- laugu svo vænt um, að hún grjet af gleði. Morgundagurinn rann upp hýr og fagur með glaðasólskini og hlíðalogni. Póstskipið var komið á rjettri áætlun — þvert á móti venju sinni og póstskipa yfirleitt og með þvi kom af- mælisgjöf faktorsins til kon- unnar: 5 forkunnarfögur, ítöisk hænsn, 1 mjallahvítur hani og I hænur. Frúin hafði látið setja kassann með hænsnunum utan við húsið, svo sem flestum gæf- isl kostur á að sjá þau og dáðsl að þeim og þorpsbúar voru for- vitnir eins og gengur og gerist og höfðu notað sjer þetta ó- beina tækifæri bæði til að sjá þau og lala sín á milli um tildr- ið í þessu fína fólki og allan fjárans óþarfann. Frúin hafði sjeð fólksstrauminn og glaðst vfir og látið sig dreyma drauma um stórt framtíðarhænsnahú niéð þúsundum eggja og huridr- uðum liæna. Nú bjóst hún við gestunum á hverri stundu. Hún hafði sagt Yalda vatnsbera hvernig hann ætti að hegða sjer þegar frúrn- ar væru komnar. Fyrst átti hann að hleypa hænsnunum út og gefa þeim uppi á öskuhaugnum svo frúrn- ai gætu sjeð þau i allri sinni dýrð. Svo átti hann að egna. bog- ann með einhverju góðu rottu- agni hún vissi ekki hverju en Valdi liafði þá strax sagt, að hann hefði agnið „alveg ágætt dálítið úldið og dálítið maðkað hvalakjöt" góðir kostir í aug- um roltanna og frú Áslaugar. „En svo verðurðu Valdi að læðast strax inn í kjallarann og fela þig þar, svo rotturnar sjái þig ekki. Þegar kemur á agnið skaltu strax hlaupa og egna að nýju, en jeg held það sje hesl að þú hættir, þegar komnar eru eins og 20. Þá er nóg komið til að sýna gestunum hvað boginn dugir“. Þá hafði frúin engu siður lagl niður fyrir brjóstið á vinnukon- unni að muna eftir því að koma stra.x með súkkulaðið og kaffið og lnm kallað „Sigga! Sigga mín!“ Gestirnir komu á tilteknum tíma og heilsuðu með kossi og miklum hlíðskaparmálum og heillaóskum og var þvi svarað með ástúð og þaklætisbíosi. I.eiddi frú Áslaug' þær til sætis inn í suðurstofu og ljet þær setjast andspænis hver annari við hliðar veisluhorðsins. Sjáll' settist hún við borðsendann er fjær var glugganum; hún nam við gluggakistuna svo eigi mist- ist útsýni yfir víg'völlnn. Svo hófst samtalið. Fyrst um daginn og veginn og svo auðvitað um ítölsku hænsn- in, sem nú spígsporuðu um öskuliauginn i allri sinni dýrð. Frú Áslaug sá það sjer til ó- hlandinnar gleði að háðar vin- konurnar litu hænsnin aðdáun- araugum og' hún gat sjer þess til að þær mundu öfunda hana í hjarta sínu og' jók það e.nn gleðina. Hún kallaði því blíðum rómi „Sigga! Sigga mín!‘ og kom þá Sigga þegar og virtist undr- andi„ en bar í háðum höndum kaffi og súkuulaði og setti lnin það frá sjer þar sem frúin sagði henni. Svo opnaði frúin gluggann, kallaði til Valda og sagði hlæj- andi, að nú mætti leikurinn hyrja. Svo sagði hún Siggu, að hún mætti fara og að hún skyldi ekki koma nema á liana væri kallað með nafni. Svo hejti frúin súkkulaði í bollana og bað gestina að gjöra svo vel. Frú Áslaug sagði nú gestum sínum hvað til stæðí og ljetu háðar frúrnar vel yfir. Fór frú Guðný alt i einu að tala um þáð livað haninn væri framúrskar- andi gáfulegur og samsintu hiu- ar það með henni. Valdi var að koma frá ]iví að egna bogann. „Sjáið hvað hann horfir tígu- lega og greindarlega eftir kall- inum“ mælti hún og þá sáu hin- ar það enn betur. Nokkur augnablik horfðu frúrnar eftirvæntingarfullar á öskuhauginn. Loks sáu þær, að citthvað fór að hreifast i nánd við hogann og lutu áfram til að sjá sem best. Sá frú Áslaug að þetta var crfðafjandinu, gamla rotlumóðirin og lyltist ósegjan- legri gleði. „Nú tekur þó loksins sá gamli við henni“ mælti hún í hálfum hljóðum. En „hælumst minst í máli“ þetta var of sriemma sagt. Rjett í sömu andránni hrá stórum skugga yfir hauginn og gáfaði ílalski haninn steyptisl yfir agnið til þess að ná sjer í maðk. Eins og elding hjó hann í agriið og eins og elding klipti hoginn af honum hausinn. Eins og elding flaug liauslaus húkur- inn og beint inn um gluggann hjá frúnum. Þvi miður lcunni hann ekki fót sinum forráð nje heldur almennar kurteisis- venjur þvi hann rudcli súkku- laðikönnunni niður í kjöltu frú Guðnýjar og kaffikönnunni i kjöltu frú Sigríðar, en hafnaði sjálfur — eins og rjctt var spúandi hlóði í kjöltu frú Ás- laugar. Það er ómögulegt að lýsa þyí sem skcði. Frú Áslaug hnje nið- ur og steinleið yfir liana. Ilin- ar frúrnar litu andartalc á við- urstygð eyðileggingarinnar en stóðu svo upp og fóru í fússi. Faktorinn sá lil ferða þeirra útum skrifstofugluggann. Af svip þeirra og látæði og orðum, sem hann heyrði á stangli, rjcði hann, að eitthváð ógurlegt mundi hafa skeð heima. Harin flýtti sjer ])ví heim og farin þar konu sina liggjandi meðvitund- arlausa á gólfinu í hlóði hanans. Samkvæml síðasta manntali cru nú 2.890.923 útlendingar Inisettir i Frakklandi. ----x---- Ameriskur verkfræðingur hefir uý- lega fundið uþp aðferð lil þess að gera fatael'ni úr grasi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.