Fálkinn


Fálkinn - 10.12.1932, Síða 3

Fálkinn - 10.12.1932, Síða 3
F Á L IC I N N VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Áðatskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. ^skriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Vllar áskriftanir greiðist fyrirfram. Augíýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddarabankar. Aldrei verður sú vísa of oft kveð- in, sem snýr að því einfalda máli, að íslendingar verði að efla meira innlendan iðnað og gera fram- leiðslu sína fjölbreyttari en hún hef- ir verið. Að vísu breytist á hverju ári sem líður margt til batnaðar í þessuin efnum, en þó er þjóðin enn á bernskuskeiði í öllu því sem iðn- aður heitir, svo að betur má ef duga skat. Það er eiginlega ekki fyr en nú á þessu ári, að alvarlegt atvinnu- leysi hefir orðið hjer á landi, og vitanlega gerir það einkum vart við sig í höfuðborginni. En er nokluir áminning kröftugri til en þetta um að nota betur en áður þá mögu- leika sem til eru fyrir þvi, að is- íenskar hendur taki við af útlend- um og vinni ýms verk, sem áður hafa verið unnin erlendis? Jafnvel þó að „hráefnið“ sje ekki til í land- inu þá borgar. sig betur að kaupa það en að borga útlendingum vinn- una. Verslunarvelta íslendinga er að jafnaði hagstæð, en hún getur orðið miklu hagstæðari ef rjett er á haldið. íslendingar eiga sín ríku fiskimið og þeir eru mestu matar- framleiðendur í heimi, að tiltölu við fólksfjölda. Þeir kalla sig fá- tæka þjóð, en það er fyrir eigin handvömm, að þeir eru það. Og nú á neyðin að kenna þeim að iifa, þannig að hjer verði ný og mikil bjómaöld á næstunni. íslendingar geta orðið rík þjóð og mikil, ef rjett er á haldið. Þeir eiga óunnið land, sem hægt er að nota og þeir þykjast vera vel gefin þjóð, sem að kunni að nota möguleikana. Kreppan getur líka verið gagn- leg. Hún á að kenna mönnum að þekkja greinarmun á tímunum, svo áð það skiíjist betur en ella, hvers virði þeir eru, þegar þeir eru það sem við köllum góðir. og kreppan hefir þegar sýnt hversu miklu bet- ui' íslendingar erú staddir en svo margar aðrar þjóðir, þegar eitthvað alvarlegt bjátar á. Þó að framleiðsla íslendinga sje einhæf þá er hún samt þannig, að þjóðin á stórum hægra um vik, en svo margar aðr- ar. Hún er ekki iðnaðarþjóð, sem á alla afkomu sína undir því, hvort óætar vöruf seljast vel eða illa. Hún er matarframleiðsluþjóð, sem fram- leiðir kjöt og fisk — vörur sem altaf eru útgengilegar á erlendum markaði og miklu verðmeiri en sú aðalvara, sem kaupa þarf: kornið. En framleiðslan .þarf að verða fjölbreyttari og smáiðnaðurinn að aukast. Þar er verkefni, sem getur sjeð margfalt fleiri höndum fyrir vinnu, en þeim, sem nú eru at- vinnulausar. Bæjarsímastúlkurnar kvjeðja Aðfaranótt 1. desember gerðist sögu- legur viðburður i símamálum hjer ú landi. Þá hætti gamla miðstöðin i Regkjavík og Ilafnarfirði störfum en sjálfvirka miðstöðin var tekin til afnota. Er hún af allra fullkomn- ustu og nýjustu gerð og er líklega ein allra fullkomnasta sjálfvirka stöð i heimi eins og stendur. Líkar mönnnm slöðin prýðilega og furðu lilið hefir borið á misfellum á henni, sem þó hefði mátt búast við fyrstu dagana. „Fálkinn“ hefir áð- ur birt fjötda mgnda af stöðinni og vísast til þeirra. Hinsvegar birt- um vjer nú mgndir af símastúlkun- um, sem flestar hafa kvatt símann um sinn. Á annari myndinni sjest allur stúlknahópurinn en á hinni stúlkurnar sem voru síðast á verð- inum og er myndin tekin þegar verið er að gefa sefnustu sambönd- in. — Ráðar myndirnar eru eftir Kaldal. GullbrúÖkaup áttu <S. desember María Ólafsdóttir og Eyvindur Eyvindsson á Njálsgölu A7. Tuttugu barna möðir. í Danmörku eru enn lil heimili þar sem hjónin binda sig ekki við að eiga ekki nema tvö börn, eða jafnvel fleiri. Dæmi um þetta eru hjón ein i Tune við Hróarskeldu, þar sem húsfreyjan var að ala tutt- ugasta barnið hjerna um daginn. Öll börn hjónanna lifa og eru ell- efu komin upp og farin að vinna fyrir sjer hjá vandalausum, en niu eru heima í föðurgarði og er það elsta þeirra 12 ára. — Faðirinn hef- ir verið atvinnulaus lengi og er þvi þröngt í búi á heimilinu. En þegar sveitungarnir frjettu um að luttug- asta barnið væri i vændum skutu þeir saman og gáfu hjónunum mynd arlega peningagjöf. Ög verður þvi ekki neitað, að hjónin hafi verið vel að henni komin. ----x----- Rjarni iVI. Gíslason rithöfundur heldur skemtun í Nýja Bíó á morg- un. Les hann þar upp kvæði eftir sig en Páll Stefónsson kvæðaniaður kveður vísur eftir hann. ----x----- Málverkasýningu heldur Ólafur Tubals þessa dagana og verður hún opin til mánudagskvölds ó Kirkju- torgi 4. Eru 80 myndir á sýningunni, fró ýmsum stöðum hjer sunnan- ands, t. d. Þingvöllum, Heklu, Fljótshlíð og Fjallabaksvegi. :> Frú Þórunn Richarðsdóttir Si- vertsen i liöfn varð sjötug h. þ. m. Sigm. Guðmundsson, Brekku- stíg 5, verður 70 áira 15 þ. m. Góð jólagjöf! BOMGIN , EILIFA O Q ASHAR F E R Ð A.M INNINOAR BÓKAVERSLUR SIOURÐAR KRlSTjANSSORAR Mbl. segir um hana þ. 1. þ. m.: . ...Höf. segir einsiaklega skemti- lega frá. Bókin er full af smellnum athugasemdum, margvíslegum fróð- le'ik og upplýsingum um þá staði, sem hann ferðast um. Það er ekki of snemt að hugsa utn að kaupa JÓL AG JAFIR: Falleg og góð gleraugu, stækk- unargler, loftvogir, hitamæl- ar, hnifar og skæri, rakáhfiid, teikniáhfild, litakassar, móta- leir, seðiaveski, allsk. blý- antar og gulllindarpennar. Gleraugnabúðin, Laugaveg 2 — við Skólavðrðustigshornið —

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.