Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1932, Side 12

Fálkinn - 08.10.1932, Side 12
12 F Á L K I N N ------ VIKURITIÐ --------------- Útkomið: I. Sabatini: Hefnd , . . 3.80 II. Briúges: Rauða húsið . 3.00 III. — Strokumaður 4.00 IV. Horler: Dr. Vivant . . 3.00 V. C. Hamilton: Hneyksii . 4.00 Ph. Oppenheim: Leyniskjölin3.00 Zane Grey: Ljóssporið . . 4.00 í prentun: Sabatini: Launsonur. Biðjið bóksala þann, sem þjer skiftið við, um bækurnar. Fyrir eina 40 aura á vikn Getur þú veitt þjer og heim- iU þínu bestu ánægju tvo daga vikunnar, iaugardag og sunnudag. Ekkert blað er skemtilegra og fróðlegra en Reykjavík. Sími 249 (3 línur') Simnefni Sláturfjelag Áskurður (á brauð) ávalt fyrir- iiggjandi. Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. - 2. — Do. — 2, mjó Sauða Hangibjúgu, gild Do. mjó Soðnar Svina-ruilupylsur Do. Kálfa-rullupylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Mortdalepylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur Do. Cervelatpyisur. Vörur þessar eru ailar búnar til á eigin vinnustofu, og standast — að dómi neytenda — samanburð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar og pantanir afgreiddar um ait land. Nýlega bauð Bandaríkjastjórnin út lán innanríkis, að upphæð 1150 mil- jón dollara, og á það að ganga til þess að greiða afborganir og vexti af eldri lánum. Að vörmu spori eftir að lánsútboðið var auglýst hafði boðist sex sinnum stærri upphæð en lánið nam. Léreftstuskur kauplr Herbertsprent. Nýir „Þjóðbúningar“. 1 Noregi er verið að bollaleggja að koma á sams konar klæðnaði fyrir allar skólastúlkur, klæðnaði til að vera i úti og öðrum til að nota í kenslustundum. Hjer sjer maður hvernig menn hugsa sjer klæðnaðina. Þetta er m. a. gert af sparnaðarviðleitni þvi klæðnaðirn- ir verða þvi ódýrari, sem meira er búið til af þeim. Ellinor Glyn og æskan. Enskt blað hefir átt tal við fjölda fullorðins fólks, sem er óvenjulega unglegt í sjón og spurt hvaða ráð það hafi til þess að varðveita út- lit sitt. Meðal þessa fólks er enska skáldkonan Ellinor Glyn, fræg um allan heim fyrir bækur sínar, er flestar eru skrifaðar fyrir og um ungar stúlkur. Ellinor Glyn segist búast við að geta varðveitt núverandi útlit sitt þó hún verði níræð. — Um eitt skeið hugsaði jeg ekkert um útlit mitt, segir hún, — eins og fólk á þeim aldri sjaldnast gerði. En svo settist jeg við spegilinn einn dag og fór að skoða mig. Og það var alt annað en skemtileg sjón. Andlitið var gam- allegt, þreytulegt og líkamsvöxtur- inn ólánlegur. Og þá hugsaði jeg mjer: Engum þykir gaman að sjá gamla og Ijóta kerlingu, sem minnir á forgengileik mannanna. Og á sömu stund strengdi jeg þess heit, að verða aldrei ellilegri í útliti en jeg væri i huga. Ellinor Glyn hefir fagurt og hraustiegt hörund og notar þó eng- in fegurðarlyf. Hendurnar á henni eru eins og á 17 ára stúlku. Þegar hún er spurð að því, hvernig hún fari að þessu svarar hún því, að hún viðhaldi útliti sínu með hugbeit- ingu. Ennfremur gæti hún þess að vera jafnan með fólki, sem sjer liði vel innan um og sje glaðlegt, og vera í skemtilegum húsakynnum. Hún safnar smámunum, sem gleðilegar endurminningar eru tengdar við og hefir þá með sjer á ferðalagi. „Þeir gleðja mig og halda mjer ungri“, segir hún. Meðal annars segist hún ávalt hafa með sjer mynd af ungum manni, sem hún hefir aldrei sjeð og veit ekki hvað heitir. En þessi mynd er eitt af fegurðarlyfjum hennar. Ellinor Glyn minnist ekkert á mataræði, fimleika eða iþróttir i sambandi við varðveiting æskunn- ar. Hún hefir engan áhuga fyrir í- þróttum og borðar það sem hana langar í. Það eina sem hún leggur áherslu á, umfram það sem nefnt var áður er hreinlæti, og hreinn og vandaður matur. HERÐATRJE sem lieklað er utan um, eða eru fóðrúð með vatti og silki sett utan yfir, hafa lengi verið í notkun og mikið verið notuð til jólagjafa og af- mælisgjafa. Hjer er ráð til að endur- bæta herðatrjeð, svo að það fari bet- ur um kjólipn og hægt sje að láta pilsið breiðast út eins og því er hentugast. Maður tekur 70 cm. langt kefli og festir það neðan í herðatrjeð með tveimur vírspottum, sem ganga úr endunum á herðatrjenu í endana á keflinu. Virarnir sjeu það langir, að um 40 centimetrar sjeu milli herða- trjesins og keflisins. Síðan eru vír- arnir skávafðir með silkibandi en herðatrjeð og keflið er fóðrað renn- inum úr silki. — Herðatrjeð er ein- göngu fyrir kvenkjóla og notað BRASSO f æ g i 1 ö g u r er óviðjafnanlegur á kopar, eir, tin, aluminium o.s.frv. B R A S S O er notaður meir með ári hverju, sem er að þakka ágæti hans. Fæst í öllum verslunum. þannig, að kjóllinn er hengdur á herðatrje á venjulegan hátt en í stað þess að láta hann lafa niður er kefli látið bera kjólinn uppi þannig að faldurinn nái örlítið lengra niður en beygjan á kjólnum hinu megin við keflið. AÐ STUPPA í ULLARSOKKA Þó kvenfólkið líti nú varla eftir öðru i sokka en silki, eru ullarsokk- ar þó enn notaðir af karlmönnum og börnum, og þessvegna skal þetta heilræði gefið, þeim sem stoppa ull- arsokka. Ullargarnið, sem notað er til að stoppa með verður helmingi sterkara ef það er látið liggja eina nótt í sterku tei. Siðan er það þurkað og notað á venjulegan hátt. HVERS JEG MISTl ÞEGAR JEG GIFTI MIG! Konan segir viS manninn sinn: Hefurðu gert þjer það ljóst, Hans minn góður, að þegar jeg giftist þjer var það ekki til þess að flýja úr öskustó í hásæti, einS og manni stundum finst skína úr náðarbros- inu á þjer. Þvert á móti sagði jeg upp skemti- legri atvinnu þín vegna, hafði skifti á hóp kunningja, samverunni með þeim á skrifstofunni, símahringing- um, glettum, brellum og gamni, er- lendum skiftavinum sem maður varð að tala við á útlendu máli, húsbændunum, sem slógu manni gullhamra — og vist frá morgni til kvölds í einveru í litlum húskynn- um, símalaus og án annara til að tala við en mjólkursendilsins og fólksins i matarbúðunum. Jeg átti heima hjá móður minni, sem bar mig á örmum sjer, færði mjer kaffið í rúmið á morgnana og fanst eðlilegt að jeg væri þreytt á kvöldin — þegar jeg ekki fór út — og sætti sig við að jeg væri stund- um óþolinmóð og ergileg. En nú ert það þú, sem færð kaffi í rúmið, og komi það fyrir að mjer finnist jeg þurfa að vera óþolin og nöldra eitt- hvað, þa tekur þú hattinn þinn og ráðleggur mjer að láta liggja bet- ur á mjer þegar þú komir aftur. Þegar jeg hugsa til þess hvað þú varst hugulsamur og hvað þú varst fallegur og aðlaðandi þegar þú varst að koma til min í smoking og fá mig út með þjer til að dansal Nú a-ðir þú um eins og vitlaus maður el þú missir skyytuhnappinn þinn og ragnar þegar þú finnur ekki hluti, sem liggja beint fyrir framan nef- ið á þjer, eða rjettara sagt, lágu áð- ur en þú rótaðir öllu til. En samt! Þó að jeg hafnaði frelsi mínu — þvi að það er bull, að mað- ur sje frjáls og óbundinn i hjóna- bandinu nú orðið — iðrast jeg þess ekki. Að vísu er talsvert af æfin- lýrabjarmanum á þjer horfið, en annað hollara og haldbetra er kom- ið í staðinn. Og það er satt sem jeg segi, að jeg vildi gjarnan fórna talsvert meiru, því hvað er þetta, að vera frjáls og óbundin í síngirni útaf fyrir sig í stað þess að vera tvö um alt.. Gleðin verður ekki sönn, fyr en maður hefir einhvern að gleðj- asf með!

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.