Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1932, Blaðsíða 13

Fálkinn - 19.11.1932, Blaðsíða 13
F A L K I N N n Svona vinn jeq mjer verhió hceqh J J seqir Mafía Rinso berhita og þunga þvottadagsins STOR PAKKI 0,55 AURA LÍTILL pakki jp,30 AURA M-R 4 4-04 7 A K' Þvotturinn cr enginn |>ræl- dómur íyrir mig. Jeg bleyti þvottinn í heitu Rinr.o vatm, kanske ]?væli lauslega eöa sýÖ ]?au íötin sem ern mjög óhrein. SíÖan skola jeg ]»vot- tinn vel og eins og ]úis sjáið, J>á er ]?vottnrinn minn hreinn og mjallhvítur. ReyniÖ ]ú<S bara Rinso, jeg veit að ]áÖ segi'Ö : ,, Eu sá mikli munur." R. S. HUDSON I.IMITED, I.IVERPOÖL, ENGLAND BÆKUR. Prestafjelagsritið, lh. ár- gangur. Ritstjóri: Sigurður P. Sívertsen. Prestafjelagsritið er fyrir nokkru komið úl. Er það eins og fyr mynd- arlegt og ílytur fjölda ritgerða um ýms efni. Er efnið ei' til vill fjöl- breyttara í þessum árgangi en nokkr- um hinna fyrri og margir kirkjunn- ar menn leggja þar sinn skerf, bæði eldri og yngri. Ritið liefst með synoduserindi frá síðasta sumri eftir ritstjórann, próf. Sig. P. Sívertsen um starfshœtti kirkjunnar. Er það yfirlit yfir að- l'erðir þær, sem kirkjurnar nota í ýmsum löndum til þess að ná til almennings, eigi aðeins í orði held- ur líka í verki og bendir höf. á, að það, sem einkum beri að leggja á- herslu á hjer á laudi, sje víðtækari kristindómsfræðsla en áður, meiri al'skifti al' mannúðarmálunum og af fjelagslegum vandamálum nútímans. Önnur ritgerð eftir ritstjórann fjall- ar um eitt mannúðarmálið, sem sje að gera blindum mönnum lífið á- nægjulegra en áður og segir í þeirri ritgerð frá stofnun Blindravinafjé- lags íslands og áformum Jiess. Ás- mundur Guðmundsson dósent ritar prýðis góða grein um Nathan Söder- h!om erkibiskup, en Magnús Jónsson prólessor um Kristindóm og goð- sagnir, fróðlegt erindi. Frú Guðrún Lárusdóttir á þarna erindi um „Kirkjuna og líknarstörfin, en sira Þórður Ólafsson fyr prófastur á Söndum skrifar um kirkjuna og börnin, en sira Ingimar Jónsson skólastjóri ritar um tryggingar. Eins og þessar fyrirsagnir bera með sjer veit efni ritsins í allrikum mæli einmitl að mannúðarmálunum. Dr. Jón Helgason biskup ritar hlýlega minningargrein um síra Árna heitinn Björnsson prófast í Görðum og fylgir mynd af honum. Kristleifur Þorsteinsson á Stóra- Kroppi skrifar um kirkjur og kirkju- siði i Borgarfirði fyrir 60 árum, fröðlega grein og skemtilega. Þessi grein hans og aðrar, sem á undan eru gengnar i Prestafjelagsritinu og viðar, verða góð heimild um ýmis- legt, sem annars mundi gleymast, þegar tímar líða fram. Þá leggja ungu prestarnir ýmis- legl gott til ritsins. Síra Jakob Jóns- son á Norðfirði skrifar um „Útvarp- ið og kirkjuna“, síra Knútur Arn- grimsson hugleiðingu sem nefnist „Bergkonan við Ásbyrgi", síra Óskar ,] Þorláksson „Æskulýður nútímans og lifsskoðun Krists", síra Jón Auð- uns skrifar um „Ecclesia Orans“ eða „kirkju orðsins“, en sira Gunnar Arnason skrifar erindi, sem heitir „Mælir Kristur gegn gleðinni?“. Þá eru þarna sálmar eftir Valdimar Snævarr og Jón Magnússon, lög eft- ir Björgvin Giuðmundsson, Friðrik Biarnason, síra Halldór Jónsson og Helga Páísson, ýmsar greinar um fjelagsmál, ásamt fjelagsreikningum, bókafregnir innlendar og útlendar og ýmsar erlendar greinar. Rilið er ylir 200 hls. og kostar 5 krónur. ------------------x--- (i UÐBRANDUR .IÓNSSON: Börgin eilifa og aðrar ferffaminningar. Fyrir nokkru birtust nokkrar sög- ur, „Moldin kaliar“, eftir jiennan höfund og færðu þeim, sem ekki vissu áður, heim sanninn um, að hann stjórnar einna liprustum penna þeirra rithöfunda, sem kallaðir eru upprennandi nú á tímum. Þægilega hispurslausum og aldrei leiðinleg- um. Þessi nýja bók hans er meslmegn- is ferðalýsingar. Og það þó ekki i beinni merkingu þess orðs, því að ekki er liöl'. sjerstaklega að reyna að troða í lesandann landafræði eða romsa upp ósköpin öll um það sem fyrir augun ber heldur er hann þeirri góðu gáfu gæddur, að gefa lesandanum sina ögnina af hverju, láta hið ólíka mætast á svo cðlileg- an hátt, að öllum finst ekki nema Drotningin i Lívadiu. asl lilær“. Jeg vona að þjer sjáið yður fært að viðurkenna hinn mikla sannleika í )iess- um orðuili. Yðar, með virðingu Da Freitas XVII Guy leit upp, spyrjandi og vandræðaleg- ur. „Hvenær kom brjefið?" spurði hann. Tony ypti öxlum. „Kæri Guy. .leg veit ekki meira um það en þú. Líklega liefur einliver hent þvi í pústkassann, á meðan við vorum að tala við Congosta". „Heyrðu mig Tony. „Látum okkur skilja hvern annan rjett. — Var það alt í alvöru talað, er þú sagðir við Congosla?“ Tony ljet brjefið frá da Freitas kyrfilega ofan í skjalaveski sitt. „Mest af því var alvara", sagði hann. ],Jeg fer til Southampton í kvöld, og til Líva- díu, undir eins og „Betty“ verður ferðbúin“. „Ætlar þú að berjast þar? Hefur þú í liyggju að ganga í her þessa — Almida hers- höfðingja?“ Þeir þögðu báðir um stund. Síðan sagði /Tony: „Jeg verð að ná Isabellu úr klóm þeirra á ein eður annan hátl. Það er ekki til neins að spyrja mig að því hvernig, því mjer er það ekki ljóst ennþá. Hið eina, sem jeg veit, með vissu, er það, að annaðhvort kem jeg aftur með Isabellu, eða að jeg kem aldrei að öðrum kosti1.. Skilur )iú nú hvað jeg' átti við, þegar jeg sagðisl ekki vilja hendla þig við þetta fyrirtæki?" Guy roðnaði ofurlítið. „Heldur þú að jeg sje raggeit?" spurði hann. „Nei, en það er engin ástæða lil þess að þú eigir á hættu að verða skotinn, einkum þegar tekið er lillit til þess að þú hefur ver- ið mótfallinn þessu máli frá byrjun“. „Hver, svo sem gæti annað, en verið á móti því?“ varð Guy að orði. „Þetta er liið fráleitasta og heimskulegasta fyrirtæki, sem jeg lief nokkurntíma verið riðinn við. — Eigi að síður kýs jeg að verða þjer samferða", liætti hann við. „Ef jeg get þá orðið þjer að nokkru liði“. Tony klappaði á herðar honum. „Liði! Kæri Guv. Jeg vil heldur hafa þig með en sjö sterkustu menn kristninnar. Jeg ætla nú út, til þess að afljúka ýmsum erind- um. Á meðan vil jeg biðja þig að sjá uin það, sem þarf að gera hjer heima. Símaðu til skip- stjórans, að við komum þrir á morgun, þú, jeg og Bugg, og að jeg óski eftir þvi að hann verði tilbúinn að leggja af stað, undir eins og við erum komnir út á skipið. Segið hon- um að við höfum breytt áætlun og förum ti! Braxa, en ekki lil Buenos Aires“. „Er svo nokkuð annað?“ spurði Guy. „Láttu Spalding koma fötum okkar fyrir í töskurnar og segðu Jennings að hafa bif- reiðina tilbúna. Ilafir þú svo einhvern tíma afgangs, vil jeg ráðleggja þjer að nota hann til þess að semja erfðaskrá“. „Hvert ætlar þú sagði Guy, þegar Tony tók hatt sinn og yfirhöfn. „Jeg ætla að fara á morgunskemtun“, svaraði Tony. „í Gaiety leikhúsinu“. Guy starði á hanu, steinhissa. „Á morgunskemtun" endurtók hann. „Hvern þremilinn ....“. Ált í eilnu virtist hann álta sig. „Auðvit- að — Molly Monk — Henni hafði jeg gleymt með öllu. Heldurðu að hún geti hjálpað okkur?“ Tony gekk til dyra. „Hún getur að minsta kosti lánað okkur pappírsblað“, sagði hann, „og erindið tiil hennár er að reyna að fá hana til þess“. Stundarf jórðungi seinna afhenti Tony nafnspjald sitt við dyravarðarklefa Gaiety leikhússins, og bað um að fá að tala við Molly Monk svo fljótt, sem kostur væri á. Einkennisbúinn herramaður tók við spjald- inu með vorkunnsemdarbrosi. „Jeg skal að vísu senda spjaldið upp, en jeg býst ekki við að það hafi neinn árang- ur. Leikstjórinn hefur bannað allar heim- sóknir til leikendanna, meðan stendur á sýn- ingunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.