Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1932, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.11.1932, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Förin til tunglsins. Pjetur og Lísa voru eiginlega ekki óþæg börn. Oftast nær voru þau einstaklega góð og ljúf, en svo kom þa'ð fyrir stundum, að þau voru ekki eins og þau áttu a'ð vera. Og það þótti pabba og mömmu svo leiðin- legt. Það bar við einstaka sinnum að þau vildu ekki borða góða hafra- grautinn, sem mamma hafði soðið handa þeim, líka kom það fyrir, að Pjetur kom ekki frá drengnum í húsinu hinu megin við götuna fyr en klukkan niu, þó hann ætti að vera kominn fyrir klukkan átta og það vildi líka tíl, að Lísa sagði: „Uss1, æ-nei!“ þegar pabbi og mamma mintu hana á, að nú veitti ekki af að lita í lexíurnar sinar. En í kvöld voru bæði Pjetur og Lísa komin í rúmið og voru að horfa á tunglið, sem skein til þeirra inn um gluggann. „Heyrðu, Pjetur“, sagði Lísa, „hann hlýtur að eiga skemtilega æfi, maðurinn i tunglinu, því hann er svo ánægjulegur og blíður á svipinn! Og svo getur liann sjeð yfir alla jörðina, hvernig fólkinu líður! Sjáðu Pjelur, það er alveg eins og hann brosi og kinki kolli ti! min!“ „Ekki bara til þín — til mín lika“, sagði Pjetur og það var ekki laust við að honum þætti. „Þú skilur víst að hann kærir sig niéira um litla stráka en litlar stelpur!" „Svei — að segja þetta, Pjetur! Mjer þætti gaman að spyrja mann- inn í tunglinu að því“. „Jeg held hann eigi skemtilega æfi“, sagði Pjetur, því að nú var lionum runnin þykkjan. „Hann get- ur víst gert hvað sem hann vill, sigll um loflin alla nóttina og skoð- að alt“. En hvað var nú þetta? Hurðin á barnaherberginu opnaðist, en Jþað var ekki mamma, sem kom inn. Þetta var svolítill maður og iíktist mest eskimóanum, sem Pjetur bafði lesið um í landafræðinni. „Gott kvöld, Pjelur“, sagði hann. „Þig mundi ekki langa að skreppa upp í tunglið með mjer. Þvi að jeg ætla þangað i kvöld“. Pjetur vatt sjer fram úr rúminu. „Jú, jú! Við Lísa vorum einmitt að tala um það. Geturðu ekki lofað henni með okkur?“ „Jú, ef við gerum okkur eins lítil og við gelum, þá held jeg að það takist“, sagði hann. „Báturinn sem jeg er vanur að fara á lil tunglsins er nú að vísu ekki nema handa mjer, en þið verðið þá að sitja á hujánum á mjer eí að með þarf“. „Nú skuluð þið tygja ykkur í flýti. En munið að halda ykkur vel; við verðum að fara hart því að leið- in er löng“. Jú, víst var hann lítill, báturinn. Það var rjett svo, að Pjetur gat hol- að sjer niður, en Lisa varð að sitja á hnjánum á litla manninum skrítna. Henni fanst lika öruggast að vera þar. — Og nú þaut báturinn af stað, upp á við og upp á við. Bráðuin komu þau inn í ský og Lísa hljóðaði upp þegar niðdiinma þokan kom alt i kring um jjau. En von bráðai' komu þau út úr skýinu og nú brosti tunglið aftur svo vinsamlega til þeirra. Það varð stærra og stærra eftir því sem þau færðusl nær. Kemur þú oft ti! tunglmannsins? Iieldurðu að honum þyki gaman að við komum?“ spurði Lísa. „Ójá, jeg er vanur að koma þang- að i hvert skifti sem tunglið er fult, en jeg hefi aldrei liaft lílil börn með mjer i'yr. Jeg býst við að tungl- manninum þyki mjög gaman að sjá ykkur“. Þau fóru harðara og harðara eftir því sem þau lcomu lengra. Þau fórn svo hart að stjörnurnar dönsuðu fyr- ir augunum á Pjetri og Lisu. „Bráðum erum við komin“, sagði maðurinn. „Sjáið þið litlu liurðina þarna í röndinni i tuglinu?" Jú, þau sáu hana bæði, Pjetur og I.ísa. „Þangað förum við“, sagði mað- urinn. En dyrnar voru ekki eins litlar og þeim sýndist. Þær voru svo há- ar að bömin reygðu sig til þess að sjá efst. Þarna stirndi alstaðaír á silfur — það hlaut að vera mána- silfur, hugsaði Pjetur. „Nú verðið þið að heilsa fallega“, sagði maðurinn sem hafði flutt þau. Og hugsið ykkur — þarna stóð maðurinn í tunglinu — svo blíður og gæðalegur, alveg eins og þegar þau sáu hann neðan af jörðinni. Og Pjetur lnieigði sig og Lísa hneigði sig eins og þau kunnu besl. „Gaman var að þvi arna“, sagði maðurinn í tunglinu. „Er það ekki sem mjer sýnisþað það sjeu komin lil mín tvö mannabörn, að heim- sækja mig?“ „Elsku, góði tunglmaður, lofaðu okkur að gægjast niður á jörðina — og segðu okkur svo hvað þú ert að gera á kvöldin. Leiðist þjer ckki að vera altaf hjerna, svona aleinn?“ Þá hló maðurinn i tunglinu. „Ónei, lcindin mín. Jeg hefi svo mik- ið að gera, skilurðu. Og svo er það svo gaman að horfa niður á jörðina og sjá hvað börnin þar bafa fyrir stafni. „Æ, lofðu okkur' að sjá“, sagði Pjetur. „Jeg ælla þá fyrst' að blása burtu þokuskýjunum þarna svo að þið sjáið betur“, sagði tunglmaðurinn. Og svo bljes hann svo að þokan hvarf eins og dögg fyrir sólu. -Og þarna sáu þau jörðina og alt fólkið. „Sjáið þið!‘“ sagði maðurinn í lunglinu, „þarna er fátækt heimili; mamma er að sjóða kvöldgraulinn en annar matur er ekki til. Sjáið þið hvað börnin eru glöð yfir þvi að eiga að fá matinn? í gærkvöldi urðu þau að hátta matarlaus og mjer l'ansl svo sárgrætilegt að sjá það. En í dag fengu þau bæði mjel og grjón - og nú verða litlu magarnir á þeim bráðum saddir“. Pjetur og Lísa sáu vonglöðu and- litin á börnunum — og nú mundu þau hvað afundin og súr þau voru stundum sjálf á svipinn, þegar mamma kom með grautinn handa þeim. Bara að maðurinn í tunglinu hafi ekki sjeð það líka! Það er ekki gotl að vita. „En þessi maður, sem situr þarna er svo raunamæddur", sagði Pjetur. „Hefir eitthvað leiðinlegt komið íyrir hann?“ „Þið getið spurt“, sagði tungl- maðurinn. „Þessi rnaður er ungur kennari og hann langar svo til, að öll börnin sem hann kennir kunni vel lexíurar sinar og læri mikið. En i dag var það ekki nema tæpur helmingur af börnunum, sem kunnu- sæmilega — og sum þeirra voru ó- þæg og horlug í þokkabót. Jeg veit ekki hvort jeg á að þora að segja ykkur það — en einn af stóru strák- unum hafði ert lítinn strák af því að hann var haltur, og ein af stelp- unum hafði velt um blekbyttunni og kent annari telpu um. Það er svo sem ekki undarlegt þó að unga jg góða kennaranum þylci þelta leiðin- legt“. Pjetri og Lísu kom i hug þeg'ar þau höfðu ekki kunnað lexiurnar sínar. Og ekki höfðu þau víst altaf verið þæg og góð heldur. „En konan þarna,— að hverju er hún að gá?“ spurði Pjetur. „Það skal jeg segja þjer“, sagði tunglmaðurinn. „Strákurinn hennar hafði lofað lienni að vera kominn heim klukkan sjö -— og nú er klukk- an þarna niðri á jörðinni rjett orðin átta. Og nú þykir henni sárt að drengurinn skuli ekki efna það sem hann lofar. Og svo er hún líka svo hrædd um að hann hafi farið með hinum strákunum út á veika ísinn á tjörninni. Ónei, trúið mjer til, það er svei mjer ekki gaman að vera móðir stundum, þegar börnin eru óþæg. Jeg liefi sjeð meira en nóg af því“. Pjetur kafroðnaði — tunglmaður- inn hlaut að vita, að hann hefði oft látið' hana mömmu sína biða eftir sjer. En tunglmaðurinn mintist ekki einu orði á það -— heldur bauð hann þeim að koma með sjer inn í mána- snlinn, þar sem alstaðar stafaði geislum af silfrinu. Mikið var fallegt þarna hjá tunglmanninum! En, æ, þegar Pjetur ætlaði að stiga nið- ur eitt þrepið varð honum fóta- skortur og i sama bili hvarf inað- urinn í tunglinu og öll dýrðin. „Heyrðu, Pjetur!“ hrópaði Lisa til hans — „þú deltur út úr rúminu!“ Pjetur var eins og úti á þekju. Ójú, hann lá á gólfinu í barnaher- berginu heima - - og förin til tungls- ins hafði ekki verið r.vma draumur. Þegar hann hafði skriðið upp i rúm- i'ð aftur og þau hö.fðu bæði hlegið sig máttlaus, sagði hann Lísu upp alla söguna. „En heyrðu Pjetur“, sagði Lisa, „það' hefir vist verið satt, alt sem maðurinn i tunglinu sagði þjer. Við verðum að verða betri og hlýðnari hjer eftir en hingað til“. „Já það var jeg einmitt að hugsa um líka“, sagði Pjetur. ög svo sofn- aði hann aftur. HVERNIG ÞERRIBLAÐIÐ VARÐ TIL í gamla daga — það eru ekki nema 100 ár síðan — voru engin þerriblöð til. — Þú hefir víst heyrt að i þá daga notuðu menn sand til þess að þerra blekið, höfðu hann á skrif- borðinu i litilli krukku og stráðu honum yfir það, sem jieir höfðu skrifað. Sándurinn saug í sig blek- ið og þegar það var orðið þurt var sandinum helt gf blaðinu aftur i krukkuna og hanrt notaður aftur og aftu r. En svo var það einu sinni að vinnumenn í pappírsgerð einni gleymdu að setja límkvoðu i papp^ írinri sem þeir voru að gera og fyr- ir bragðið var'ð pappírinn mjúkur, þykkur og óbrúklegur, fanst þehn. Samt reyndi nú einhver að skrifa á hann og þá var uppgötvunin gerð! Pappírinn saug blekið í sig. Og nú fór pappírsgerðin að framleiða svona pappír, sem nú þykir allstað- ar ómissandi. Á hverju ári eru rtú notuð svo þúsundum skiftir af smá- lestum af þerripappír. BÖfiNIN í SPÆTUSKÓGI —- Niffur- lag af bls. 5. kvakið rennur saman vi'ð sálma- sönginn. Trúarbragðakenslan er þrungjn trúarhugmyndum og siða- lærdómi allra menningarþjóða. -— Kensluáhöldin eru næg. Enginn al- jiýðuskóli á annað eins safn: tinnu, basallkletta, sandstein og allskonar jurtategundir. Þarna er Vogelberg, útdautt eldfjalll, sem gnæfir hátt yf- ir skógaásana og segir börnunum frá Vesúvíusi, Heklu, Herkúlanum og Pompeji. Einn foringinn fann þarna gamlan steinaldarbústað, sem sýndi börnunum þúsundir ára aft- iir í tímann. Stofuandi Vegamótaskólans er August Jaspert skólastjóri í Frank- furt, eða „Vegamótapabbi", sem börnin kalla hann. Hann hefir á- stæðu til að vera ánægður með starf sitt og það hefir aflað honuin við- urkenningar uppeldisfræðinga um allan heim. SÍAMSTVÍBURáfiNIfi í MÁLA-• FEfiLUM Stúlkurnar, sem sjásl hjer á mynd- inni heita Daisy og Violet Hilton og eru 24 ára. Þær eru samvaxnar eða svokallaðir „Síamstvíburar“ og undir eins meðan þær voru börn fóru fósturforeldrar þeirra að sýna þær fyrir peninga. Fyrir nokkrum árum voru þær sýndar á kvikmynda- húsi i Nexv York og eilt blaðið var leigt til þess að segja ýmiskonar furðufrjettir af þeim og tóksl það svo vel, að upplag blaðsins marg- faldaðist og altaf var troðfull á kvik- myndahúsinu. Flest var logið af þvi, sem blaðið sagði um þær, svo sem það að önnur stúlkan ætlaði að gifta sig og jiessvegna hefði læknir verið fdiginn til þess að skera þær syst- urnar í sundur. Var alið á þessu dag eftir dag en loks þegar blaðið gerðisl svo ósvífið að sýna mynd af jieim systrunum á skurðarborð- inu skárust læknárnir í leikinn og tilkyntu, að það hefði aldrei lcomið til mála að gera þessa læknisað- gerð. Allar sögurnar höfðu verið lognar upp frá rótum til þess að augíýsa systurnar sem mest. En í fyrra höfðuðu l>ær svo mál gegn fósturforeldrum sínum. Þau höfðu stungið mestu af sýningará- góðanum í sinn eigin vasa en syst- urnar sjálfar höfðu ekki fengið nema lítilræði af öllum ágóðanum en heimta nú alt, sumpart, sem skaðabætur fyrir það hve fóstur- foreldrarnir höfðu verið ósvifin í a u g 1 ý s i n ga s k r u m i s í n u. Frönsk frímerkjaverslun hefir boðið 120.000 mörk fyrir eitt ein- asta umslag, sem enginn að visu veit hvort er til. Er ]>etta umslagið af fyrsta brjefinu, sem sent var méð loftpósti. Skyldi maður halda að það væri ekki nema 20—30 ára gamalt, en j>að er samt dálítið eldra þvi að það á að vera stimplað 9. janúar 1793, sama riaginn, sem Frakkinn Jeá.n Pierre Blanchard flaug i flugbelg í fyrsta sinn í Fila- delfíu. Brjefið var frá George Wash- inglon.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.