Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.09.1932, Blaðsíða 3
F Á I. K I N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórur: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: tiankastrœti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton S c h j ö t h s g a d e M. Blaðið kemur úl hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfrani. Auglýsinyaverö: '20 aura inillimeter Herbertsprent. Hankastrœti 3. Fjölskyldan fljúgandi. Skraddaraþankar. Það er heimskur rnaður, sem aldrei j)ykist hafa tíma til að taka sjer frístund. Fridagurinn endurnærir manninn og gefur honum þá hvíld, sem hann þarfnast til þess að geta tekið al'tur til óspiltra málanna með nýjum kröftum. 01' langur viunudag- ur þreytir og rænir starfsorku og það er viðurkend reynsla, að eftir að vinnuharkan mikla, sem lá hjer í landi fram yfir síðustu aldamót, til sveita, var úr sögunni, jukust af- köst einstaklingsins stórkostlega. Lengi lá sá siður í landi, að vinna myrkrannn á milli um sláttinn og jafnvel lengur en myrkranna á milli eftir að fór að liða á sumarið. Þá höfðu sumir bændur það fyrir sið, að jeta skyrið sitt á orfhælnum í stað jiess að taka sjer borðunartíma. Og þó var mannafli nægur i þá daga og kaupgjald lítið sem ekkert. En eftir að farið var að stylta vinnu- timann um sláttinn lá víðast hvar meira eftir miklu færra fólk en legið hafði eftir miklu fleira með hinum langa vinnutima. Hjá gömlu mönn- unum var vinnan gleðilaus þrælkun jen hjá hinum nýrri skemtilegt við- fangsefni, unnið af fúsum vilja. Atvinnuvegir íslendinga eru þann- ig gerðir, að þar er ekki hægt að beita ákveðnum og jöfnum vinnu- tíma allan ársins hring. Viðfangs- efnin koma i öldum og það verður að vinna þau i skorpum. Svo er um sláttinn í sveitinni og aflatimann á sjónum. Það er vitlaus hugsunarhátt- ur að hælta við að bjarga þurheyi undan rigningu, af því að klukkan sje þetta eða þetta, en umframvinn- an á þá að endurgjaldast í hvild, jiegitr miuna er um að vera. Og jsað mundi verða Ijeleg afkoma hjá þeirri útgerð, sem jafnan hefði sama vinnu- timak hvort sem nokkuð fiskaðisl eða ekki. Þegar tækifærið á að not- ast, verðnr að vinna eins og orkan leyfir — en þó ekki meira en orkan leyl'ir, því að það er beinn skaði. En sá sem altaf sperrist við að vinna sem lengst og ann sjer eða sínu fójki aldrei hvíldar, er vitgrann- ur maður. Hann hefir ekki látið sjer skiljast, að einmitt hvildin og upp- Ijettingin er undirstaða allra af- kasta í vinnu. Þreyttur maður afkast- ar aldrei, að öðru jöfnu, eins mik- ílli vinnu og ólúinn. Þreyttur maður er ekki nema hálfur maður og vinn- an verður honnm kvöl í stað ánægju. Hann er orðinn jiræll vinnunnar i slað þess að vera herra hennar. Vic/fi'is liinarsson skrifstofustj. i.rrður fimlugur 20. þ. m. Frú Ástriður Jónsdóttir Skóla- vörðnstig 'i3, vrrfíur áttatíu ára 23. þ. m. Af öllum þeim, sem áformað hafa að fljúga yfir Atlantsliafið i sumar hefir einna mest verið talað um „fjölskylduna fljúgandi", Hutchin- son ofursta, lconu hans og tvær dæt- ur, aðra 8 ára en hina sex. Það hcf- ir sein sje vakið athygli, að hjer er um hreint og beint skemtiflug að ræða. Fjölskylda þessi hefir flogið þúsundir mílna um Ameríku og meðal annars fáfarnar leiðir. Vjelin er afarstór og hefir innanborðs, auk fjölskyldunnar, 4 flugmenn og vjela- menn, auk vista til margra vikna og eldsneyis til rúmlega 20 klukku- tíma. Fjölskyldan fljúgandi kom til St. Johns í New BrunsWick 24. á- gúst, en þegar þangað kom og sýnt )jótti að hún ætlaði að fljúga um Grænland, mótmælti danska stjórn- in komu hennar þangað og kvaðst ekki hafa neinn viðbúnað til að bjarga fólkinu ef vjelin bilaði yfir Grænlandi. Eigi að síður hjelt Hut- chinson áfram í stuttum áföngum norður á bóginn og kom til Godt- haab i Grænlandi um mánaðarmótin. Lenti þar i rekistefnu við yfirvöld- in og varð sá endir á, að hann greiddi 1000 króna sekt fyrir að koma til Grænlands í óleyfi. Dvald- ist honum í Godthaab út af þessu en fiaug svo loks til Julianehaab 7. þ. m. Þaðan flaug hann svo á sunnu- daginn var áleiðis til Angmagsalik en lenti i byl og neyddist til að lenda skamt fyrir sunnan Angmagsa- lik. Enskur togari, sem var staddur þar vestra fann flugmennina loks eftir langa leit og flutti til Angmagsa- lik, en vjelin var skilin eftir og mun vera ónýt. lljer að ofan cr mynd af fjöld- skyldunni, tekin er hún kom úr heimsókn hjá Hoover forseta, áður en lagl var i ferðina. Ekki er þess getið hvort ljónsunginn sem sjest á myndinni cr með í ferðinni, en hann virðisl vera góður vinur fjölskyld- unnar. Sigurður Þorsieinsson fasteigna- sali á Rauðará varfí 65 ára 10. þ. m. Ekkjan Ingigerður Þorvaldsd. Laugav. 76 verfíur sextug á morgun. Ilúsfrú Guðrún Snorradótlir Sogamýri varfí 70 ára 26. ágiisi síðastliðinn. SFINXINN RAUF ÞðGNINA.... Besta ástarsagan. Fa^st hjá bóksölum og á afgreiðsiu FÁLKANS, Bankastræti 3. Send buiðargjaldsfrítt gegn póstkröfu um alt land. Veró fjörar krónur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.