Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1932, Page 7

Fálkinn - 08.10.1932, Page 7
F Á L K I N N 7 Breiddin á skurðinum er 14 metrar aðeins og geta skip því ekki mæst nema þar sem útskot eru á skurðinum, en það kemur ekki að sök, Áætlanir skipanna eru samdar þannig, að þau mæt- ist aðallega á vötnunum. Síðan Gantaskurðnrinn var opnaður fyrir umferð fyrir hundrað árum hafa samgöngur í heiminum breyst afar mikið. .Tárnbrautir hafa verið lagðar um landið og akveganetið er orðið þjett og bifreiðar þjóta um það. En samt hefir Götaskurður- inn ekki mist gildi sitt. Þar eru jt-fnan miklir vöruflutningar eins og marka má af þvi, að ár- lega fara um hann nálægt 3000 oimskip og um þúsund seglskip. En auk vöruflutninganna hef- ir skurðurinn það til síns ágadis, að hann er einhver skemtileg- asta ferðamannaleið, sem Sví- þjóð á. Náttúrufegurðinni með fram skipaleiðinrii er við brugð- ið. og auk þess liggur leiðin um ýmsa merka sögustaði Svia, sem gaman er að sjá. Ferðin tekur lengri tíma en með járnbraut, en er margfalt skemtilegri og hægari. Því að livergi hvílist ferðamaðurinn betur en á sigl- ingu, sem ekki hefir neina sjó- veiki í för með sjer. Og það hef- ir siglingin um Götaskurðinn tkki. JEG ER ALVEG HISSA spíritus og ætlar eigandinn sjer að græða vel á honum. ----x----- ha'ð verður köld aðkoma hjá Gloríu Svanson þegar hún kemur heim til sín í Holl>T.vood eftir sum- arleyfið. í húsinu sínu, sem var fult af hinum skrautlegustu húsgögnum þegar hún fór, finnur hún ekki ann- að en rúmið sitt, einn s.tól og bað- ker. Stendur þannig á þessu, að hún hafði keypt húsgögnin sín i verslun einni í New Nerk, gert samning um þau en ekki horgað neitt. Nú var samningurinn rofinn af hennar hálfu og hafði húsgagna- salinn þá leyfi til að hirða húsgögn- in, en samkvæmt ameriskum lögum verður að skilja eftir þrjá nauðsyn- legustu hlutina, rúm til að sofa i, stól til að sitja á og eitthvað til að þvo sjer úr. Þetta hefir verið skilið eftir og er það ekki af verri endanum, því að rúmið kostar 1000 dollara og stólinn er líka dýrmætur gripur. ----x---- Á sjúkrahúsi einu í París var þjónunstufólkið alt heila viku að leita að gullnál hjerna um daginn. Hefði varla verið leitað svo lengi, ef ekki hefði verið radiuni í nálinni. Sá síðasti sem sá hana var læknir, sem hafði stungið henni upp í munn- inn á sjúklingi, sem þjáðist af krabbameini. Þegar hann ætlaði að taka nálina aftur var hún horfin. Hjeldu menn fyrst, að sjúklingurinn hefði gleypt nálina, og var hann röntgenljósmyndaður, en engin merki nálarinnar sáust. Frakkar, ætla að lara að keppa við Þjóðverja uin flugsamgöngur yf- ir sunnanvert Atlantshaf. Ætla þeir að nota vjelar, sem geta flogið milli Dakar í Afríku og Natal í Brasilíu á 17 tímum og vega fullhlaðnar 22 smál. Þær eru kendar við Bleriot, hafa 4 Hispano-Suizahreyfla á 650 hestöfl og geymira fyrir 12000 lítra r,f eldsneyti og' geta flogið 170—180 km. ó klukkustund og flogið 5000 km. í logni. Vegalengdin er 3000 km. og mega þær því við að fá 50 km. harðan mótvind alla leið. Áhöfnin er fjórir menn en afgangs til póst- flutnings og farþega verða aðeins 600 kg. þegar vjelin er fullhlaðin bensíni. Stendur til að þetta flug liefjist i haust. Við veðreiðar í Adelaide í Ástraliu nýlega fældust hestarnir og ruddust inn á áhorfendasvæðið, þar sem 40 þúsund manns var saman komið. Særðust 130 inanns en enginn týndi lifi. Presturinn Davidson frá Stiffkey í Englandi, sem fyrir nokkru var vikið frá embætti fyrir ósæmilegt líferni tók það úrræði til að afla sjer fjár, að syngja gamanvísur á fjöl- leikahúsum. En lítið hafði hann upp úr því, enda söng hann illa. ,Nú hef- ir liann tekið annað fjáraflabragð: að sitja í tunnu í Blackpool og sýna sig þar fyrir tvo pence hverjum sem að hafa vill. Segist hann græða meira á þessu á dag en á vísnasöngn- um á viku og er vongóður með að afla sjer nægilegs fjár til þess að borga málfærslumanni til að flytja mál sitt, en til þess kveðst hann þurfa um 2000 pund sterling. ----x------ Hjá Iversen bónda i Haderslev i Danmörku fæddist nýlega grís, sem talinn er einstakur i sinni röð. Að visu var hann eftirbátur sumra kálfa í þvi, að hausinn á honum var ekki nema einn, en á þessum haus voru fjögur eyru og tvær tungur i munn- inum. Fjórar afturlappir voru á grísnum og fjórar framlappir. Grís- inn fæddist lifandi en drapst innan skamms og hefir nú verið settur i Einkennilegt fyrirbrig'ði varð ný- lega í Montreal í Kanada. Þar er enskur skipsbryti, Harry Burns að nafni, sem kom til Kanada árið 1907 og misti smámsaman allar tennurn- ar. l'jekk hann sjer gerfitennur og hefir gengið með þær í nokkur ár En fyrir nokkrum mánuðum fór hann að taka tennur á ný og nú má heita fullskipað af nýjum tönnum i hvoftinum á honum. Einn af vinum Iloovers forseta, Raymond Robins ofursti er horfinn og þykir líklegt, að brennivíns- smyglarar hafi náð í hann. Var hann á leið til Iloovers þegar hann hvarf og hafði átt að koma þangað á ákveðnum tíma. Þegar svo varð ekki fór forsetinn að spyrjast fyrir um hann og var þegar hafin leit að honum, en hún hefir orðið árang- urslaus. Robins var ráðunautur for- setans í öllu því er bannmálið og smyglun snerti og þessvegna enginn vinur smyglaranna. Engin krafa hef- ir komið fram um lausarfje fyrir hann og halda menn því helst, að bófarnir sem nóðu honum hafi drep- ið hann. Á hólma einum óbygðum í Dóná fundu menn nýlega ellefu ára gaml- an dreng. Hann hafði verið þar hálf- an mánuð og var sestur þar að. Hann hafði lesið söguna af Robin- son Krusoe og hafði hún svona mikil áhrif á hann. A Vikurvatni. Sigling um Götaskiiröinn við Motala. Til vinstri sjest óljóst nokknr hltíti af lundi, sem gróðursettur var til minningar um forgöngumann- inn, von Platen fríherra. Skipastiginn við fíerg. elven milli liafs og Váners, seni er um 90 km. með 40 metra falli þar af 33 metra við Trollhátten- fossana. Meðfram þeim er 3 km. langur skurður og er skipunum lyft þar í skipastiga með fjórum góttum og líka er skipastíg'i við Brinkebergskulle, 55 km. frá sjó. Þegar Gautelfi slepjiir tekur við Váttern og siglingin yfir það er á annað hundrað km. skipaleiðin milli Göteborg og Váttern var endurbætt árin 1909 16, svo að þar geta farið bafgeng skip, en mega þó ekki rista meira en 5 metra. Leiðin frá austurbakka Ván- ern liggur yfir hálsa suðaustur til Váttern og þá yfir vatnið og um Motalafljót eins og áður er sagt. Þar sem skipaskurðurinn fer iiæst er hann 91 meter yfir sjáv- armál. Til þess að komast svo liátt hefir orðið að nota skipa- stiga með 58 þrepnm alls.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.