Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1933, Blaðsíða 11

Fálkinn - 28.01.1933, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Slys og orsakir. Eftir JÓN ODDGEIR JÓNSSON. Vart lesura við nokkurt dagblað, að þar sje ekki getið um einhver slys. — Hrapalegt slys. — Sorg- legt slys. — Stórkostlegt slys. — Slíkar eru fyrirsagnirnar og svo kemur frásögnin: Tvo menn tók lit af bát og druknuðu báðir. — Drengur á reiðhjóli rakst á bíl og meiddist mikið. — Kona snart á rafmagnsleiðslu og skaðbrendist o. s. frv. Ef við tækjum okkur til og at- huguðum rækilega, hverjar hinar raunverulegu orsakir slysa eru, sem við lesum um í blöðunum, mund- um við því miður oft sannfærast um, að óvarkárni eða vankunnáttu var um að kenna, „Úti“ ætlar því með fáum orðum að benda á hinar algengustu orsakir ýmsra slysa einkum þó rafmagnsslysa, og ráð þau, sem að bestu gagni mega koma til að aftra þeim eða draga nr áhættunni. Hættan við rafmagnið. Eftir þvi sem jeg hefi komist næst hafa hjen í bærium á þessu ári alls skeð um 6 slys, er orsakast hafa af óvarkárri umgengni við rafmagn- ið. 7 sinnum hefir slökkviliðið í Reykjavík verið kvatt á vettvang til að kæfa eld, sem brotist hafði út vegna þess, að rafmagnsstrau- járn hafa verið skiiin eftir í hugs- unarleysi án þess að rjúfa straum- inn, og þannig valdið meira eða minna tjóni (sjá 2. mynd). — Hjer skal sagt frá 2 lærdómsríkum atvik- um, er sýna glögt, hvernig raf- magnsslys oft orsakast og hvað menn geta staðið ráðalausir gegn hættunni vegna vankunnáttu, eins og einkum fyrra dæmið bendir á. Það var stormur og rigning. Ó- veðrið hafði gert ýms spjöll, meðal annars slitið niður síma og raf- magnsþræði, sem ýmist löfðu í lausu lofti eða lágu á jörðinni. Á götu einni i útjaðri bæjarins lá rafmagnsleiðsla þvert yfir götuna, en var þó enn föst við staurinn. Sendisveinn, er þarna kom árla morguns, sá að vírinn gat orðið tit til trafala umferðinni og hugðist því að kasta lionum til hliðar. En um leið og hann snart á vírnum skall hann til jarðar og engdist þar sundur og saman af kvölum. Það var rafstraumur i vírnum. Á skammri stundu bar joarna að kven- fólk og karlmenn, er horfðu með meðaumkun á auiningja drenginn, er helblánaði af k\Tölum. Enginn þorði að hjálpa. Því að áhorfend- urnir höfðu hugmynd,um það, að hættulegt væri að snerta á dreng- um, eins og á stóð. En enginn hafði hugmyncl um það að hjálpa mátti drengnum m'eð nokkrum hand tökum, ef rjett var að farið. Sem betur fór kom þarna að maður, eftir nokkra stund, sem vissi, hvað hvað gera átti til bjargar. Hann bjó í næsta húsi. Heima átti hann hanska úr gúmmi. Hann hljóp eftir þeim í snarkasti og þrem mínútum síð- ar hafði hann bjargað drengnum úr þessum vítiskvölum. — Það sem hann gerði var þetta: Þegar hann hafði settt upp gúmmíhanskana og þannig varnað þvi, að straumur- inn næði að fara gegnum hann frá vírnum og drengnum, Igfti hann drengnum frá jörðinni og við það rann vírinn úr höndum drengsins, því þá var jarðsambandið rofið og drengurinn þannig leystur úr viðj- um rafstraumsins, því að eins og kunnugt er verður rafstraumurinn að hafa hringrás til að verka. Hjer skal og skýrt frá öðrum at- burði, er sýnir, hve umgengni við rafmagnið getur verið hættuleg. Telpubarn á öðru ári skreið á stofugólfinu heima hjá sjer og var að dunda við ýmislegt, sem það náði handfestu á. I einu horni stof- unnar stóð rafmagnsofn. Var leiðsl- unni i hann þannig fyrirkomið, að stunga (á öðrum enda ofnþráðsins) var i sambandi við tengil á veggn- um eins og verijulegt er, en þar að auki var og stunga við sjálfan ofninn, sem kippa mátti út og setja í með auðveldu móti. Nú skreið barnið að ofninum og með forvitni óvitans fór það að þreifa á honum hátt og látt. Rjett áður hafði móður þess gengið út úr stofunni. Hendur óvitans náðu tökum á stungunni niður við ofninn og eins og börn- um er títt, stakk það stungunni upþ i sig. En jafnframt því að stinga stungunni upp í sig með annari hendinni kom barnið við ofninn með hinni. Urn, leið og þetta skeði náði straumurinn auðvitað tökum á barninu, því að fullur straumur var á leiðslunni til ofnsins, og þegar það snerti jafnframt á ofn- inum (sem var út málmi og þvi góður leiðari), var hringrás straums ins mynduð og barnið hnje út af eins og dautt væri. Rjett eftir að þetta skeði kom móðir þess inn. Sá hún strax að barnið hafði orð- ið fyrir raímagnsslysi. Hljóp hún út í dauðans ofboði og kallaði á mann, sem var á næstu grösum. Hann kom samstundis og varð það strax ljóst, hvað skeð hafði. Rauf hann nú strauminn með því að þrýsta á slökkvarann á veggnum, tók siðan upp barnið, sem enn var eins og liðið lík og hóf þegar lífg- unartilraunir (andardráttarfram- leiðslu) á því. Eftir nokkra stund var það farið að anda og litlu sið ar kom læknir og batt um sár þess, því að bæði tunga þess og hendur voru skaðbrendar. Þessi tvö dæmi eru tekin af banda hófi af mörgum sönrium atvikum sem jeg þekki til og hefi heyrt um að gerst hafi lijer að undanförnu, en mjer virðist óþarfi að birta fleiri slík dæmi, því að þessi tvi> benda glögt á þá hættu, sem sam- fara er umgengninni við rafmagn- ið. En það sem almenningur þarf fyrst og fremst að vita, er þetta: Ef bjarga þarf manni sem fastur er við rafmagnsleiðslu, verður sá, sem ætlar að hjálpa, að einangra sig svo vel sjálfur, að hann verði ekki snortinn af straumnum, er bann snertir á þeim, sem í hættunni er, og það má gera með ýrrisu móti, en hjer skal bent á auðveldustu aðferðirnar. 1. Að nota gúmmihanska. 2. Að vet'ja liendur sinar með þykkum og þurrum klæðnaði (eða jafnvel með margföldu lagi af þurr- um pappa). 3. Fara i skóhlífar eða gúmmí- skó. 4. Að standa á þykku og þurru teppi, frakka, þurrum við og fl. sliku.. Þegar sá, sem ætlar að hjálpa hefir einangrað sig þannig, svo straumurinn nái ekki að fara i gegnum hann til jarðarinnar er lionuin óhætt að snerta á þeim, sem fyrir straumnum varð, og lyíta lionum frá jörðinni, eða losa hann á annan hátt, eftir aðstæðum, úr viðjum straumsins. Til að ,forðast rafmagnsslys er nauðsynlegt að veita eftirfarandi atriðum eftirtekt: Snertir aldrei á rafmagnsleiðsl- um eða simalinum, sem slitnað hafa niður. Leggið aldrei loftnet fyrir (út- varp) yfir rafmagnsleiðslur. Kveikið ekki og stökkvið á raf- magnslömpum með því að skrúfa til sjálfan glóðarlampann (peruna). Þreifið aldrei eða fiktið við ýmsa hluti á rafmagnsvjelum. Snertir aldrei samtímis á raf- magnsáhöldum og hlutum, sem eru jarðbundnir, t. d. rafmagnsofnum og miðstöðvarofnum (eða rörum), rafmagnssuðuáhöldum og vatns- krönum, loftnetum og járnvörðum þökum eða rakri jörð. Ýmislegt fteira mætti segja um orsakir rafmagnsslysa og varnir gegn þeim, en hjer skal staðar nuiri- ið að sinni og farið fáum orðum um helstu orsakir ýmsra annara slysa, sem myndir þær sýna er hjer birtast. Tvær af myndum jieim sem hjer liirtast (3. og 4. mynd) sýna óvar- kárni iijólreiðamanns, sem oft veld- ur slysum. :>. rnynd mun koma mörgum til að brosa að aumingja manninum, sem er að festa mynd á vegginn hjá sjer, og nolaði stól til að stíga á, sem sveik hann illilega, eins og myndin sýnir. Það er því miður altol' algengl að menn misnoli þann- ig húsgögriin. Slæm umgengni og hirðuleys'i um smáhlutina getur ofl valdið ótrúlega miklum óþægindum og slysum, (i. mynd sýnir eitl af slikum atvikum. Sjöunda og siðasta myndin er af manni, sem komina er að þvi að drukna. Látið angistarsvip hins druknandi manns verða ykkur hvatning til að læra og iðka sund ug fækka með þvi hinum liðu drukn unurn hjer við land. Vegna þess hve litið hefir verið skrifað fyrir almenning hjer á tandi um framangreind efni, virtist það vera mjög æskilegt að Rauði kross tslands eða Slysavarnarfjelag ís- lands sæju sjer t'ært að gefa út l'ræð- andi bæklinga uin orsakir ýmsra slysa og hvernig best megi aftra þeim. Slikar leiðbeiningar um t. d. orsakir eldsvoða, rafmagnsslysa og m. II. mundu verða vel þegnar af öttum. (Úr skátablaðiriu „Vti" I932J. Áslralskur bankaritari lagði n\ lega af stað l'rá Dover i l'erðalag kringum jörðina. Aleigu lians var eitt sterlingspund en l'arareyri ætl aði hann að útvega sjer jafnóðum með þvi að syngja fyrir fólk. Yf irvöldin í Calais vildu ekki leyfa honurn tandgöngu i Frakklandi nema þvi aðeins að hann útvegaði sjer meira fje, en pilturinn var hvergi bræddur og bað urn leyfi til að tnega syngja fyrir þau. Var það leyft og samstundis var piltinum hleypt i land og skrifað upp á vegabrjefið iians!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.