Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1933, Blaðsíða 7

Fálkinn - 28.01.1933, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Furstabrúðkaupið í Koburg. Ijer eru tvær niyndir frá því er þau voru gefin.samaii i lijónaband i haust Guslaf sonur sænska kronprinsins og prinsessan Sibylle ál Coburg-Gotlia. Vakti brúðkaup þetta mikla athygli vegna þess að það fór fram í fornum hirðstil og nieð allri hugsanlegri viðböfn. Á efri myudinui sjest hjonavígslan i kirkjunni en á þeirri neðri brúðhjónin er þau koma úl úr höllinninni í Coburg frá borgaralegu hjónavígslunni. um og gluggum er lokað sem vendilegast, rafstraumurinn er rofinn og bærinn skiftir nm út- lit í einni svipan. Auðu strætin eru dauð og drungaleg. Það eina sem maður sjer þegar litið er út um gluggann er björgunarliðið, sem skundar til varðstöðvanna og það er ljót sjón. Höfuðið er lukt inni i einhverju sem mest líkist kafarabúningi, með stór- um gleraugum og löngu trýni eins og á hundi. Um brjóst og bak eru þessir menn með axla- bönd og belti, sem súrefnis- geymir bangir í, og úr honum slöngur upp í grímuna. Menn bíða í nokkrar mínút- ur milli vonar og ótta en gjall- arhornin væla í sífellu. Alt í einu kemur tilkynning frá aðal- stöðinni. Sprengju hefir verið varpað á járnbrautarbrú í út- jaðri bæjarins. Brúin er eyði- lögð og samgöngur teptar. Að vörmu spori kemur ný tilkynn- ing: Gassprengju hefir verið varpað niður utarlega í bænum. svo koma gassprengjurnar liver af annari og gasið hreiðist eins og gul þoka yfir allan bæinn. Varðmennirnir þjóta á mól- orlijólum fram og aftur um göturnar og liirða þá, sem ekki hafa komist í skjól í tæka tið og í-annsaka hvort öryggiskjall- ararnir sjeu forsvaranlega lok- aðir. Á Varðstöðvunum er nóg að gera, að senda sjúkrabílana eftir fólki og koma því fyrir og lækna þá, sem hafa fengið „reyk eitrun“. Jafnframt er varnar- liðið önnum kafið að skjóta á „óvinina“. Eftir að æfingunni er lokið er gert upp „tjónið" á báða bóga, svo og svo margar flugvjelar skotnar niður og svo og svo margir hafa látist aí gaseitrun. Þessi áætlun er gerð af háttstandandi liðsforingjum og sjerfræðingum undir yfir- umsjón fríherra von Gayl og Peatch forstjóra teknisku stofn- unarinnar. Það sýnir sig að varnirnar hafa bjargað fjölda manns frá bráðum bana og draga úr hættunni við loftárás- ir. Eftir æfinguna er fundið að þvi, sem aflaga hefir farið og bent á það sem betur hefði mátt fara og rætt um nýjungar og endurbætur á vörnunum. Og daginn eftir er haldin ný æfing i varnarviðbúnaði. Fólkið heldur mikið upp á þessar æfingar og telur sig hafa trygging i þeim fyrir loftárás- unum, eins og eflaust er rjett. Æfingarnar fara fram þannig, að fólki finst að þær sjeu alvara en ekki leikur. Heimilin eru gagnsýrð af áhuga og kemur j>að ekki síst af því, að það eru mæðurnar sem einkum haía beitt sjer fyrir þvi að þessar varnir liafa komist í tram- kvæmd. Það eru t. d. kaupfje- lög húsmæðra sem hafa litveg- að mest af gasgrímunum, sem eru seldar með lágu verði og afborgunurn, þannig að kostn- uðurinn verður ekki tilfinnan- legur“. Rilari þingsins í Washinglon gaf út skýrslu um það, tveimur dögum fyrir l'orsetakosningarnar síðuslu, live miklu hvor aðalflokkanna um sig hefðu varið lil undirbúnings kosninganna. Eru lagafyrirmæli um að flokkarnir verði að tilkynna þetla. Samkvæmt skýrslu ritarans höfðu Hooversmenn varið 1.454.000 dollara til kosninganna eu Roose- vettsmenn 1.055.000 dollurum. Eru þetta miklu liegri upphæðir en not- aðar voru í róðrinum við næstu forsetakosningarnar á undan og ber vott um, að ríkismenn flokkanna hafi verið aðsjálli, vegna krepp- unnar. í London er 100.000 íleira af hest- um núna én var fyrir fimm árum. Þykir þetta dularfult fyrirbrigði á bilaöldinni. í nóvember síðaslliðnum var út- varpsnotandi nr. 5.000.000 skráður hjá enska útvarpsfjelaginu. Vitan- lega eru hlustendur miklu fleiri, en sumir gleyma að táta skrá sig og borga gjaldið. Fjelagið hjelt há- tiðiskvöld í tiléfni af því, að þessari tölu var náð og bauð þangað nýja útvarpsnotandanum, sem heitir mr. Cox og fjékk hann til að halda ræðu i útvarpið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.