Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1932, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.09.1932, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Hugvitssemi í sumarleyfinu. Yngstu lesendurnir. l>að fer nú bráðum að styttast i sumarleyfinu ykkar, því að úr þvi þessi mánuður er úti fara flest ykk- ar að ganga i skólann. Það má þvi ekki seinna vera, að jeg segi ykkur frá því, að ýmsir af lesendum mín- um hal'a skrifað mjer og sagt mjer frá mörgu skrítnu og gagnlegu, sem þeir hafa verið að dútla við i sumar- leyfinu. Sumt af þessu er- svo gott, að jeg ætla áð reyna að lýsa því l'yrir ykkur, svo að þið getið lært það og gert það sjálf. Fyrst ætla jeg að segja ykkur al' tveimur drengjum, sem heita Ein- ar og ívar. Þeir áttu heima sinn hvoru megin við stóra tjörn og lang- aði mikið til að geta hitst á daginn og leikið sjer saman. En tjörnin var svo löng, að það var afar langt að ganga í kringum hana — hjer um hil klukkutima í hvert sinn. Þá fundu þeir upp á því, að gera sjer sinn timburflekann hvor. Flek- arnir voru úr tveimur stórum drumbum, sem voru i'estir saman á þann hátt, að þunnar fjalir voru negldar ])vert á milli þeirra. Þið sjáið þetta á myndinni. Og nú eru Einar og ívar ekki nema tvær til þrjár mínútur að hittast, og leika sjer saman frá morgni til kvölds. — Vitanlega kunna þeir báðir að synda, því að annars hefðu foreldrar þeirra ekki lol'að þeim að nota flekana. All- ir ungir drengir verða að læra að synda, áður en þeir hætta sjer út á vatn. Flekunum róa þeir áfram með einni ár og þó ekki l'ari þeir hart þá ganga þeir saml. Þai} xem Sigga lilia gerði. Sigga litla er einstaklega hreinleg telpa. ltún hafði farið með foreldr- um sinúm upp í sveit, en þegar þangað kom tók hún eftir, að hún hafði gleymt hversdagsskónum sin- um heima. Ilún hafði ekki með sjer nema hvíta, fallega skó og hún vissi að þeir mundu skítast út undir eins ng hún færi með þá út í vætu. Hvað haidið þið að lnin hafi gert. Hún lann gainla boldangspjötu, sneið úr henni skæði, og bjó sjer til allra lagleguslu skó, eins og hún sá fólk- ið á heimilinu gera úr skinni og leðri. l>eir entust að visu ekki lengi, en boldangspjattan var svo slór, að hún gal gcrt sjer aðra. Villi litli átti heima í Danmörku og' hafði venjulega verið við sjóinn i sumarleyfinu sinu. Hann var syhd- ur eins og selur og var altaf að busla i sjónum á hverjum degi og |ióti gaman að. En i sumar var hann sendur upp i sveit til frænda síns og átti að hjálpa svolítið til á heim- ilinu. Hann var altaf eitthvað að bardúsa l'rá morgni til kvölds og var kófsveittur i hitanum. Verst af öllu þótti honum, að það var hvergi luegt að haða sig, honum þótti ilt að fara í rúmið með storkinn svitann á öll- um kroppnum. Loks fann hann ráð. Itann fann gamla garðkönnu, sem hætt var að nota og hafði vcrið fleygt upp á lol't með ýmsu skrani. Ilann bað um að lána sjer hana og það fjekk hann. Svo hengdi hann hana upp i trjágrein, fulln af vatni og batt snúru í hana, svo að hún gat hallast eftir vild þegar hann tók í snúruna. Og úr þessu varð svo allra besta steypibað, sem Villi tók sjer bæði lcvölds og morgna, og var eins og nýr maður á eftir. Fólkinu þótti þetta skrítið, en svo fór það að royna lika og komst þá að raun um, : ð það var ómissandi að baða sig á hvcrjum degi. Anna. Gerða og Palla höl'ðu búið sier til leikfang, setn þær notuðu RANNSÓKN IIÁLOFTSINS. Það eru fleiri en Piccard prófes- sor, sem kosta kapps um, að rann- saka ástad háloftsins. En rannsókn- ir hans hafa vakið meiri athygli en annara, vegna þess að hann hefir sjálfur fylgt mælingaáliöldum sinum upp í loftið, lengra en nokkur mað- ur annar. Þýskur maður, Rege- ner prófessor hefir búið lil loftbelg og sjálfvirk mælingaráhöld og sent þetta 28.000 metra upp í loftið. Mæl- ingaáhöldin færðu svo prófessorn- um ýmsar athuganir úr þessari hæð, sem laldar eru mjög þýðingarnuklar fyrir vísindin. lljer er mynd af pró- fessornum og loftbelg hans. Nú er sagt að amerískur visinda- maður sjc að gera sjer loftbelg, slmíi eigi að komast miklu hærra en belg- ur Piccards og ællar Ameríkumað- urinn að fara með honum sjálfur, i loftþjeítri kúlu. Hygst hann munu komasl yl'ir 20.000 metra í lol't upp, en Piccard komst ,,aðeins“ á 17. þúsund metra. niðri i fjöru. Það var pappaaskja með ferlegu andliti á öðrum endan- um, svo ferlegu, að það var kallað „mannætan“. Hvopturinn á mannætunni stóð opinn og sást skína i allar tennurn- ttr, en fjarlægðin á milli tannanna var mismunandi mikil, því að maitn- ætan liafði mist sumar og voru skörð el'tir. Yfir hverju skarði voru skrifaðar mismunandi háar tölur. Yfir þv stærsta 10, því næsta 20 en yfir því minsta, sem var svo lítið að bolti giit rjett smogið þar í gegn, var talan 50. Anna, Gerða og PiiIIíi köstuðu nú boltanum úr ákveðinni Ijarlægð, liver 5 sinnuni og skrifuðu hjá sjer stigatöluna á þeim holum, sem bolt- inn gat l'arið í gegnum. Og sú tap- aði sem fæst fjckk stigin. Þetta var ekki svo vitlaus teikur. „Mannœtan". llugo átl i lika heima i Danmörku. langt u))])i i svcit. Hann liafði aldrei l-omíð i kauþstaðinh en þessvegna þótti homim 'ehn vænna um heimil- ið sitl en annars og hafði gleggra fiuga fyrir náttúrunni en drengir á lians reki, sem áttu heima í kaup- s'.að. — Eitt vorið þegar trjen l'órii íið springa út, sá hann sjer til mik- illar raunar, að eitt Irjeð bar eng- in blöð. Það var dautt. l’aðir hans ætlaði undir eins að höggya trjeð í eldinn, en það fanst Hugo ekki nokkurt viðlit. Hann bað föður sinn að lofa trjenu að standa og sagðist ætla að reyna að láta það koina einhverjum að gagni þó að það væri hælt að bera blöð. Svo siigaði hann kubba úr trjenu, eins og sýnt er á myndihni, holaði innan úr kubbunum og gcrði gat inn í hol- una. Síðan setti hann kubbana á sinn stað í trjeð aftur og nú vonar hann, að smáfuglarnir geri sjer hreiður í holunuin i trjenu næsta sumar. Og þá vcrður trjeð þeim að gagni, þó að það sje hætt að bera blöð. Tóta frænka. IIEIMSINS LAUN ERU VANÞAKKLÆTl. Einu sinni þegar Petersen kenn- ari var upp i sveil, að safna jurtum, varð manneygður tuddi á leið hans. Tuddinn setti undir sig hausinn og gerði sig líklegan lil að ráðast á manninn, en hann flýði undan og lókst loks að komast yfir girðingu og Ijek tuddinn hana grátt. Þegar Pet- ersen var kominn úr hættunni sleytti hann hnefann framan i grið- unginn og sagði: ,,Nú hefi jeg ekki smakkað ket i lultugu ár og svona launárðu mjer, kvikindið!“ Tveir drengir voru að gorla al' þvi, bvað þeir eigi ríka l'eður. Segir þá annar þeirra: Hann pabbi á svo niarga peninga, að hann gelur ó- mögulega eytt þeim öllum. En hann pabbi minn á svo marga peninga, að hún mamma get- ur ómögulega eytt þeim, svarar ])á hinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.