Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1932, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.09.1932, Blaðsíða 4
A F Á L K I N N Hættulegar líkur. EFTIR CHARLES BOOTH. Þegar Roy Morrison kom til s.jálfs sín aftur var ofbirta í augunum á honum. Út um litla austurgluggann sá hann stirna á strönd British Col- umbia í morgunsólinni. Ilontim fanst heilinn í sjer vera eins og steinn; hann verkjaði i höf- nöið og var með óbragð i munnin- um. Svo tók hann eftir, að hann lá á skrifstofugólfi Barney Harrish, en sú skrifstofa var á efri hæð timb- urverslunarinnar, yfir ajlmennu skrifstofunum. En hvað gersl hafði og hvernig hann var þangað kominn vissi hann ekki. Hann hlaut að hafa verið drukkinn, en hvernig hann var þarna kominn gat h.ann ekki skilið. Smám saman rankaði hann við sjer og hann reyndi að rifja upp fyrir sjer hvað gerst hafði kvöldið áður. Hann hafði lent i skömmum við Harrish gamla og farið á eftir niður að ströndinni til þess að lita eftir verkamönnunum. Mikill heimskingi hafði hann verið að láta bræðina ná svona valdi á sjer. Gamli maðurinn hafði vitanlega ekki meint helminginn af ]>ví sem hann sagði — en Connie, sonardóttir gamla mannsins var orðin honum svo óendanlega hjartfólgin. Þegar Morrison kom aftur inn á skrifstofu sína hafði hann i bræði sinni yfir ummælum gamla manns- ins þrifið whiskyflösku og drukkið hana upp, og siðan farið upp stig- ann inn á skrifstofu Harrish. En lengra mundi hann ekki. Ofurlitill sólargeisli kom inn um gluggann og glampaði á eitthvað gljáandi rjett hjá honum. Það var skammbyssan hans, sem altaf var vön að liggja í skrifborðsskúffu hans á neðri hæðinni. Hann varð ótta- sleginn. Hvað hafði gerst'? Hann stóð upp með erfiðismun- um og leit i kringum sig. Nú varð hann enn hræddari. Barney Harrish sat álútur í skrifborðsstól sínum með höfuðið fram á borðið og blóð- ugt svöðusár á hnakkanum. Hann hreyfði við honum. Gamli maðurinn var kaldur og stirðnaður. Morrison stóð grafkyr og starði. Hann mintist Connie suður í Van- couver og tilfinningum hennar gagnvart afa sínum. Skrifborðið var alþakið blöðum. Þar var einnig dagatal, pappírshníf- ur eins og rýtingur i laginu, blek- bytta og fleira smávegis. Hann leit aftur á skammbyssuna. það var byssan hans og hann var þarna aleinn með dauðum manni, sem hann hafði deilt við kvöldið áð- ur. Hvað þýddi það? Hann vissi hvað fólk mundi halda, ef hann gæti ekki sannað sakleysi sitt. En ef hann væri morðinginn. Hann hafði verið drukkinn og vissi ekki hvað hann hafði gert. — Ef jeg aðeins gæti munað, taulaði hann. 1 sama bili var barið að dyrum og tveir menn komu inn. Sá eldri, litill maður og gildur, með vinaleg blá augu var Tom Mallard, varafor- stjóri timburverslunarinnar. Hinn, grannur, ungur maður, dökkhærður, var Defries, einkaritari Harrish gamla. Góðan daginn Roy, byrjaði Tom Mallard en þagnaði er honum varð litið á stólinn. — Drottinn. minn! Hvað hefir gerst hjer? Hann er dáinn, hvíslaði De- fries. Skotinn í hnakkann. Tom Mallard kom nær. — Dáinn! hvíslaði hann. Svo sneri hann sjer að Morrison og sagði — Hver gerði þetta, Roy? En Roy Morrison stóð og glápti og gat engu orði svarað. Tom Mollard strauk hendinni um augu sjer. Hann gat ekki trúað neinu iilu á piltinn. Það var hann sem rjeð því, að gamli Harrish tók Roy Morrison fyrir eftirlitsmann á verk- smiðjunni fyrir tveimur árum, og hann hafð reynst prýðilega frá því fy rsta. Þjer eigið þessa, er það ekki? Defries kom til Roy með skamm- byssuna, sem hann bar i klút til þess að láta ekki koma á hana fingraför. Er þetta satt? muldraði Tom Mallard. Roý Morrison kinkaði kolli. Hann fjekk málið er hann sá hrygðarsvip inn á andliti hins gamla vinar síns. Já, byssan er mín, sagði hann. Jeg var drukkinn í gærkvöldi og veit ekkert hvað gerðist. Jeg var á leið upp stigann, það er það síðasta sem jeg man. En jeg hefi ekki gerl þetta — get ekki hafa gert það. Þjer voruð að rífast við mr. Harrison i gær, sagði Defries stutt- ur i spuna. Jeg var i skrifstofunni hjer undir og heyrði það. Útaf hverju voruð þið að rifast, spurði Mollard vingjarnlega. Roy Morrison hikaði. Hann gat ekki svarað spurningunni án þess að nefna Connie — og það vildi hann ekki. Jeg get ekki svarað þvi, sagði hann að lokum ákveðinn. Nú varð þögn um sinn og *Tom MoIIard gekk í áttina lil dyranna. — Jeg ætla að ná í Willet lækni. Bíðið bjerna þangað til jeg kem aftur, De- fries. Ritarinn einblíndi á Morrison cr þeir voru orðnir einir. Þeim hafði aldrei verið vel til vina og fóru ekki dult með að kali var á milli þeirra. Þjer voruð drukkinn, Morrison, sagði hann kuldalega. En það bjarg- ar yður ekki. Þetta er morð og þjer verðið hengdur fyrir það. Hann srieri sjer frá og gekk að lík- inu. Morð! Þetta smaug eins og ör gegnum Morrison og hann varð á- kaflega hræddur. Honum lá við að sturlast er hann leit lík Barney Harrish, og án þess að íhuga afleið- ingar gjörða sinna þaut Iiarin út úr stofunni niður stigann og beina leið til sjávar. Litla timburþorpið var að vakna. Verkamennirnir voru í smáhópum við geymsluskálana og bráðum mundi eimblistran kalla þá til starfa og stórp sagirnar, sem ristu trjen í planka og borð fara að hreifast. Morrison sá, að Mallard og Willet læknir komu út úr spítalanum og flýtu sjer lil skrifstofuhússins. Wil- let var lítiil maður og mjósleginn og virtist vanta á hann augabrúnirnar. Þegar hann sá Morrison á harða hlaupum varð hann ljótur á svipiiin. Mallard fór að hrópa og veifa til hans. En Roy Morrison Ijet ekkert stöðva sig. Þegar hann kom niður á bryggj- una snaraði hann sjer út í einn vjel- bát myllunnar og var horfinn úr augsýn áður en varði. Um miðjan dag steig hann á land fimm mílum fyrir sunnan þorpið. Hánn settist á kletl og studdi hönd undir kinn og hugsaði. Ef kringum- stæðurnar höfðu verið honum erf- iðar áður, voru þær enn verri nú, eftir að hann hafði flúið. Hann var viss um að hann hafði ekki myrt Barncy Harrish, en hann vissi líka, að sjer mundi aldrei takast að sann- færa rjettinn um sakleysi sitt. Til þess að geta það, þurfli hann að linna hinn seka. En hvernig gat það tekist? Meðan hann sat þarna kom hann auga á lítinn bát, sem færðist nær. Það var talsvert hvast svo að bátur- inn hvarf við og við í öldunum. Það var eins og hann væri stjórnlaus. Straumurinn í ánni og vindurinn rak hann i áttina að fossi sem var dálítið sunnar og ef báturinn breylti ekki stefnu fljótlega mundi hann lenda í fossinum. í bátnum var manneskja í olíufötum og háiftn stíg- vjelum, sem lá niðri í bátnum með höfuðið á þóftunni og virtist vera meðvitundarlaus. Morrison fölnaði. Hann sá að þetta var bátur Demarest, eftirlitsmanns hjá Harrish, en að Demarest var ekki í bátnum. Hann hikaði augnablik. Þessi manneskja hafði auðsjáanlega verið send til að leita að honum, r— átti hann að láta hana farast eða bjarga henni? Báturin kom nær og riú skammað- ist Roy sin, spratt upp og leysti bát- inri sinn og stýrði út að hinum bátn- um. Stuttu síðar bar hann hina með- vitundarlausu manneskju upp á græna flöt milli klettanna. Það var ung stúlka. Dökt og liðað hárið sást undan sjóhattinum og litlu hvítu hendurnar voru kreptar. Mor- rison laut niður að henni. Cönnie, hvíslaði hanri.. — Con- nie! Unga stúlkan opnaði augun. Þau voru stór og blá. Hún starði lengi á unga manninn og reis svo upp við dogg. —- Loksins fann jeg þig, sagði hún. En þú hefðir. átt að láta mig fara mína leið. Hún þagnaði sefii snöggv- ast en hjelt svo áfram nistingsleg- um róm; Afi gerði mjer orð í vikunni sem leið. Jeg kom í rnorgun og það fyrsta sem jeg heyrði var að hann væri dáinn og þú hefðir myrt hann. Jeg gat ekki trúað því og jeg veit ekki enn hverju jeg á að trúa. Svo dalt mjer í hug að fara á eftir þjer. Það leið yfir mig í bátnum — Roy, segðu mjer satt: Myrtir þú hann? Defries sagði mjer að jeg hefði gert það, svaraði Roy hljóðlega. En jeg veit að það er ósatt, þjer er ó- hætt að trúa mjer, Connie. - En þú straukst —, sagði hún. Hann kinkaði kolli. Jeg veit að það var heimsku- legt. Jeg hafði drukkið og vissi ekki hvað jeg gerði. Ef jeg hefði verið ódrukkinn mundi jeg hafa horfst í augu við viðburðinn. Hún lagði höndina á handlegg hans. —- Segðu mjer alt, Roy, sagði hún. - Já jeg skal segja þjer alt sem jeg veit. Afi þin bað mig um að koma upp til sín klukkan tíu í gærkvöldi. Hann ællaði að tala um þig við mig. Það leit út fyrir að þú hefðir skrif- að honum og sagt hvað væri á milli ekkar. Hann var hamslaus af reiði og sagðist ekki vilja heyra slíka flónsku nefnda. Kallaði mig flagara og sagðist hafa ákveðið að þú gift- ist Paige, yngri forstjóranum hjá Martin Inlet Co. Sagðist ætla að tengja það fjelag sínu fjelagi. Hann. jós yfir mig fúkyrðum og jeg galt í sama. Kallaði hann gamlan nöldr- unarsegg og sagði að allir hötuðu hann. Loks rak hann mig út. Jeg fór niður að árbakkanum og leit þar eftir vinnunni og þegar jeg kom á skrifstofu mína skömmu siðar fann jeg hatrið til afa þíns svella i mjer. Nokkrum vikum áður hafði jeg tekið whiskyflösku af einum verkamanninum og settist nú við flöskuna. Þegar hún var hálfnuð heyrðist mjer skot ríða af uppi á loftinu, en jeg var orðinn það drukk- inn, og jeg tók ekki mark á þessu Jeg drakk svo upp úr flöskunni, opn- aði dyrnar og gekk upp stigann. Síð- an man jeg ekkert þangað til jeg vaknaði í stofu afa þins í morgun. Hann studdi höfuðið á hendur sjer eins og hann væri hræddnr við að lesa gruninn út úr augnaráði stúlkunnar. En hún leit elcki á hann heldur starði beint fram undan sjer eiris og hún hugsaði ákaft um eitt- bvað. — Var hurðin að skrifstofu þinni læst á meðan þú varsl niðri við ána, Roy? spurði hún. Nei, svaraði hann og varð for- viða er hann heyrði hreiniinn í rödd hennar. — Hvorki hurðin eða skrif- borðsskúffan, sem byssan var í. Sá sem myrti afa þinn hlýtur að hafa tekið byssuna meðan jeg var úti og skilið hana svo eftir uppi til þess að drága gruninn að mjer. Hann hefir liklega heyrt að við vorum að rífast, og jeg hefi gert honum leik- inn enn hægari með þvi að ganga upp stigann í annað sinn. Hefurðu engan grun um hver þáð geti verið? Morrison leit forviða á stúlkuna: Þú trúir mjer, Gonnie, sagði hann. Augu hennar fyltusl af tárum og hún rjetti honum báðar hendurnar. - Jeg verð að trúa þjer Roy. Ati ei horfinn á burt og þú ert það eina sem jeg á eftir. Hann vafði hana örmum pg þann- ig stóðu þau um stund án þess að hugsa um nokkuð nema 'ást sína. Hefir ])ú ekki grun á neinum, spu.rði Gonnie að lokum. Hann hristi höfuðið. — Mjer lief- ir dottið Defries i hug, svaraði hann. Okkur hefir aldrei komið vel saman, en vitanlega er það ekki næg ástæða til að gruna hann. Hann átti ekki heldur neitt útisandandi við afa þinn. Gamli maðurinn var dálít- ið harðdrægur, en allir virtu hann. Einhver orsök hlýtur að ver.a lil þessa, sagði Connie ákveðin. Hann leil á liana: — Tildrög, áttu við? Já, hefir þú heyrt að Srwásh- Indíánunum hafi verið sell kókain. Afi háfði komist að þessu. Ertu viss um það? Já, Willet læknir segir að hann báfi minst á það við sig fyrir tveim dögum. Þetta hefir verið gert lengi og jeg hugsa að afi hafi komist að hve sökudólgurinn var. Þetta eru mikil tiðindi, sagði Morrison. —- Þetta rtetur orðið góð hjálp. Kókaínseljandinn og morðing- inn eru vitanlega sami maðurinn. Connie hristi höfuðið. — Þú skil- iir mig ekki, Roy, sagði slúlkan. Þeir halda að þú — hafir selt kóka- inið. Heldur Tom Mallard það líka? spurði Roy. Andlit lians hvítnaði. Hann veít ekki hvað hann á að halda, svaraði stúlkan. Roy Morrison stóð upp: — Jeg fer með þjer til baka, sagði hann. Við verðum að hafa uppi á riiorð- ingjanum. Tom Mallard sat einn á skrifstofu sinni. Á borðinu við hliðina á hon- um lá skammbyssa. Beint framund- an honum voru dyrnar út, en bak við hann dyr að annari skrifstofu. Þaðan heyrðist við og við fótatak og líka heyrðist óljóst brak í stól. En fyrir utan var alt kyrt. Tom var að hugsa um Barney Harnish, sem lá dauður uppi með kúlu i höfðinu. Hver hafði drýgl þennán glæp. Roy Morrison? Nei - hann var viss um að pilturinn var saklaus - 'en hvernig átli að finria morðingjann? Hann leit á klukkuna. Hún var hálftíu. Gat eitthvað hafa orðið að Connie? Hún átti að vera komin aft- iir með lögreglufulltrúanum fyrir tveimur tímum. All í einu var bar- ið að dyrum. Mallard greip skammbyssuna. — Hver er þar? spurði hann. — Hod- son. var svarað dimmri rödd. Tom Mallard hikaði. Hodson var einn verkamannanna. Það gat verið að hann hefði erindi, en samt varð Tóm ekki um sel. IJann tók byssuna og gekk til dyra til .að Ijúka upp.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.