Fálkinn - 19.11.1932, Blaðsíða 14
14
F Á L K I N N
Fallegt útlit er meira virði en gull og gimsteinar
PALMOLIVE
er besta meðalið til að viðhalda fegurð yðar
Notið þess vegna eingöngu
Palmolive-sápuna
sjálfsagt að það mœtist, jafnveí á
óliklegustu stöðum og gera frásögn-
ina skemtilega eins og bestu skáld-
siigu. Hugurinn fíýgur vi'ða og höf-
undur hefir kunnáttu til að segja
frá og greina kjarnann frá hism-
inu, svo að léstúrinn verður hæði
til fróðleiks skemtunar og íhugunar.
Tveir fyrstu kaflar hókarinnar
segja Irá Þýskalandi í og eftir striðs-
lokin, en þar átti höf. heima um
það leyli. Þá kemur þrískiftur þátt-
ur, „Borgin eilifa“ og segir fyrsti
kaflinn frá Róm og Rómverjum, aim-
ar heitir „A ráfi um Róm“, en sá
þriðji lýsir heiinsókn hjá páfanum.
I næsta Jjautti er höfundurinn kom-
inn heim og fer í háalofti með flug-
vjel frá Reykjavík til Seyðisfjarðar
en í siðustu köflunum segir einkum
frá Köln og Rothenburg, hinum æfa-
gömlu þýsku borgum. En höf. kemur
víðar við en kaflaskiftin segja frá,
hann er hvorki bundinn við stund
nje stað og oft er „hugurinn heima“.
Sög'ulegur kunnugleiki hans á stöð-
um þeim, sent hann segir frá eyk-
ur hókinni mjög gildi, vegna þess
að höf. fellur aldrei fyrir þeirri
frestingu, að fara að kenna það sem
hann veit, heldur notar það aðeins
til þess, að gefa myndunum sem
liann hann vill sýna aukið líf og
gera þær auðskildari.
Það er vaíalaust, að höf. hefir tek-
ist að skrifa bók, sem enginn verð-
ur vonsvikinn á. Hún jafnast áreið-
anlega á við margar þær erlendar
bækur sinnar tegundar, sem hafa
náð föstum vinsældum og aukið
hróður höfunda sinna.
----x----
Eitt ár úr æfisögu minni.
— Langferöasaga e.ftir Jón
Eergmann Gíslason.
Efni þessarar bókar er sjerstætt.
Röfundurinn er ungur maður, sem
segir frá ferðalagi sínu af Suður-
landi norður til Akureyrar og það-
an um Norðurland austur á Aust-
firði. Hann ferðast lengstum aleinn,
slundum ríðandi og stundum fót-
gangandi og fer ekki á mis við ýms
a-fintýri, sem slikum ferðalögum er
st-mfara, svo sem að villast og lenda
í ógöngum. Og þó að það sjeu í ratin-
inni ekki mikilvægir atburðir, sem
gerast i ferðinni þá eru margir kaflar
hókarinnar ánægjulegir aflestrar
einkum fyrir það hve vel höf. tek-
ur eftir því sem fyrir augun ber,
eins og tvitugir unglingar, sem hafa
næml auga gera að jafnaði, þegar
hópur samferðamánna er ekki til að
glepja fyrir, eða þannig í haginn bú-
ið, að menn hafi ekkert fyrir því að
fcrðast. Hinsvegar er aðalgallinn á
hókinni sá, að þar kennir um ol'
endurtekninga og stundum á svo
smávægilegum atriðum, að þau
mættu að skaðlausu missast alveg úr
hókinni, því að höf. mundi eflaust
hafa nægilegt af öðru að segja í stað-
inn, ekki síst ílarlegri Jýsingu af
náttúrunni. Höf. sýnir það ótvírætt,
að hann liefir augun opin og lýs-
ingar hans eru víða hnittnar og
skemtilegar og lausar við alla tilgerð.
Fyrir þá sök sjerstaklega er vert
að ráða ungum mönnum til þess að
Jtsa þessa bók, að hún gæti orðið
þeim örfun lil þess, að gera hið
sama og þessi ungi maður hefir gert.
Ferðalög, sem þéssi Jiroska mann-
inn og bæta og stækka sjóndeildar-
hring hans meir en margan grunar.
Og um leið efla þau ástina til ís-
lenskrar náttúru og virðinguna fyrir
henni. Þeir eru ol' margir, sem láta
ganga úr greipum sjer bestu tækifær-
in, sem þeir hafa til þess að kynn-
ast landinu, meðan þéir eru lausir
og liðugir“ meðan hugur þeirra er
næmastur fyrir því, sem fyrir aug-
un ber. „Eitt ár úr æfisögu minni“
gæti orðið til þess að vekja menn
to umhugsunar um þetta, og því á
þessi ungi rithöfundur þakkir skil-
ið, fyrir að hafa skrifað bókina og
ráðist i að koma henni út.
Tony hafði verið að leika sjer að gull-
peningi meðan á þessu stóð, en lagði hann
nú við hliðina á spjaldinu. „Það var mjög
óþægilegt fyrir mig“, sagði liann vingjarn-
lega.
Þegar þessi Cerherus sá gullpeninginn, var
sem rafstraumur færi um hann. Hann stóð
ti fætur í flýti.
„Jeg skal fara með spjaldið sjálfur“, sagði
hann. „Það er alveg sjálfsagt þar sem að
mikið liggur við. — „Hann hvárf upp stig-
ann.
Skömmu scinna kom liann aftur, og hað
Tony að fylgja sjer. Hann staðnæmdist við
hurð eina, og liarði að dyrum. „Ef þetta ert
þú Tony, þá komdu inn“, lieyrðist sagl inni
imeð liinni skýru rödd Mollys.
Tony gekk inn i herbergið. Það var lílið,
en afarvel lýst og var þar inni geysistór speg-
ill. Molly sat fyrir framan spegilinn.
„Lof sje hamingjunni fyrir að þú komst
Tony“, sagði hún og hætti við, um leið og
hún sneri sjer að búningskonunni, „farið út
Jane. Jeg þarf að tala við hann einslega“.
Þegar er Jane var farinn út, stökk Molly
á fætur.
„Er nokkuð að frjetta?“ spurði hún, og
röddin skalf af æsingu. „Jeg veit ekki ann-
ítð en það sem stendur í blöðunum. Jeg er
margbúin að reyna að síma til þín“ —
„Hvað er langt þangað til að þú þarft að
fara inn á leiksviðið“.
„Tíu mínútur. Þá þarf jcg að fara inn og
syngja dálítið kvæði. Svo verður milliþátta-
hlje“.
„Jeg get sagt þjer frjettirnar á tíu mínút-
um ef að við verðum ekki ónáðuð“.
Molly flýtti sjer að dyrunum, og tvílæsti.
„Byrjaðu“, sagði hún.
Tony sagði henni nú í svo stuttu máli,
sem hægt var hvað við hafði borið. Molly
stóð hreyfingarlaus á meðan og studdi haki
við hurðinni. Þegar sögunni var lokið, gekk
lnin hratt lil Tonys. Bláu augun hennar
tindruðu af áhuga.
„Tony“, sagði hún með uppgerðarrósemi.
„Er þjer alvara með að elta þá? Ilefur þú
í raun og veru í hyggju að sigla til Braxa
á morgun?“
„Já“, svaraði Tony með óvanalegri alvöru-
gefni. „Sjáðu til“. Jeg er nýbúinn að kom-
ast að því að jeg elska Isabellu, og þetta
er eina ráðið til þess að reyna að ná henni
úr klóm þeirra“.
„Og þú reiðir þig á þetta ráð“.
„Nú, jæja! Þetta er máske vafasamt fyr-
irtæki", viðurkendi hann hreinskilnislega.
„En ekki er gott að vita hvað fyrir kem-
ur“. Ilann tók sjcr málhvíld. „Að vissu
leyti er það undir þjer komið“, hætti liann
við.
Hún dró Jjungt andann „Undir mjer kom-
ið?“
Tony kinkaði kolli. „Þú crl síðasta tromf-
ið mitt“, sagðil hann hvetjandi. „Þú manst
vist eftir vegabrjefinu, sem Pjetur var svo
vingjarnlegur að gefa þjer hann tók víst
svo til orða að það mundi greiða götu þína
hvar sem væri í Lívadíu, ef liann væril kon-
ungur“.
,,.Tá“, sagði Molly hægt.
„Sjáðu nú lil“, hjelt Tony áfraam. „Ef
þú þarft ekki að nota þetta vegabrjef, þá
þætti mjer afarvænt um að þú lánaðir mjer
það um stund. Þó ekki væru nema hálf not
fif því á við það scm Pjetur sagði ])á væri
það mjer skrambi þægilegt“. Nú var barið
að dyrum. „Ungfrú Molly“, var hrópað með
fekrækri rödd.
„Já, Cliarles, jeg kem“. kallaði Molly, sem
svar. Hún leit snöggvast í spegilinn og lag-
aði búriing sinn ofurlítið.
„Fáðu þjer vindling á meðan Tony. .Teg
kem aftur eftir tvær mínútur. Okkur kem-
ur vafalaust saman um vegabrjefið.