Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1932, Blaðsíða 11

Fálkinn - 06.08.1932, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Hliðarsund. Al' öllum leguildum suuds er hliS- arsuud einna minst notað og eigin- lega er það illa l'arið, þvi að sund- menn, sem nota þessa aðferð geta náð mjög miklum hraða á því. Auk jiess er tiltölulega auðvelt fyrir þá, sem hafa tamið sjer hliðarsund, að læra „trugdeon", sem er erfið og vandlærð 'sundaðferð, ef menn kunna ekki hliðarsund áður. En til þess að verða góður á sundi verða menn að læra til fullnustu „klippinguna", en svo eru fóthreif- ingarnar kallaðar á þessu sundi. Auk þess verða hreifingar handa og fóta að vera í nákvæmu samræmi, en mega þó ekki vera samtímis. Fjögur viðbrögö á hliðarsundi. Hjer á myndinni sjáið þið fjórar aðal-stöður á hliðarsundinu. 1. sýn- ir byrjunarstöðuna, 2. vinstri hand- leggur er hreifður inn undir kropp- inn og lófinn snýr að hliðinni, en hæg'ri handlegg er lyft upp yfir höf- u'öið, 3. vinstri hönd er hreifð upp : að öxlinni með lófann upp og hægri hönd höfð viðbúin, 4. vinstri hönd hreifö fram þangað til hún er komin í 1. stöðu og lófanum snúið niður. Um leið er hægri hendi lekið með snöggu átaki aftur með brjósti og maga þangað til hún er komin í 1. stöðu. Þið ráðið 1)ví sjálf hvort þið vilj- ið heldur synda á hægri eða vinstri hliðinni. Ymsir góðir sundmenn vilja heldur vinstri hliðina og þess- vegna er sundi á henni lýst hjer, en ef þið kjósið fremur hægri, þá verðið þið að hal'a skifti á orðun- um hægri og vinstri í lýsingunni. Ureifing vinstri liahdar. Gætið vel að hreifingum vinstri handar; þær virðast ofur einfald- ar en koma ekki að fullu gagni nema því að eins að þið farið nákvæm- lega eins að og jeg segi ykkur. Sjer- slaklega er það áriðandi að ])ið snú- ið lófanum eins og lýst er, því að annars verður handleí’Uirinn bog- inn og óeðlilegur í vatninu og tek- m af skriðið. Þessvegna skuluð þið skoða vel myndina hjer að ofan (h). Þið getið lært mikið al' henni. Sundmaðurinn staðnæmist utast á stökkpallinum (vippunni) og stend- ur þar á tánum. Þvínæsl beygir hann sig ofurlítið í hnjánum og hoppar snögglega upp á við og afturávið, þenur út brjóstið og beygir sig aft- ur í bakinu, og rjettir á ný úr fót- un um. Búkurinn snýst nú við um útrjetlar hendurnar, en þegar höfuðið snýr niður eru hendurnar rjettar dálítið fram svo að búkurinn stendur á ný rjett uþp og niður. Eu rjett áður en komið er í vatnið er handleggjunum þrýst inn að hliðunum. „Klippingin":. Aðalatriðið i þessari hreifingu er það, að maður klemmir útglenta fælurnar saman og pressar aftur vatnið milli fótanna. Við það inynd- ast þrýstingur, sem knýr ykkur á- fram. Þetta er hægt að æfa me'ð fótunum einum og haída sjer með höndunum vi-ð staur, kaíSal eða því iim likt. Vinstri fótur er kreplui’, svo að hann myndi rjett hórií við læri'ð, en ekki má teygja úr ristinni. Um lei'ð er hægri fóturinn hreifður um %-úr metra fram, án þess að beygja hann. Hreifingin er því ekki ólík því og þegar maður er á gangi. Þegar maður hefir tekið þessa stöðu i'jett er „klipt“ með fótunum, eins og skæraörmum, en til þess að hreif- ingin komi að gagni eiga þeir a'ð koma sem næst hvor öðrum. Það er erfitt að kenna þetta, en með góðri æfingu uppgötva menn fljótt hvern- ig á að fara að því, svo vel fari. Afstaðan milli hreifinga hand- leggja og fóta er þannig: um leið og lokið er bogahreifingunni með hægri handlegg á bilið milli totanna að vera sem mest, en fótunum er skelt saman um lei'ð og hægri hand- legg er lyl't fram til nýs átaks. — Sundmaðurinn andar að sjer um leið og hægri hendi er ýtt al'tur í vatninu. Öfugt heljarstökk. Háð handu jieim, sem ekki kunna að sgnda. Þið sem ekki hafið lærl neilt i sundi eigið vitanlega að byrja með því að læra bringusund. Skyldi svo fara, að ósyiidur dytti i vatn, þar sem hann getur ekki botnað, gadi liann haldið höfðinu upp úr, ef hann æðrast ekki, með því að vera í sönni stellingum og drengurimi hjer á myndinni. En mundu að vjera rólegur el' þetta her að, því iið annars sekkur þú. Eólk sem rjettir hendurnar upp úr vatn- inu og hljóðar, hlýtur að sökkva. Mundli það! Tóta frseiika. Gerða litla. Gerða litla sal aléin i köldu lier- berginu sinu og var að gráta. Pabbi var farinn á skrifstofuna og Elsa sagðist ætla í bú'ð. Og nú voru marg- ir mánuðir sí'ðan Gerða hafði sjeð mömmu sína. Þau höfðu reiðst hvorl öðru svo herfilega pabbi og inanima, og hún hafði sagt, að liún vildi ekki vera hjá honum lengur, því að hann væri svo vondur við sig. Og svo hafði hún faðmað Gerðu að sjer og hlaupið svo leiðar sinn- ar. Og síðan var pabbi altaf svo hryggur, það gat maður sjeð þó að ekki hefði hann orð á neinu. Á kvöldin sal liann lengstum grafkyr í stóra stólnum sinum og starði frani á gólfið. Og hann var stein- hættur að segja litlu stúlkunni sinni æfintýri. Nei, Gerðu fánst lifið orðið ömurlegt. Hver var á gangi frammi í göngunum? Augun í Gerðu spent- ust upp og sortnuðu af hræðslu, þegar hún leit til dyranna. Hurðin laukst upp hægl og var- lega... . það var mamma, elsku mamina hennar! llún rak upp gleði- óp og fleygði sjer um hálsinn á henni og henni lá við að kafna, því að mamma hennar faðmaði hana svo fast að sjer. — En hvað mamma var föl og með stór tár i augunum, en svo lalleg, falleg eins og álfkona i æfintýri. Og mamma ljek sjér við Jitlu slúlk- una sína og sagði henni æfintýri. Svo sagði liún henni, að Elsa vissi að hún væri lijer, en hefði lofað að segja ekki pabha hennar frá því, þvi að þá mundi hann lela hana Gerðu litln einhversstaðar þar sem mamma liennar findi hana ekki. Og Gerða lofaði að segja ekki til móður sinnar. Nokkrar vikur li'ðu og næstum daglega kom mamma til litlu telp- unnar sinnar. Hún var föl og ósköp sorgmædd, en þegar þær höfðu leik- ið sjer saman um stund, gleymdi Gerða fölu kinnunum og sorgmæddu augunum hennar mömmu. Einu sinni kom pabhi heim af skrifstofunni lyr en von var á hon- um Gerða hafði verið í rúminu nokkra daga i kveli og liann hafði alt í einu or'ði'ð svo hræddur um hana. Hann hafði sjeð fyrir sjer barnsaugun, sem voru alveg eins og þau yántaði eitthvað, og hann ósk- aði að hann gæti brotið odd af of- læti sinu og beði'ð konuna sína að koma aftur. Hann fór stigann i þreniur skref- um, opnaði og kom stikandi inn í líarnaherbergið... . . En hver sat á rúmstokknum hjá Ger'ðu? Þa'ð var mamma, sjálf mamma með fölu kinnarnar, og þarna lá Gerða og hrosli til hans. „Yera!“ kallaði liann og fjell á knje og huldi höfuð- ið í örmum hennar. Þegar Gerða hrestisls aftur, fansl henni hún aldrei hafa sjeð pabba og mömmu eins hamingjusöm og nú. Erfitt ferðalag. Það er víða í Noregi litið um vegi og erfitt að komast áfram með hest og vagn. En þó er Noregur talinn vera eitthvert besta vegalandið í Norðurálfu. En landið er svo víö- áttumikið að þa'ð er ekki von, a'ð vegið sjeu alstaðar gó'ðir. Myndin hjer að ofan sýnir hve erfitt er að komast áfram sumstaðar. Þetta þætti ekki góð meðfer'ð á liesti ef það væri á íslandi. Nhlíma börn. Mamma er að spila barnavisur fgrir Jón litla. — Hvernig fanst þjer þetta lag, Jón litli? Jón hefir horft á móður sína stiga á „pedalinn": Jeg held að þú gefir of mikið bensin, munima.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.