Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1932, Blaðsíða 4

Fálkinn - 19.11.1932, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N Klukkan þrjú um nótt. Saga eftir J. J. BELL. — Hvað eruð þjer að gera hjer? Orðin komu andstutt og hást frá manninum í dyrunum og þeitn var beint til veru, sem hnipraði sig sam- an fyrir framan opinn peningaskáp í hinum endanum á mjórri og langri stofumii, sem var í hálfdimmu, því að ekki naut annarar birtu en bjarm- ans frá tunglinu. Veran hrökk við og stundi hátt, en svo varð alt hljótt. Það heyrðist ekki einu sinni andardráttur. Mað- urinn i dyrunum gekk inn og kveikti Ijós. í sama bili sló klukkan á veggn- um þrjú högg. Maðurinn hafði farið í dökkan silkislobrokk yfir nærfötin og hann var berfættur í tyrknesku ilskónum. Hann virtist vera nær fimtugu en fertugu. Eftir andlitsfallinu að dæma mátti hann heita fallegur maður en eftir svipnum á andlitinu hið gagn- stæða. Hann var með skammbyssu í hægri hendi. Hann ljet hurðina standa opna á eftir sjer og gekk hægt inn gólfið og staðnæmdist fyrir inn- an skrifborðið, sem stóð á miðju gólfi. — Heyrið þjer! Standið upp og svarið spurningum mínum, kalla'Si hann og tók fastar um skammbyss- una. Veran fyrir framan skápinn stóð hægt upp og sneri sjer við við. Þetta var kvenmaður! Hún var með hatt, í svartri kápu, með svarta skó og sokka, andlitið var fölt, með stór, dökk augu, sem störðu rauna- lega en óttalaust á hann. Hún rjetti úr sjer og ljet handleggina lafa mátt- lausa niður. Margir bögglar með brjefum og skjölum, bundnir saman með mislitum böndum láu á við og dreif á gólfinu fyrir framan opna skápinn. Fyrir framr.n hana lá líka stór peningakassi. Maðurinn hafði vaknað þegar hann datt á gólfið. Hann starði undrandi á hana um stund. — Hver eruð þjer og hvað viljið þjer í mínum húsum? endur- tók hann og var nú hvassari i róm en áður. En það var eins og stúlkan lieyrði ekki spurningu hans. — Yður er hollast að svara mjer, sagði hann byrstur. — Jeg vil líka fá að vita, hvernig þjer hafið komist yfir Jykilinn að skápnum. Hverju hafið þjer stolið? Stúlkan sýndi sig enn ekki líklega til að svara. Hann langaði til að geta sjeð and- litið á henni betur, en lampinn sem hann hafði kveikt lýsti ekki nema riauft þangað sem hún stóð, Hann varð óþolinmóður og gekk út að þilinu og kveikti þar á öðrum Jampa, sem var beint yfir stúlkunni. Það kom titringur á augnalokin á henni við ofbirtuna. — Nú, — já, jeg þekki yður. Nýja stofustúlkan. Þá verður alt skiljanlegt! Hann fór að skrifborðinu og settist. — Komið hingað og standið fyrir máli yðar, sagði hann og röddin var hlýlegri. Stúlkan var sem sje fríð, og hann var ístöðulitill þegar falleg- ar stúlkur átti í hlut. Því þrátt fyrir 48 árin var sir Edmond ennþá ó- giftur og elskur að kvenfólki. Alt í einu tók hún viðbragð i átt- ina til gluggans. — Enga vitleysu! kallaði hann og miðaði á hana byssunni. — Auk þess er það, að ef þjer hafið stund- að verk yðar sæmilega þessa viku sem þjer hafið verið hjer, þá vitið þjer að það er ekki hægt að opna þessa glugga svo mikið, að maður komist út um þá, jafnvel þó maður sje eins grannur og þjer. Hún reisti höfuðið og leit á hann. — Og þjer ætlið að skjóta á varnar- lausan kvenmann! — Mjer mundi ekki flökra við að skjóta þjóf, óbrotinn innbrotsþjóf. Og jeg er góð skytta og mundi liitta. En liinsvegar mundi það verða yð- ur kvalafult og eyðileggjandi fyrir fegurð yðar. Þorpari! Þjer skuluð ekki reyna að liræða mig, hrópaði hún og augun leiftruðu. Iiann sat jafn rólegur og áður og brosti. — Svei mjer ef mjer finst jeg ekki kannast við eitthvað í svip yðar, sem jeg hefi ekki tekið eftir áður. Takið af yður hattinn }g komið hingað. Hún hreyfði sig ekki. Hún starði á dyrnar bak við hann, sem misskildi þetta og hjelt að það væri þrjóska. Andlit lians lagðist i djúpar felling- ar og augun urðu eins og Ivö mjó strik. Hann miðaði byssunni ógn- andi á hana. — Jæja, svo að þjer ætlið að meðganga góðfúslega. Jeg geri ráð fyrir að þjer hafið náð í lykilinn, eftir að jeg lagði hann á náttborðið í gærkvöldi. En það sem jeg vildi vita er, hvað þjer ætluðuð að ná í úr skápnum, hvort það voru peningar, verðbrjef eða hvað. Og hverju hafið þjer stolið? Hún andvarpaði djúpt og þreytu- lega, en þagði eins og fyr. Hún starði enn fram að dyrunum er Jiún sagði! Jeg svara engu að yð- ur einum viðstöddum. — Hvað meinið þjer með því, argi þjófur! — Það sem jeg hefi sagt! — Þá skuluð þjer fá votta, fnæsti hann. Jeg ætlaði að fara vel með yður, en úr þvi að þjer viljið láta lögregluna komast í málið þá.... — Ónei, ekki lögregluna, sagði hún og bandaði frá sjer með hend- inni. Hann hló, hást og stutt. — Ónei, vissi eg ekki. Jæja, ætlið þjer þá að svara spurningum mínurn? Hún hristi höfuðið hægt. Hann beit á jaxlinn af vonsku. — Og þjer haldið að þjer getið sagt mjer fyrir verkum, eins og þjer vilj- ið helst. Ónei, jeg er orðinn leiður á þessu. Nú spyr jeg yður í síðasta sinn: Ætlið þjer.... — Nei, svaraði hún. — Jeg f'ef yður eitt færi enn. Hann tók símtólið i vinstri hönd. Hún fór að titra af hræðslu, en svo brá fyrir gleði í augum hennar. — Nei, endurtók hún fast. — Jæja, þá verður þetta eins og þjer viljið, stúlka góð. Hann hafði tekið upp símtólið, þegar það v ir siegið úr hendinni á honum. Ungnr rnaður hafði komið inn á tánum, urn dyrnar bak við hann. — Sir Ed- mond, gefið henni tækifæri! sagði hann. — Hvert í heitasta — Derveni! hvað á það að þýða að læðast svona að mjer, og hvaó kemur þetta - ð- ur við. Og auk þess — þjer eruð al- klæddur á þessum tíma nætur! Augu sir Edmonds voru marblá af vonsku. — Sir Edmond hefir víst gleynri að jeg er að fara i sumarfrí og ætla með fyrstu lestinn frá King Cross i dag. — Jú, nú man jeg það. Farið þjer bara. Ungi maðurinn brá sjer hvergi. — Bíllinn er ekki kominn að sækja mig enn og kemur ekki að sinni. Jeg ætlaði aðeins að líta hjer inn og gá að, hvort jeg hefði skilið alt eftir i röð og reglu hjá yður, sir k.dmond, og vitanlega varð jeg hissa, að heyra rödd yðar hjerna inni. — Ójá, náttúrlega. Jeg efast ekki um, að þjer hafið skilið við alt í besta lagi lagi, Dervent og verið þjer svo sælir og góða ferð. Nei, biðið þjer. Viljið þjer hringja til Jögregl- unnar áður en þjer farið. Heyrið þjer það? Jó, jeg heyri, en jeg bið yður þess að .... — Jeg skipa yður sem ritara mín- um að gera það sem jeg segi yður, er. ekki að skifta yður af því, se:n yður kemur ekki við. Jeg hefi gefið þessari stúlku kost á að gefa mjer skýringu. — En hvað hefir liún þá gert, sir? —- Bjálfi! öskraði sir Edmoiid. — Eruð þjer blindur. Lítið á skápinn! Ungi maðurinn hafði ekki sjeð skápinn fyr, vegna asans sem var á honum. Að vörmu spori leit hann á stúlkuna. Augu hans urðu svo stór og raunaleg. Maggi, er það satt, að þjer hafið opnað hann? Ha, lia — hvort hún hefir opn- að hann, hló sir Edmond storkandi. — Lítið þjer á saklausa madonnu- andlitið á henni! Ungi maðurinn roðnaði upp i hársi’ætur. Hann krepti hnefana svo að hnúarnir hvítnuðu, en gleypti orðin, ;,cm lóu honum á tungunni. — En það er ekki víst að hún haíi stolið neinu, sir Edmond, sagði hann svo. —- Jeg hefi spurt hana en hún neitar að svara, saí'ði sir Edmond óþolinmóður. — ætiðl þjer að gera eins og jeg hefi sagl og hringja á lögregluna. — Maggie, hafið þjer tekið nokk- uð? spurði Dervent innilega. Maggie svaraði ekki. — Þarna sjáið þjer sjálfur, sagði sir Edmond og lagði frá sjer byss- una og hallaði sjer aftur á bak i stólnum. — Ætlið þjer svo að hringja? — Maggie hlýtur að hafa einhverja ástæðu, sagði Dervent, en hinn tók þegar fram í: Haldið þjer kjapti Dervent og gerið eins og jeg skipa yður! — Sir Edmond, jeg er viss um að það er einhver ástæða til þessa. Maggie hefir aðeins verið tvær vik- u'- hjer á heimilinu, en jeg er----- — Astfanginn í stelpukvikindinu, sagði sir Edmond hlæjandi. — Ætl- ið þjer — — Nei, sir Edmond, jeg hringi ekki.. — Burt með yður þá, á þessu augnabliki. Farið í sumarfriið og takið eftir þessu: Þjer þurfið ekki að ómaka yður hingað aftur. Kaup- ið yðar og reiturnar skal sent ó eltir yður við fyrsta tækifæri. ÍJt! heyrið þjer það? Sir Edmond rjetti út höndina eftir símtólinu, en það var einnig slegið úr hendi hans í þetta sinn. — Nei, sagði Dervent náfölur. — Fyr skal jeg hengja mig, en að sím- inn hjálpi yður til að koma henni i fangelsi. Hann lyfti upp símatólinu eins og hann ætlaði að grvta því í gólfið. — Bíðið þjer við, hrópaði Maggie titrandi rödd. — Ur þvi að heiðvirð- ur maður er hjer viðstaddur skal jeg með ánægju gefa .kýringu. Og þjer, sir Edmondon munduð ef til vill óska eftir á, að jeg hefði þagað. Iiún færði sig nær þeim. Roði hafði færst í kinnar hennar og hún virtist hvorki hrædd nje óstyrk. — Jeg rjeðist i vist til yðar fyrir tólf dögum, sir Edmond. Tilgangur- inn með því var sá einn að ná í lykilinn að peningaskápnum yðar. Hversvegna, spyrjið þjer. Þjer getið ekki getið þess. Þjer hafið aldrei sjeð mig fyr, en hafið þjer ekki sjeð stúlku sem líktist mjer? Litið þjer nú á. Hún tók af sjer hattinn. Sir Ed- mond rilápti á hana stórum augum. Hann roðnaði dálitið en röddin v *r köld og kæruJaus er hann sagði: Það er ekki ómögulegt að jeg liafi sjeð einhverja sem likist yður, kanske margar. Af vinnukonu að vera ernð þjer skrambi tiginmannlegár í úl- lili, en annars — — Þjer talið við dömu, sir Ed- mond, sagði Dervent álasandi. -— Engan slettirekuhátt, Dervenl, var jeg ekki að segja yður að l'ara? Sir Edmond var að rifna af bræði. — Jú, en jeg fer ekki, svaraði Dervent rólega. — Þjer hafið sagt mjer upp og jeg er ekkl skyldugur að slýða skipunum yðar lengur. Haldið þjer áfram, Maggie. Sir Edmond tók aftur upp skamm- byssuna. — Hagið yður elcki eins og flón, sir Edmond, sagði Dervent aðvar- andi. Lögreglan tekur þesskonar ó- slint upp. Og jeg fer ekki fyr en jeg hefi heyrl livað Maggie hefir að segja. — Þjer skuluð fá þetta borgað, ungi maður. Vottorðið yðar skal ekki verða af bestu tegund. — Þjer getið átt við það seinna. En nú liafið þjer neytt Maggie til þess að leysa frá skjóðunni og nú skuluð þjer heyra hvað hún hefir að segja. — Þökk, Dervent, sagði Maggie liljóðlega. — Jæja, sir Edm.ind, hjelt hún áfram um ieið og nún setti hattinn á sig aftur. — Úr því að úl- Jit mitt hefir ekki vakið nein i; rnd- urminningar hjá yður, er besl að jeg segi yður hver jeg er. Jeg heiti Fiorence Faii-weatlier — systir I.indu Fairweather. — Nei, er það virkilega ungfrú Fairweather, sagði sir Edmond kaldhæðnislega, — en undir þess um kringumstæðum munuð þjer ekki krefjasl þess, að jeg láti í ljósi ánægju mina yfir því að sjá yður. — Því ler fjarri, sir Edmond. Því að nú skiljið þjer vist hvernig á þvi stendur, að jeg er komin liing- að í húsið. — Vitanlega, það eru — eða rjett- ara sagt voru— bæði gim.teinar og talsvert af peningum i skápnum. — Farið þjer varlega, óminti Dervent hann í annað sinn. — Kærið yður ekki um hvað hann segir, Dervent. Sir Edmond, jeg kom hingað til að ná í brjef systur minn- ar. Sir Edmond hnyklaði brúnirn- ar, en á næsta augnabliki hrosti hann hæðnislega til hennar. — Þjer ætlið þá að segja lögregl- unni þessa sögu og láta bendla nafn systur yðar við lineyxli. Ænei, það viljið þjer víst ekki. Þjer kjós- ið víst fremur að láta fangelsa yður sein óbreyttan þjóf, eins og þjer ef tii vill----- Augnatillit frá Maggie varnaði Dervent þess að grípa fram i. — Jeg held alls ekki, að þjer óskið af- skifla lögreglunnar, sir Edmond, sagði hún. — Þjer haldið það. Þá skjátlast yður ungfrú góð. All sem er eða rjettara sagt var i skópnum, er min eign. Líka brjef sem eru árituð til mín. Og það ætla jeg að segja yður — hann rjetti úr sjer og barði i borðið — að þjer farið ekki út hjeð- an fyr en jeg hefi sannfærsl um, að þjer hafið ekki stolið neinu sem mitt er. Það verður leitað á yður. Þjer getið valið um hvort lögrglan gerir það eða jeg! Það varð þög'i en svo sneri Maggie sjer að Dervent. — Dervent, sagði hún. -— Jeg ætla að segja yður nokkuð. Fyrir tveim- urum var Linda systir mín ó bað- stað með kuunningjum sínum. Hún var átján ára þá og þar hitti hún sir Edmond, sem alt of lengi hefir gengið undir heiðursmannsheitinu, Þótti henni gaman að því að hann gekk eftir henni með grasið i skón- um og hún ímyndaði sjer lika að hún elskaði hann. Síðar skrifaði hún honum brjef. Flónsleg en sak- laus hrjef, eins og ungar stúlkur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.