Fálkinn - 19.11.1932, Blaðsíða 1
16 siðn 40 aora
Reykjavík, laugardaginn 19. nóv. 1932
ÞJÓÐDANSAR í MECKLENBURG.
Þjóðdansar og þjóðvísnadansar eru sitt Ihvað. Hinir síðarnefndu voru mjög tíðkaðir hjer á landi og lögðusl niður á átjándu
öld, einkum fyrir tilstilli kirkjunnar manna, sem töldu þá ókristilega, enda verður því víst ekki neitað, að hægt var að
gera þá ærslafengna á stundum, en trúarskoðanir manna æði rammskorðaðar. Leiddi af þessu það, að dansarnir sjálfir
gleymdust hjer og lögðust niður, en Færeyingar urðu einir til þess að halda þeim vakandi og hafa þeir verið endurreistir
eftir fyrirmyndum þaðan, í Sviþjóð en þó\ einkum i Noregi og einnig hjer á latidi. Vísindamenn benda á að dansar þessir
muni vera sprottnir upp af grískri fyrirmynd. lslendingar kalla dansa þessa vikivaka en Norðmenn „Folkevisedans". —
Þjóðdansar þeir, sem ýmsar aðrar þjóðir hafa enn i heiðri, eiga lítið skylt við þessa dansa. Eru það allskonar tilbrigði af
hringdönsum, eins og sjáömá af myndinni hjer að ofan og er frá skemtimóti i Mecklenburg.