Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1933, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.01.1933, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Jörgen. Hann saup gúlsopa úr glasinu og' sagði fastmæltur: „Jeg.hjelt helst, að það væri hara kunningjar föður þíns, kaupsýsluvinir. Nei, sannast að segja þá þekki jeg fólkið lítið sjálfur, en það hefir verið svo alúðleg't að bjóða mjer“. „Jörgen, Jörgen, þú ert meira samkvæmisljónið“, sagði Eva hlæja’ndi. „Ferð aldrei úr veislu fötunum". Hann brosti og fann til sín og þetta urðu allra skemileg ustu fundir. Nei, honum var engrar und- ankomu auðið. Þegar hann var orðinn einn gerði hann upp með sjer hvort hann ætti að l lýja úr bænum eða hringja tii hennar og meðganga alt. En gat hún fyrirgefið honum að hann skyldi ljúga svona að henni i fyrsta skifti sem þau hittust eftir að þau voru orðin uppkomin? Og nú fann hann, að hann gat ekki verið án henn ar. Hann herti upp hugann og ljet umsvifalaust kynna sig lijá Barthsfólkinu og sagði við dótt- urina, ídu, sem var vinkona Evu Vest, að hún mætti til að sjá úm, að honum yrði boðið um kvöldið. „Það er engin leið“, sagði stúlkan og leyndi sjer ekki að henni þótti gaman að kvelja hann. „Foreldrar minir þekkja yður ekki og jeg ekki heldur. Og þjer viljið ekki einu sinni segja mjer hversvegna þjer er- uð svona áfjáður í að koma“. „Eruð þjer greiðvikin stúlka eða ekki ?“ spurði hann og hvesti augun. „Kunningjarnir segja, að jeg sje ekki sem verst“, svaraði hún. „Þá er aðeins um eitt að gera. Þjer sjáið að jeg er þegar kom- inn í samkvæmisfötin. Jeg er eiginlega kominn í samkvæmið. Hvað segið þjer við því?“ Ida Bartli horfði á fallega og karlmannlega ándlitið. Eva hafði oft sagt henni frá þess- um manni. Hún hafði vist ver- ið ógii ástfangin af honu’m þeg- ar hún var barn. „Bara að jeg gæti það“, sagði hún hugsandi. „Þjer getið það“, sagði hann ákveðinn. „Svona ungar stúlkur eins og þjer vefja föður sínum um fingur sjer“. „Jæja“, sagði hún og rjetti fram höndina með því skil- yrði að þjer leggið öll spilin á borðið á morgun“. „Þakka yður fyrir, ungfrú Ida“, sagði hann hrærður. Mat- arlyktina var farið að leggja inn í stofuna. Hann sá sýnir af hungri. „Og svo minnist þjer ekki neitt á þetta Við Evu Vest“. Ida var i rauninni besta skinn en það var svo skrítið með vin- konurnar. í fyrsta lagi liafði hún gert það snildarbragð að koma þeim Evu og Jörgen fyr ir saman við borðið og í öðru lagi liafði hún ekki verið mað- ur lil að þegja yfir þessu, sem hún hafði upplifað. „Iíva“, hvíslaði hún i ákveðn- um hrekkjatilgangi áður en sest var að borðum. „Það er skrítið með liann vin þinn, þennan Frank verkfræði*g, að hann hefir tekið upp á því að gera okkur heimsókn hjer i dag“. Og svo kom öll sagan um aumingja Jörgen var. komin áður en. sesl var að borðum. Eva Vest var að stelast tiJ að liorfa á hann undir borðum. Og nú sá hún, að hann var tæplega eins unglegur og á- hyggjulaus og henni hefði sýnst í fyrstu. Ekki þegar hann brosti ekki. En nú var liann hjerum hil altaf brosandi. Sigurreifur og glaður i hvert skifti sem hann leit á borðdömuna sína og það var ekki svo sjaldan. „Og á morgun ætlar þú svo að tala við pabba um þessa stöðu ?“ sagði hún. „Já, guði sje lof“, sagði hann í ógáti. „Já, hvað ætlaði jeg að segja á morgun ætlum við að semja! Mjer þætti gaman að það tækist“. Hún leit aftur á hann og sá, að hárið á honum var ekki hrafnsvart yfir gagnaugunum leng'ur, eins og hún hafði mun- að það. Hún myntist „smok- ingsins“ og eymdarsvipsins. Og þess að hún hafði hvergi liitt hann á samkvæmum siðan liánn kom frá Englandi. Það hlaut að vera ár siðan, ekki minna. Og svo hugsaði hún um skrítnu frásögnina hennar Idu. Hún lyfti glasi sinu til Iians og horfði á hann svo að hann varð í vandræðum: „Heyrðu Jörgen?“ sagði hún hugsandi. „Já ?“ „Nei, það var annars ekki neitt“. En þegar hún kom heim sagði hún vð föður sinn: „Pabbi hverng er maður klæddur við samningagerðir ?“. Vest horði undrandi á dótt- ur sína: „Klæddur við samn- ingagerðir? Góða mín, jeg veit ekki til að maður sje klæddur á neinn sjerstakan hátt“. „Hni“, svaraði hún óánægð. „Þú átt að gera samning við Frank verkfræðing á morgun?“ „Já, og jeg vænti góðs af þvi. Mig vantar einmittt mann eins og Jörgen Frank og mjer fellur sjerstaklega vel við hann .... hara að jeg geti fengið hann“. „Pabbi“, sagði húii alvarlega. „Þú veist vel að þú getur feng- ið liann. Veistu það ekki?“ „Hvað ert þú að hugsa urn það, barn?“ „Jeg er ekkert að hugsa um það“, svaraði hún ólundarlega. „Og jeg er ekkert barn ....“ Rjett á efir bætti hún við: „Pabbi, jeg held að þú ættir að vera í „smoking“ þegar þú talar við hann“. „í „smoking“. Ertu frá þjer harn, þá heldur hann að jeg sje að skopast að ho’num“. „Pabbi, en geturðu ekki ver- ið í „smoking“, úr því að jeg bið þig um það. Það stendur svoleiðis á því“. Jörgen Frank verkfræðingur sendi inn nafnspjaldið sitt og kom inn i frakkanum. Meira að segja með uppbrettaii krag- ann. Hann var náfölur. „Fyrirgefið þjer“, sagði hann um leið og hann gekk til Vests, sem stóð með útrjetta höndina .... „jeg fór ekki úr frakkan- tinf. En þegar hann sá, að \'esl var í „smóking" þá varð hann mállaus af undrun. „Drottinn minn“, andvarpaði hann. „Eruð þjer í „smokihg“? Fyrirgefið þjer“, bætti hann við og roðnaði. Hann stóð þarna eins og hann hefði orðið að gjalti frammi fyrir tilvonandi liúsbónda sínnm. Alt hringsner- ist fyrir honum. Svo snaraði hann sjer úr frakkanum og þarna stóðu þeir báðir smoking- klæddir hvor frammi fyrir öðr- um og svo háalvarlegir að það var í mesta ósamræmi við á- stæðurnar. „Hver bað yður að klæða yð- ui’ svona?“ spurði Jörgen þeg- ar málbeinið á honum komst loks í lag' aftur. „Ef þjer endilega viljið vita það þá var það hún dóttir mín. Og nú fyrst skil jeg livað henni gekk til þess. Það þarf konur til þess að gera svona, kvenlegt luigboð og .... hvað veit jeg. En nú skulum við fara að tala um samningana“. Og þegar þeir höfðu verið gerðir og gengið að óskum, sagði \ est aðalkonsúll: „Okkar á milli sagt, Jörgen Frank. Svei mjer ef jeg held ekki að þjer hefðuð gott af að fá svo- litla borgun fyrirfram. Jeg er ekki alveg á því hreina með ástæðurnar, en jeg held að það sje ekki heppilegt að ganga i „smoking“ frá morgni til kvölds. En nú verðum við víst að tala við liana dóttur mína. Hún hef- ir heimtað að fá að tala við okkur báða saman“. „Eva!“ kallaði hann út úr dyrunum. „Komdu hjerna inn. Þú hafðir rjett að mæla. Jörgen er i „smoking“.“ Hinn kunni enski blaðamaðui Castlerosse lávarður hefir nýlega sagt frá óbægilegri heimsókn, sem hann fjekk af Douglas Fairbanks síðast þegar hann kom til London. Fairbahks heimsótti lávarðinn og bað hann m. a. um að lána sjer sírna. Hann hringdi upp Hollywood og fjekk að tala við Mary Pickford, konuna sína og talaði lengi. Svo fór hann og . mintist ekki á að borg'a sínrtalið. Skömmu seinna fjekk Caslerosse reikning upp á 1800 krónur fyrir samtalið við Holly wood. Fairbankk hafði ekki hugsað út i að borga þetta srnáræði. Hvað ætli hanri muni líka um 1800 krón- ur? -----x---- Ungu stúlkurnar á Suðurhalsej j um eru hjegómagjarnar eigi síður en aðrar stúlkur, eins og sjá má af þvi, að nýlega sendi firma eitt i London miljón dósir af andlitsdufti suður til eyjanna. Kvað markaður- inn fyrir þá vöru vera ágætur hjá hinum dökku drósum. -----x---- A síðustu árum hefir víða risið upp sú hreyfing, að fólk eigi að ganga' nakið, eins og Adam og Eva gerðu i Paradís áður en höggorm urinn kom til sögunnar. Þessi hreyf ing hefir einkum náð útbreiðslu i Þýskalandi, en yfirvöldin hafa hafl eitthvað við það að athuga, að tólk væri sainan alstripað og þó einkum það, að það væri að flækj asl fyrir öðru fólki, sem hefir föt in i heiðri upp á gamla móðinn. Nú hefir þýskt striplingafjelag tekið á leigu eyju eina suður við Dal matíustrendur og fær að ráða þar lögum og lofum. Sagt er að högg ormar sjeu á hóbna þessum svo að nú er eftir að vita hvort Evurnar hafa nokkuð lært siðan á dögum nöfnu sinnar og fornömmu. -----x---- Skáldið Erich Maria Remarqúe l'jekk nýlega 33.000 marka sekt fyr ir óleyfilegar peningayfirfærslur. Hann mótmælti fyrst sektinni en sá sjer svo vænlegast að borga. -----x---- Selina Lagerlöf segist nú ætla að tiætta að yrkja. Það sem eftir er æfinnar ætlar hún að skrifa æfi sögu sína og segir að sjer muni ekki veita af tímanum. Fram að þessu hefir hún gefið út þrjú bindí af endurminningum sínum en þær ná þó ekki nema fram á 14, árið, svo að liklega þarf hún að halda á spöðunum ef hún ætlar að rekja framhaldið jafn ítarlega. -----x---- Lögreglan i Stockfield i Banda ríkjunum tók nýlega farandsala einn l'astan fyrir fjöíkvæni. Hann ferðað ist i sifellu milli ýmsra borga í ríkjunum og kyntist ýmsu kvenfólki á þeim ferðalögum. Giftist hann smátt og smátt í sex bæjum og heim sótti jafnan konu sina er hann kom i hennar bæ og bjó hjá henni eins og fyrirmyndar heimilisfaðir. -----x---- Innan skamms verður ný útvarps stöð opnuð í Moskva og á hún að lieita Moskva C.entral. Þagnarmerki stöðvarinnar verður fyrsta hending in af „Internationale“ og rússnesku verkfræðingarnir sem byggja slöð ina halda því fram, að stöðin verði sú sterkasta i Evrópu. -----x---- i Búdapest hefir sá ófögnuður komist upp um ýmsa lögregluþjóna, að þeir hafi með hótunum haft fje út úr stúlkum, sem stóðu undir eft irlit þeirra. Nítján lögreglumenii hafa verið reknir frá starfi fyrir þessa sakir. ----x---- Miljónamæringunum i Bandarikj unum fækkar. Siðasta góða árið þar vestra var 1928 og þá var talið að 513 miljónamæringar (í dollurum) liafi verið í Bandaríkjunum. Al þeim áttu 243 heima i New York, 57 1 Illinois, 41 í Pensylvaníu og 25 i Michigan. ----x----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.