Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1932, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.08.1932, Blaðsíða 6
(•> Sunnudags hugleiðing. F A L K l N N • • Orlagastund Þýskalands. Þýska ráðuneytið. í efri ruð frá v.: Hermann Warmbold atvinnumálaráðherra, dr. Franz Giirtner dóms- málaráðherra, Kurt von Schleiclier hermálaráðherra og Magnus von Braun matvælaráðherra. Neðri röð: Schwerin von Krisigh fjármálaráðlierra, Constantin von Neurath utanrikisráðlierra, Franz von Papen kansl- ari, Wilhelm von Gagl innanríkisráðherra og Paul von Rubenach póst- og samgöngumálaráðherra Gæska Guðs við þig. Eftir Olfert Ricfuird. Róm. 2: 4. Eða lítilsvirðir þú ríkdóm gæsku hans og umburðar- lyndis og langlyndis, og veist ekki, að gæska Guðs leiðir þig til iðrunar? Fyrir nokkrum árum var ung- ur prestur að fara yfir Rómverja- brjefið með nokkrum kennara- skólapillum. Þegar kom að þess- um orðum, rann það nú fyrst upp fvrir honum, hvað þau höl'ðu inni að lialda — áður hafði það verið honum hulið. Embættis- próf i guðfræði var hann búinn að taka, án þess að hafa atliug- að merkingu þcssara orða. Nú varð honum það alt í einu ljóst, hversu Guð liafði ávalt verið honum góður, að gæska Guðs hafði frá öndverðu stefnt að því cinu, að leiða hann til iðrunar. Og nú ljet hann það verða. Hefir þú hugsað um þetta áð- ur? Við könnumst vel við það, að Guð leiðir menn og laðar með sorgum og vonhrigðum, andstreymi og ásvinamissi. En að hann með gæsku sinni uilji leiða okkur til iðrunar, það kem- ur okkur sjaldan í hug — eða cr ekki svo? Rendu huganum til hins um- liðna. Hefir ekki Guð verið þjer sjerlega góður? Jú, í x-aun og veru hefir þú aldrei reynt annað en gott af honum, sífelda gæsku. Góða foreldra gaf hann þjer, góða vini, góð kjör, gott at- gjörvi, góða menningu, góða lieilsu. Hefir þetta leitt þig til iðrunar ? Ef til vill spyr þú: Er þá öll- um þörf að iðrast? Já. -— Og einnig þeim er enn lifa í barna- trú sinni? Já, einnig þeim. í barnatrúnni ber þeim að iðrast synda sinna, afneita sjálfum sjer, hyggja alla von sína og traust á Jesú og elska Guð og þjóna l.'onum. Hamingjusamir eru þeir, sem láta gæsku Guðs leiða sig til tiJ þessa takmarks. Þeir komast hjá mörgum þungbærum þrauta- stundum. Á. Jóh. þýddi. (Úr hugleiðingasafninu ,Tag og læs‘). ----------------x---- Guð minn, Guð rninn! Þjer treystu feður vorir, treystu þjer og þú hjálpaðir þeim. Til þín hrópuðu þeir, og þeim varð bjargað, jxjer treystu jxeir og urðu ekki til skammar. Jeg vil kunngjöra bræðrum mín- um nafn þitt, i söfnuðinum vit jeg lofa þig. Komandi kynslóðum skal verða sagt frá Drotni, og lýð, senx enn er ófæddur, mun boðað rjettlæti hans. Honum sje dvrð i söfnuðinunx! Sálm. 22. í vetur sem leið hirti jxýskt hlað grein, sem nxikil athygli var veitt ekki aðeins innn Þýska- lands heldur og utan. Þar var i- Iniguð jxessi spurning: Er júlí öi’lagamánuður heimsins? Og blaðið svaraði spurningunni jál- andi og her fyrir sig ýmsa við- burði veraldarsögunnar, sem all- ir hafa gerst i júlí. Að vísxi má ávalt tclja fram viðburði, þann- ig að einliver annar mánuður verði sjerkennilegur fyrir mikla og afdrifaríka viðburði, en vegna tiðinda þeirra, sem gei'st hafa i Þýskalandi i júlhnánuði siðast- liðnum er ekki úr vegi, að rifja upp það sem blaðið segir um júlí, sem mánuð heimsviðhurð- aniia. Franska stjórnarbyltingin, sem er einna afdrifaríkasti viðburður síðari alda, liefst i raun rjettri með árásinni á „bastille“ í París 14. júli 1789. Hið hataða ríkis- fangelsi, senx tortímt hafði svo mörguixi mætum xxxaixni, fjell eftir að árás múgsins á það hafði slaðið liálfan sólarhring og varð- foringinn Launay ofursti, sem var orðinn aldurhnigiixn hengd- ur á ljósastólpa. Hinn 3. júli 1866 náði Prúss- land forystunni nxeðal liinna þýsku ríkjanna. Þann dag' stóð orustan við Königgratz, þar senx lierir Þjóðvei’ja gjörsigruðu Ausl urríkismenn, svo að leiðin lil Wien stóð opin. Hefðu Prússar lxaldið liði sínu þangað, el' eigi hefði verið saixiiix lriður saixx- sluxxdis, en eigi að síður var þessi júlídagur þýðingarmikill fyrir framtíð Þýskalands og Evrópu yfirleitt. Frá þeim degi hófst undirhúningurinn undir þau tíð- indi, seixx gei'ðust 19. júlí 1870: að Frakkar sögðu Þjóðverjum sli'íð á liendur. Það var hin svo- nefnda orðsending frá Ems, sem knúði fram þan nófrið, síðasla mikla ófriðinn í Evrópu þangað lil heimsstyrjöldin skall á. Hinn 30. júlí var enn friður og öllu ó- hælt. Engan grunaði að hættu- leg Evrópustyrjöld væri í nánd. Þá losnaði konungsstóll Spánar og var boðinn Leopold priixs ol' Hohenzollern. Prinsinn svai'aði fyrst játandi, en tók síðan jáyrði sitt aftur. í baðstaðnum Enxs, þar sem Vilhjálmur Prússakon- ungur var þá staddur, liitti sendi- lxerra Frakka liann. Vissi seixdi- herrann ekki um, að Leopold hafði tekið aftur jáyrði sitt og krafðist þess nú af Vilhjálmi, að haixxx bannaði pi'insiixuixi að taka ríki á Spáni. Vilhjálmur keisari svaraði eins og eðlilegt var, að hann samþykti að Leopold afsal- aði sjer kommgdæminu og að niálið væri úr sögunni. En þá var það að Rismark fursti, sem gjarnan vildi auðmýkja Frakka nxeð vopnum, gaf tilkynning- unni unx það sem gerst liafði annað orðalag en rjett var, eftir að hann hafði fengið tilkynning- una frá Ems, og varð ekki ann- að sjeð á þessari tilkynningu Gruslan við Königgratz, 3. júlí lStití

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.